Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. nóvember 2020 21:00 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. AP/Menahem Kahana Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. Fréttastofa Reuters segir ljóst að yfirlýsingin hafi verið skilaboð til Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna. Biden mun taka við embætti þann 20. janúar næstkomandi og hefur hann lýst því yfir að hann vilji ganga aftur inn í samninginn ef yfirvöld í Íran samþykkja að fylgja ströngum skilmálum samningsins. Þá vilji hann vinna að því með öðrum samningsaðilum að styrkja samninginn og gera hann yfirgripsmeiri, og tryggja að Íran hætti allri óþarfa kjarnorkuframleiðslu. Samningurinn, sem undirritaður var af Bandaríkjunum, Íran, Kína, Frakklandi, Rússlandi og Bretlandi, var gerður í von um að hægt væri að takmarka kjarnorkuáætlun Íran og koma í veg fyrir að ríkið þróaði kjarnavopn. Gegn því ætluðu ríkin að takmarka og minnka viðskiptaþvinganir sem lagðar hafa verið á Íran. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði Bandaríkin einhliða úr samningnum árið 2018 sem olli miklu uppþoti, enda eru öll aðildarríki samningsins, utan Íran, fastaríki í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þá hafði Íran ekki fylgt eftir skilmálum samningsins um að draga úr og minnka umfang eldflaugaáætlunar sinnar né dró Íran úr stuðningi við vígasveitir í Íran, Líbanon, Sýrlandi og Jemen, sem yfirvöld í Washington hafa litið hornauga. „Það má ekki blása lífi í kjarnorkusamninginn. Við verðum að halda okkar striki til þess að tryggja að Íran þrói ekki kjarnavopn,“ sagði Netanyahu í dag. Hann nefndi Biden ekki á nafn en margir hafa túlkað skilaboðin á þann veg að þeim hafi verið beint að forsetanum verðandi. Netanyahu var ákafur andstæðingur samningsins þegar hann var gerður árið 2015 og kallaði hann „mjög slæman samning.“ Evrópsku ríkin sem eru aðilar að samningnum, auk Rússlands og Kína, hafa undanfarin tvö ár reynt að halda samningnum á lífi þrátt fyrir að Bandaríkin hafi beitt Íran miklum viðskiptaþvingunum og spenna milli ríkjanna tveggja hafi verið mikil á síðasta ári. Íran hefur neitað öllum ásökunum um að kjarnorkuáætlun ríkisins sé til þess fallin að þróa kjarnavopn. Bandaríkin Ísrael Íran Tengdar fréttir Einangrun Bandaríkjanna bersýnileg í deilunum um Íran Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er reiður út í hefðbundin bandalagsríki Bandaríkjanna í Evrópu og sakar þau um að vera með leiðtogum Íran í liði. 21. ágúst 2020 10:16 Töluverðar skemmdir urðu í kjarnorkustöð Írana Írönsk yfirvöld viðurkenna að verulegar skemmdir hafi orðið á kjarnorkustöð þeirra í Natanz þegar eldur braust út þar á fimmtudag. Eldurinn er meðal annars sagður hafa valdið skemmdum á nýrri skilvindu sem var í smíðum þar. 5. júlí 2020 22:41 Íranar hafa þrefaldað úranforða sinn Alþjóðlegum eftirlitsmönnum var meinaður aðgangur að tveimur stöðum sem þeir vildu kanna í Íran og stjórnvöld í Teheran neituðu að svara spurningum um þrjú aðra þar sem grunur leikur á að úran sé auðgað. 4. mars 2020 12:20 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. Fréttastofa Reuters segir ljóst að yfirlýsingin hafi verið skilaboð til Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna. Biden mun taka við embætti þann 20. janúar næstkomandi og hefur hann lýst því yfir að hann vilji ganga aftur inn í samninginn ef yfirvöld í Íran samþykkja að fylgja ströngum skilmálum samningsins. Þá vilji hann vinna að því með öðrum samningsaðilum að styrkja samninginn og gera hann yfirgripsmeiri, og tryggja að Íran hætti allri óþarfa kjarnorkuframleiðslu. Samningurinn, sem undirritaður var af Bandaríkjunum, Íran, Kína, Frakklandi, Rússlandi og Bretlandi, var gerður í von um að hægt væri að takmarka kjarnorkuáætlun Íran og koma í veg fyrir að ríkið þróaði kjarnavopn. Gegn því ætluðu ríkin að takmarka og minnka viðskiptaþvinganir sem lagðar hafa verið á Íran. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði Bandaríkin einhliða úr samningnum árið 2018 sem olli miklu uppþoti, enda eru öll aðildarríki samningsins, utan Íran, fastaríki í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þá hafði Íran ekki fylgt eftir skilmálum samningsins um að draga úr og minnka umfang eldflaugaáætlunar sinnar né dró Íran úr stuðningi við vígasveitir í Íran, Líbanon, Sýrlandi og Jemen, sem yfirvöld í Washington hafa litið hornauga. „Það má ekki blása lífi í kjarnorkusamninginn. Við verðum að halda okkar striki til þess að tryggja að Íran þrói ekki kjarnavopn,“ sagði Netanyahu í dag. Hann nefndi Biden ekki á nafn en margir hafa túlkað skilaboðin á þann veg að þeim hafi verið beint að forsetanum verðandi. Netanyahu var ákafur andstæðingur samningsins þegar hann var gerður árið 2015 og kallaði hann „mjög slæman samning.“ Evrópsku ríkin sem eru aðilar að samningnum, auk Rússlands og Kína, hafa undanfarin tvö ár reynt að halda samningnum á lífi þrátt fyrir að Bandaríkin hafi beitt Íran miklum viðskiptaþvingunum og spenna milli ríkjanna tveggja hafi verið mikil á síðasta ári. Íran hefur neitað öllum ásökunum um að kjarnorkuáætlun ríkisins sé til þess fallin að þróa kjarnavopn.
Bandaríkin Ísrael Íran Tengdar fréttir Einangrun Bandaríkjanna bersýnileg í deilunum um Íran Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er reiður út í hefðbundin bandalagsríki Bandaríkjanna í Evrópu og sakar þau um að vera með leiðtogum Íran í liði. 21. ágúst 2020 10:16 Töluverðar skemmdir urðu í kjarnorkustöð Írana Írönsk yfirvöld viðurkenna að verulegar skemmdir hafi orðið á kjarnorkustöð þeirra í Natanz þegar eldur braust út þar á fimmtudag. Eldurinn er meðal annars sagður hafa valdið skemmdum á nýrri skilvindu sem var í smíðum þar. 5. júlí 2020 22:41 Íranar hafa þrefaldað úranforða sinn Alþjóðlegum eftirlitsmönnum var meinaður aðgangur að tveimur stöðum sem þeir vildu kanna í Íran og stjórnvöld í Teheran neituðu að svara spurningum um þrjú aðra þar sem grunur leikur á að úran sé auðgað. 4. mars 2020 12:20 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Einangrun Bandaríkjanna bersýnileg í deilunum um Íran Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er reiður út í hefðbundin bandalagsríki Bandaríkjanna í Evrópu og sakar þau um að vera með leiðtogum Íran í liði. 21. ágúst 2020 10:16
Töluverðar skemmdir urðu í kjarnorkustöð Írana Írönsk yfirvöld viðurkenna að verulegar skemmdir hafi orðið á kjarnorkustöð þeirra í Natanz þegar eldur braust út þar á fimmtudag. Eldurinn er meðal annars sagður hafa valdið skemmdum á nýrri skilvindu sem var í smíðum þar. 5. júlí 2020 22:41
Íranar hafa þrefaldað úranforða sinn Alþjóðlegum eftirlitsmönnum var meinaður aðgangur að tveimur stöðum sem þeir vildu kanna í Íran og stjórnvöld í Teheran neituðu að svara spurningum um þrjú aðra þar sem grunur leikur á að úran sé auðgað. 4. mars 2020 12:20