Veður

Á­gæt­lega milt miðað við árs­tíma en víða rigning og hvass­viðri

Atli Ísleifsson skrifar
Gróttuviti að vetri.
Gróttuviti að vetri. Vísir/Vilhelm

Útlit er fyrir austan- og norðaustanátt á landinu, víða átta til fimmtán metra á sekúndu. Víða má búast við dálítilli rigningu af og til, en austanlands verður rigningin samfelldari og í meira magni.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það sé ágætlega milt miðað við árstíma með hita á bilinu 2 til 7 stig.

„Milli Íslands og Grænlands er mikill norðaustan vindstrengur og jaðar hans nær inná Vestfirði, þar má búast við hvassviðri í dag eða jafnvel stormi með rigningu eða slyddu og hita 1 til 4 stig.

Það er útlit fyrir svipað veður áfram á landinu á morgun, helsta breytingin er sú að vindurinn gefur eftir á Vestfjörðum þegar áðurnefndur norðaustan strengur hörfar til vesturs.“

Spákortið fyrir hádegið í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur næstu daga

Á föstudag: Austan og norðaustan 8-15 m/s, en 13-18 á Vestfjörðum og við suðausturströndina. Rigning suðaustan- og austanlands, en dálítil væta á köflum í öðrum landshlutum. Hiti 2 til 7 stig.

Á laugardag og sunnudag: Austan 8-15. Rigning á Suðausturlandi og Austfjörðum, en þurrt að kalla norðan- og vestanlands. Hiti breytist lítið.

Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag: Ákveðin norðaustlæg átt. Rigning eða slydda á austanverðu landinu og með norðurströndinni, en þurrt að mestu sunnan heiða. Hiti 1 til 6 stig, mildast syðst á landinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×