Enski boltinn

„Arteta breytir Arsenal ekki á einni nóttu“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arteta hefur verið í veseni að undanförnu.
Arteta hefur verið í veseni að undanförnu. Andy Rain/Getty

Gilbeto Silva biður um að stuðningsmenn Arsenal gefi Arteta tíma.

Gilberto Silva, fyrrum leikmaður Arsenal, hvetur félagið að gefa Mikel Arteta tíma en stjórinn hefur gengið í gegnum erfiðar vikur að undanförnu með Lundúnarliðinu.

Arsenal er í 14. sætinu og mæta grönnum sínum í Tottenham um helgina en grannarnir í Tottenham eru á toppi deildarinnar.

„Það er ljóst fyrir mér að þetta mun taka tíma. Þú getur ekki ætlast til þess að þetta breytist á einni nóttu. Þú verður að gefa Mikel Arteta tíma,“ sagði Gilberto.

„Ég er mjög jákvæður varðandi Arteta en ég held hins vegar að þeir þurfi að fá fleiri leikmenn til þess að verða samkeppnishæfari. Hans nálgun er góð. Þegar hann talar, þá hlusta ég og finnst gaman að heyra hann tala um liðið og hugmyndirnar hans.“

„Hann er með skýra stefnu og er hreinskilinn. Það er mjög mikilvægt því hann er í einu erfiðasta starfi í heimi. Þú verður að vera með sjálfstraust og gott hugarfar til að vera í þessari stöðu.“

„Þú verður að treysta verkefninu. Þeir tóku ákvörðun um að ráða hann og ég held að þeir hafi einnig rætt við aðra stjóra áður en þeir réðu Arteta. Svo ef þeir ætla að breyta til núna, því hann náði ekki tilætluðum árangri, gætu þeir þurft að byrja allt upp á nýtt.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.