Arteta ýtti meiddum Partey aftur inn á völlinn: Áttaði sig ekki á alvarleika málsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2020 11:30 Mikel Arteta ræðir við Thomas Partey. EPA-EFE/Michael Regan Arsenal tapaði ekki bara nágrannaslagnum á móti Tottenham í gær heldur missti liðið einnig miðjumanninn Thomas Partey meiddan af velli. Útlitið er ekki bjart hjá Arsenal liðinu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir tap á móti Tottenham í gær en eftir þetta tap er liðið í fimmtánda sæti deildarinnar. Meiðsli eins lykilmanns eru síðan aðeins til að bæta gráu ofan á svart nú þegar þétt leikjadagskrá er framundan yfir hátíðirnar. Thomas Partey meiddist skömmu áður en Tottenham skoraði seinna markið sitt í 2-0 sigri á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær Arsenal eyddi fimmtíu milljónum punda í Thomas Partey í haust en það lítur út fyrir að Ganamaðurinn eigi erfitt með að halda sér heilum. Thomas Partey pulled up injured before the second goal... Arteta wasn't having any of it as he appears to push him back onto the pitch https://t.co/Qpo0PYLHmM— SPORTbible (@sportbible) December 6, 2020 Partey meiddist aftan í læri í síðasta mánuði og snéri aftur á móti Tottenham en entist ekki út fyrri hálfleikinn. Kringumstæðurnar þegar hann meiddist urðu líka Arsenal liðinu afdrifaríkar. Arsenal var búið að vera í stórsókn þegar Thomas Partey meiddist og haltraði út að hliðarlínu. Tottenham fékk þá skyndisókn sem endaði með því að Harry Kane kom liðinu í 2-0. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, reyndi að ýta Thomas Partey aftur inn á völlinn en Partey var of seinn og líka í engu ástandi til að hlaupa uppi sóknarmenn Spurs. „Ég var að reyna að ýta honum aftur inn á völlinn en ég held að hann hafi ekki áttað sig á alvarleika málsins þegar hann yfirgaf stöðuna sína. Það var líklega af því að hann fann fyrir miklum sársauka,“ sagði Mikel Arteta eftir leikinn. Arteta on Partey: "I was trying to push him. I don't think he realised the gravity of the situation when he left his position. It was too quick. I think it was a four against three situation for us and suddenly they are coming to us and Thomas was walking to me."— Charles Watts (@charles_watts) December 6, 2020 „Allt í einu eru þeir komnir í skyndisókn og Thomas kemur gangandi til mín. Ég var að reyna að ýta honum. Ég hef ekki talað við hann þannig að ég veit ekki alveg hvað gerðist eða hvort að hann telji þetta vera mjög alvarlegt,“ sagði Arteta. Thomas Partey missti af deildarleikjum á móti Leeds og Wolves eftir að hann meiddist í leik á móti Aston Villa í byrjun nóvember. Þar fór hann af velli í hálfleik. Arsenal vann 1-0 sigur á Manchester United í síðasta leik sem Partey kláraði 90 mínútur. Mikel Arteta accused Thomas Partey of failing to grasp the gravity of the situation after he left the field injured in the build-up to Spurs' second goal.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 6, 2020 Enski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjá meira
Útlitið er ekki bjart hjá Arsenal liðinu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir tap á móti Tottenham í gær en eftir þetta tap er liðið í fimmtánda sæti deildarinnar. Meiðsli eins lykilmanns eru síðan aðeins til að bæta gráu ofan á svart nú þegar þétt leikjadagskrá er framundan yfir hátíðirnar. Thomas Partey meiddist skömmu áður en Tottenham skoraði seinna markið sitt í 2-0 sigri á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær Arsenal eyddi fimmtíu milljónum punda í Thomas Partey í haust en það lítur út fyrir að Ganamaðurinn eigi erfitt með að halda sér heilum. Thomas Partey pulled up injured before the second goal... Arteta wasn't having any of it as he appears to push him back onto the pitch https://t.co/Qpo0PYLHmM— SPORTbible (@sportbible) December 6, 2020 Partey meiddist aftan í læri í síðasta mánuði og snéri aftur á móti Tottenham en entist ekki út fyrri hálfleikinn. Kringumstæðurnar þegar hann meiddist urðu líka Arsenal liðinu afdrifaríkar. Arsenal var búið að vera í stórsókn þegar Thomas Partey meiddist og haltraði út að hliðarlínu. Tottenham fékk þá skyndisókn sem endaði með því að Harry Kane kom liðinu í 2-0. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, reyndi að ýta Thomas Partey aftur inn á völlinn en Partey var of seinn og líka í engu ástandi til að hlaupa uppi sóknarmenn Spurs. „Ég var að reyna að ýta honum aftur inn á völlinn en ég held að hann hafi ekki áttað sig á alvarleika málsins þegar hann yfirgaf stöðuna sína. Það var líklega af því að hann fann fyrir miklum sársauka,“ sagði Mikel Arteta eftir leikinn. Arteta on Partey: "I was trying to push him. I don't think he realised the gravity of the situation when he left his position. It was too quick. I think it was a four against three situation for us and suddenly they are coming to us and Thomas was walking to me."— Charles Watts (@charles_watts) December 6, 2020 „Allt í einu eru þeir komnir í skyndisókn og Thomas kemur gangandi til mín. Ég var að reyna að ýta honum. Ég hef ekki talað við hann þannig að ég veit ekki alveg hvað gerðist eða hvort að hann telji þetta vera mjög alvarlegt,“ sagði Arteta. Thomas Partey missti af deildarleikjum á móti Leeds og Wolves eftir að hann meiddist í leik á móti Aston Villa í byrjun nóvember. Þar fór hann af velli í hálfleik. Arsenal vann 1-0 sigur á Manchester United í síðasta leik sem Partey kláraði 90 mínútur. Mikel Arteta accused Thomas Partey of failing to grasp the gravity of the situation after he left the field injured in the build-up to Spurs' second goal.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 6, 2020
Enski boltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjá meira