Erlent

Spánar­kóngur af­salar sér arfi föður síns vegna hneykslis­mála

Atli Ísleifsson skrifar
Feðgarnir Juan Carlos og Filippus Spánarkonungur.
Feðgarnir Juan Carlos og Filippus Spánarkonungur. Getty

Filippus VI Spánarkonungur hefur afsalað sér arfi frá föður sínum og konungnum fyrrverandi, Juan Carlos. Juan Carlos hefur að undanförnu verið bendlaður við ýmis hneykslismál.

Í yfirlýsingu frá spænsku konungshöllinni segir að Juan Carlos, sem afsalaði sér krúnunni árið 2014, muni ekki lengur frá árlega greiðslu frá spænska ríkinu. Hefur greiðslan numið 194 þúsund evrum á ári, um 30 milljónir króna.

Hinn 82 ára Juan Carlos hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir bruðlunarsaman lífsstíl sinn. Hann er nú til rannsóknar hjá svissneskum skattayfirvöldum.

Þá hafa borist fréttir af því að hann hafi fengið 100 milljónir Bandaríkjadala frá Sádi-Arabíu inn á aflandsreikning árið 2008.

Juan Carlos, sem sat á valdastóli frá 1975 til 2014, hefur ekki tjáð sig um málið að því er fram kemur í frétt BBC.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.