Erlent

Ná loks saman um opin­bera hæð E­verest

Atli Ísleifsson skrifar
Everest-fjall er 8.848 metra hátt. Eða 8.844. Eða eitthvað þar á milli kannski? Það kemur í ljós á morgun.
Everest-fjall er 8.848 metra hátt. Eða 8.844. Eða eitthvað þar á milli kannski? Það kemur í ljós á morgun. Getty

Stjórnvöld í Kína og Nepal hafa lengi verið ósammála um hæð Everest-fjalls, hæsta fjalls heims, sem er að finna á landamærum ríkjanna. Samkomulag hefur hins vegar nú náðst milli ríkjanna um opinbera hæð fjallsins.

Wall Street Journal segir deilurnar hafa snúist um hvort að miða eigi við snjóhæðina á toppnum eða hæð fjallsins sjálfs.

Efst á fjallinu er að finna þykkt lag af snjó og ís. Snjólagið efst er að finna í 8.848 metra hæð, sem er hæðin sem Nepalir hafa alla tíð miðað við. Kínverjar hafa hins vegar miðað við hæð sem er fjórum metrum lægri, eða hæð sjálfs fjallsins.

Síðustu ár hafa verið unnar ítarlegar rannsóknir til að ná betri mynd af efsta hluta fjallsins. Að þeim rannsóknum hafa komið bæði fulltrúar nepalskra og kínverskra yfirvalda.

Samkomulag hefur nú náðst milli ríkjanna um hæð fjallsins, en niðurstaðan verður fyrst kynnt á morgun. Kemur þá í ljóst hvort og hvernig þurfi að uppfæra kortabækurnar.

Kínversk og nepölsk stjórnvöld hafa talað um samvinnuna sem „eilíft tákn um vináttu Nepal og Kína“.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×