Íslenski boltinn

Belgíski bak­vörðurinn á leið til Akur­eyrar?

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hendrickx í leik með Breiðablik sumarið 2019.
Hendrickx í leik með Breiðablik sumarið 2019. Vísir/Vilhelm

Svo virðist sem hægri bakvörðurinn Jonathan Kevin C. Hendrickx sé við það að ganga til liðs við KA. 

Hendrickx er öllum hnútum kunnugur hér á landi eftir að hafa leikið hér á landi frá 2014 til 2019. Sumarið 2014 gekk hinn 27 ára gamli Hendrickx í raðir FH og var þar allt þangað til ársins 2017. Hann samdi svo við Breiðablik árið 2018 en fór til belgíska félagsins Lommel um mitt sumar 2019.

Þar hefur hann verið síðan en er nú orðaður við endurkomu til Íslands. Belginn knái spilaði alls 98 leiki í deild, bikar og Evrópu fyrir FH og Breiðablik.

Samkvæmt Gumma Ben þá virðist Arnar Grétarsson vera nýta sambönd sín í Belgíu til að fá Hendrickx í raðir KA manna. Akureyringar enduðu í 7. sæti Pepsi Max deildarinnar síðasta sumar. Liðið var með 21 stig þegar Íslandsmótið var flautað af.

Af þeim 18 leikjum sem liðið spilaði þá gerði það 12 jafntefli, vann þrjá og tapaði þremur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.