Íslenski boltinn

Fram­kvæmda­stjóri KA segir í­mynd ís­lenskrar knatt­spyrnu vera laskaða

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA.
Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA. @saevarp

Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, telur að ímynd íslenskrar knattspyrnu sé löskuð eftir umræðuna í kringum kvennalandsliðið undanfarið.

Sævar tjáði sig á Twitter-síðu sinni í dag þar sem hann ræðir það sem hefur átt sér stað síðan kvennalandsliðið tryggði sér sæti á Evrópumótinu í Englandi sumarið 2022. Var þetta í fjórða sinn – í röð – sem íslenska liðið vinnur sér inn sæti á EM.

Í stað þess að ræða frábæran árangur, efnilega leikmenn, hvort Sara Björk sé besti leikmaður Íslands frá upphafi hefur umræðan snúist að atburðum sem gerðust eftir 1-0 sigur á Ungverjalandi ytra. Atburðir sem leiddu til þess að Jón Þór Hauksson, þjálfari liðsins, sagði af sér.

Þessu veltir Sævar upp og segir skort á upplýsingagjöf til stjórnar en eins og hefur komið fram á Vísi var atvikið í Ungverjalandi ekki rætt á stjórnarfundi Knattspyrnusambands Íslands.

Sævar endar svo fyrra tíst sitt á „Ímynd íslenskrar knattspyrnu er löskuð.“ Sævar heldur áfram og segir stelpurnar eiga betra skilið ásamt því að hann hafi talið að við værum komin lengra en þetta árið 2020.

Tíst Sævars má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×