Rannsóknir á heimskautaísnum í hættu Kjartan Kjartansson skrifar 30. nóvember 2020 15:27 CryoSat-2, evrópska gervitunglið, ári áður en því var skotið á loft árið 2010. Vísir/EPA Útlit er fyrir að gervihnattamælingar á þykkt íssins og norður- og suðurheimskautinu leggist af um nokkra ára skeið á meðan nýrrar kynslóðar gervitungla er beðið. Útlit er fyrir að gervihnattamælingar á þykkt íssins og norður- og suðurheimskautinu leggist af um nokkra ára skeið á meðan nýrrar kynslóðar gervitungla er beðið. Vísindamenn hafa varað Evrópusambandið og Geimstofnun Evrópu við áhrifunum sem það gæti haft á vöktun með loftslagsbreytingum á heimskautunum. Tvö gervitungl, evrópska geimfarið CryoSat-2 og bandaríski IceSat-2-gervihnötturinn, hafa borið hitann og þungann af rannsóknum á ísbreiðunum á norður- og suðurheimskautinu. Þau svífa yfir bæði heimskautin og eru búin hæðarmælum sem geta numið þykkt íssins. Þannig hafa þau varpað ljósi á hop hafíssins á norðurskautinu og hvernig jöklar á báðum hvelum þynnast vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. CryoSat-2 er þegar komið fram yfir þann tíma sem gert var ráð fyrir að gervitunglið yrði í notkun. Því var skotið á loft árið 2010 og átti leiðangur þess upphaflega að standa yfir í þrjú og hálft ár. Vonir standa til að farið endist til ársins 2024 en eyðing rafhlöðu þess og eldsneytisleki þýðir að líftími þess verður ekki mikið lengri. IceSat-2 átti að lifa í þrjú ár þegar honum var skotið á loft árið 2018 en vonast var til að farið gæti starfað í allt að áratug. Breska ríkisútvarpið BBC segir nær öruggt að gervitunglin tvö muni hafa sungið sitt síðasta áður en arftökum þeirra verður skotið á loft. Þannig megi vænta nokkurra ára eyðu í mælingum á heimskautaísnum. Samfella í mælingum er talin afar mikilvæg við rannsóknir á langtímabreytingum á loftslagi. Í bréfi sem hópur vísindamanna hafa skrifað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Geimstofnun Evrópu (ESA) er varað við afleiðingum þess að mælingarnar falli niður tímabundið. Útlit er fyrir að ekkert gervitungl fylgist með heimskautunum með hæðarmælum í tvö til fimm ár. Langtímamæliraðir um ísbreiðurnar og þykkt íssins verði þannig rofnar. Loftslagslíkön muni líða fyrir það. ESA ætlar ekki að skjóta arftaka CryoSat-2 á loft fyrr en 2027 eða 2028 eða jafnvel síðar þar sem Cristal-gervihnötturinn hefur ekki enn verið fjármagnaður að fullu. Stofnunin segir BBC að unnið sé að því hörðum höndum að gera Cristal tilbúinn eins fljótt og auðið verður. Í millitíðinni leggja vísindamennirnir til lausnir til að brúa bilið í mælingum á ísbreiðunum. Þar líta þeir til Ísbrúarinnar, verkefnis sem bandaríska geimvísindastofnunin NASA stóð fyrir frá því að fyrsta IceSat gervitunglið var tekið úr notkun árið 2010 þar til IceSat-2 fór á loft fyrir tveimur árum. Þar var notast við flugvélar með hæðarmæli sem flugu yfir norður- og suðurheimskautið og söfnuðu takmörkuðum mælingum sem hjálpuðu til við að fylla upp í átta ára langa eyðuna í gervihnattamælingunum. Loftslagsmál Vísindi Tækni Geimurinn Evrópusambandið Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Sjá meira
Útlit er fyrir að gervihnattamælingar á þykkt íssins og norður- og suðurheimskautinu leggist af um nokkra ára skeið á meðan nýrrar kynslóðar gervitungla er beðið. Vísindamenn hafa varað Evrópusambandið og Geimstofnun Evrópu við áhrifunum sem það gæti haft á vöktun með loftslagsbreytingum á heimskautunum. Tvö gervitungl, evrópska geimfarið CryoSat-2 og bandaríski IceSat-2-gervihnötturinn, hafa borið hitann og þungann af rannsóknum á ísbreiðunum á norður- og suðurheimskautinu. Þau svífa yfir bæði heimskautin og eru búin hæðarmælum sem geta numið þykkt íssins. Þannig hafa þau varpað ljósi á hop hafíssins á norðurskautinu og hvernig jöklar á báðum hvelum þynnast vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. CryoSat-2 er þegar komið fram yfir þann tíma sem gert var ráð fyrir að gervitunglið yrði í notkun. Því var skotið á loft árið 2010 og átti leiðangur þess upphaflega að standa yfir í þrjú og hálft ár. Vonir standa til að farið endist til ársins 2024 en eyðing rafhlöðu þess og eldsneytisleki þýðir að líftími þess verður ekki mikið lengri. IceSat-2 átti að lifa í þrjú ár þegar honum var skotið á loft árið 2018 en vonast var til að farið gæti starfað í allt að áratug. Breska ríkisútvarpið BBC segir nær öruggt að gervitunglin tvö muni hafa sungið sitt síðasta áður en arftökum þeirra verður skotið á loft. Þannig megi vænta nokkurra ára eyðu í mælingum á heimskautaísnum. Samfella í mælingum er talin afar mikilvæg við rannsóknir á langtímabreytingum á loftslagi. Í bréfi sem hópur vísindamanna hafa skrifað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Geimstofnun Evrópu (ESA) er varað við afleiðingum þess að mælingarnar falli niður tímabundið. Útlit er fyrir að ekkert gervitungl fylgist með heimskautunum með hæðarmælum í tvö til fimm ár. Langtímamæliraðir um ísbreiðurnar og þykkt íssins verði þannig rofnar. Loftslagslíkön muni líða fyrir það. ESA ætlar ekki að skjóta arftaka CryoSat-2 á loft fyrr en 2027 eða 2028 eða jafnvel síðar þar sem Cristal-gervihnötturinn hefur ekki enn verið fjármagnaður að fullu. Stofnunin segir BBC að unnið sé að því hörðum höndum að gera Cristal tilbúinn eins fljótt og auðið verður. Í millitíðinni leggja vísindamennirnir til lausnir til að brúa bilið í mælingum á ísbreiðunum. Þar líta þeir til Ísbrúarinnar, verkefnis sem bandaríska geimvísindastofnunin NASA stóð fyrir frá því að fyrsta IceSat gervitunglið var tekið úr notkun árið 2010 þar til IceSat-2 fór á loft fyrir tveimur árum. Þar var notast við flugvélar með hæðarmæli sem flugu yfir norður- og suðurheimskautið og söfnuðu takmörkuðum mælingum sem hjálpuðu til við að fylla upp í átta ára langa eyðuna í gervihnattamælingunum.
Loftslagsmál Vísindi Tækni Geimurinn Evrópusambandið Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“