Framkvæmdastjóri KA segir ímynd íslenskrar knattspyrnu vera laskaða Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2020 13:01 Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA. @saevarp Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, telur að ímynd íslenskrar knattspyrnu sé löskuð eftir umræðuna í kringum kvennalandsliðið undanfarið. Sævar tjáði sig á Twitter-síðu sinni í dag þar sem hann ræðir það sem hefur átt sér stað síðan kvennalandsliðið tryggði sér sæti á Evrópumótinu í Englandi sumarið 2022. Var þetta í fjórða sinn – í röð – sem íslenska liðið vinnur sér inn sæti á EM. Í stað þess að ræða frábæran árangur, efnilega leikmenn, hvort Sara Björk sé besti leikmaður Íslands frá upphafi hefur umræðan snúist að atburðum sem gerðust eftir 1-0 sigur á Ungverjalandi ytra. Atburðir sem leiddu til þess að Jón Þór Hauksson, þjálfari liðsins, sagði af sér. Þessu veltir Sævar upp og segir skort á upplýsingagjöf til stjórnar en eins og hefur komið fram á Vísi var atvikið í Ungverjalandi ekki rætt á stjórnarfundi Knattspyrnusambands Íslands. Sævar endar svo fyrra tíst sitt á „Ímynd íslenskrar knattspyrnu er löskuð.“ Sævar heldur áfram og segir stelpurnar eiga betra skilið ásamt því að hann hafi talið að við værum komin lengra en þetta árið 2020. Tíst Sævars má sjá hér að neðan. Í stað þess að ræða frábæran árangur, hverjar bættu sig, hversu góðar geta ungu stelpurnar orðið, er Sara sú besta frá upphafi? Þá erum við að ræða drykkjuvandræði, hver sagði hvað, enga upplýsingagjöf til stjórnar og almenn leiðindi. Ímynd Ísl. knattspyrnu er löskuð. 1/2— saevar petursson (@saevarp) December 11, 2020 Stelpurnar eiga betra skilið, blaðamenn hafa unnið sitt starf og ekki við þá að sakast. Það er 2020 og ég hélt við værum komin lengra en þetta, það að þetta hafi komið upp segir mér að það séu enn stór vandamál í hreyfingunni. Þetta á ekki að vera í boði 2020 2/2 Mín 50 cent.— saevar petursson (@saevarp) December 11, 2020 Fótbolti Íslenski boltinn KA KSÍ Tengdar fréttir Get ekki setið undir slíkum ásökunum enda eru þær fjarri sannleikanum Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir segist ekki getað setið undir þeim ásökunum að leikmenn íslenska landsliðsins hafi á einn eða annan hátt hrakið Jón Þór Hauksson, þjálfara liðsins, úr starfi. 10. desember 2020 16:00 Sara Björk: Ég sem fyrirliði liðsins mun alltaf standa þétt við bakið á leikmönnum Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu tjáði sig í kvöld varðandi hvað átti sér stað í fagnaðarlátum íslenska liðsins er sætið á EM í Englandi var tryggt. Þá gagnrýnir hún ákveðna fjölmiðla og umfjöllun þeirra um málið. 9. desember 2020 18:07 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Sævar tjáði sig á Twitter-síðu sinni í dag þar sem hann ræðir það sem hefur átt sér stað síðan kvennalandsliðið tryggði sér sæti á Evrópumótinu í Englandi sumarið 2022. Var þetta í fjórða sinn – í röð – sem íslenska liðið vinnur sér inn sæti á EM. Í stað þess að ræða frábæran árangur, efnilega leikmenn, hvort Sara Björk sé besti leikmaður Íslands frá upphafi hefur umræðan snúist að atburðum sem gerðust eftir 1-0 sigur á Ungverjalandi ytra. Atburðir sem leiddu til þess að Jón Þór Hauksson, þjálfari liðsins, sagði af sér. Þessu veltir Sævar upp og segir skort á upplýsingagjöf til stjórnar en eins og hefur komið fram á Vísi var atvikið í Ungverjalandi ekki rætt á stjórnarfundi Knattspyrnusambands Íslands. Sævar endar svo fyrra tíst sitt á „Ímynd íslenskrar knattspyrnu er löskuð.“ Sævar heldur áfram og segir stelpurnar eiga betra skilið ásamt því að hann hafi talið að við værum komin lengra en þetta árið 2020. Tíst Sævars má sjá hér að neðan. Í stað þess að ræða frábæran árangur, hverjar bættu sig, hversu góðar geta ungu stelpurnar orðið, er Sara sú besta frá upphafi? Þá erum við að ræða drykkjuvandræði, hver sagði hvað, enga upplýsingagjöf til stjórnar og almenn leiðindi. Ímynd Ísl. knattspyrnu er löskuð. 1/2— saevar petursson (@saevarp) December 11, 2020 Stelpurnar eiga betra skilið, blaðamenn hafa unnið sitt starf og ekki við þá að sakast. Það er 2020 og ég hélt við værum komin lengra en þetta, það að þetta hafi komið upp segir mér að það séu enn stór vandamál í hreyfingunni. Þetta á ekki að vera í boði 2020 2/2 Mín 50 cent.— saevar petursson (@saevarp) December 11, 2020
Fótbolti Íslenski boltinn KA KSÍ Tengdar fréttir Get ekki setið undir slíkum ásökunum enda eru þær fjarri sannleikanum Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir segist ekki getað setið undir þeim ásökunum að leikmenn íslenska landsliðsins hafi á einn eða annan hátt hrakið Jón Þór Hauksson, þjálfara liðsins, úr starfi. 10. desember 2020 16:00 Sara Björk: Ég sem fyrirliði liðsins mun alltaf standa þétt við bakið á leikmönnum Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu tjáði sig í kvöld varðandi hvað átti sér stað í fagnaðarlátum íslenska liðsins er sætið á EM í Englandi var tryggt. Þá gagnrýnir hún ákveðna fjölmiðla og umfjöllun þeirra um málið. 9. desember 2020 18:07 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Get ekki setið undir slíkum ásökunum enda eru þær fjarri sannleikanum Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir segist ekki getað setið undir þeim ásökunum að leikmenn íslenska landsliðsins hafi á einn eða annan hátt hrakið Jón Þór Hauksson, þjálfara liðsins, úr starfi. 10. desember 2020 16:00
Sara Björk: Ég sem fyrirliði liðsins mun alltaf standa þétt við bakið á leikmönnum Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu tjáði sig í kvöld varðandi hvað átti sér stað í fagnaðarlátum íslenska liðsins er sætið á EM í Englandi var tryggt. Þá gagnrýnir hún ákveðna fjölmiðla og umfjöllun þeirra um málið. 9. desember 2020 18:07