Íranar hafa þrefaldað úranforða sinn Kjartan Kjartansson skrifar 4. mars 2020 12:20 Helga Schmid, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, og Abbas Araghchil aðstoðarutanríkisráðherra Írans, í kjarnorkuviðræðum sem fóru fram í Vín í síðasta mánuði. AP/Roland Zak Alþjóðakjarnorkustofnunin (IAEA) telur að írönsk stjórnvöld hafi nærri því þrefaldað birgðir sínar af auðguðu úrani frá því í nóvember og rofið þannig samning sinn við heimsveldin. Landið er nú sagt nálægt því að ráða yfir nægu auðguðu úrani til að framleiða kjarnavopn í fyrsta skipti. Íranar ákváðu að hætta að virða ýmis ákvæði kjarnorkusamningsins sem þeir gerðu við heimsveldin árið 2015 í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti dró Bandaríkin út úr samningnum og lagði viðskiptaþvinganir aftur á Íran árið 2018. Samkvæmt nýrri trúnaðarskýrslu IAEA til aðildarríkja sinna búa Íranar nú yfir fimmfalt meira magni auðgaðs úrans en gert er ráð fyrir í kjarnorkusamningnum. Eftirlitsmenn stofnunarinnar lýsa einnig áhyggjum af því að stjórnvöld í Teheran vinni geislavirkt efni á þremur stöðum sem þau gefa ekki upp, að sögn AP-fréttastofunnar. Þannig var eftirlitsmönnunum meinaður aðgangur að tveimur írönskum stöðvum og stjórnvöld neituðu að svara spurningum um staðina þrjá þar sem grunur leikur á að vinnsla á úrani fari fram á laun. Írönsk stjórnvöld eru nú talin nærri því að geta framleitt kjarnavopn. Þau hafa alla tíð haldið fram að þau sækist ekki eftir því heldur aðeins að framleiða rafmagn með kjarnorku. Þegar landið bjó yfir stærri forða auðgaðs úrans fyrir kjarnorkusamninginn árið 2015 reyndi það ekki að smíða kjarnorkusprengju. Kjarnorkusamningurinn fól það í sér að Íranar samþykktu að takmarka kjarnorkuáætlun sína og veita eftirlitsmönnum aðgang að landinu í skiptum fyrir að heimsveldin felldi niður viðskiptaþvinganir sem sliguðu íranskt efnahagslíf. Eftir að Bandaríkin sögðu sig frá samningum og tóku að beita Íran „hámarksþrýstingi“ eins og Trump-stjórnin hefur nefnt það hafa Íranar tekið til við að brjóta gegn skilmálum samningsins til þess að setja þrýsting á hin löndin sem eiga aðild að honum um að koma til móts þá efnahagslega til að vega upp á móti refsiaðgerðum Bandaríkjastjórnar. Sá þrýstingur hefur þó skilað Írönum litlum til þessa. Auk Bandaríkjanna skrifuðu Þýskaland, Frakkland, Bretland, Kína, Rússland og Evrópusambandið undir kjarnorkusamninginn á sínum tíma. Íran Mest lesið Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira
Alþjóðakjarnorkustofnunin (IAEA) telur að írönsk stjórnvöld hafi nærri því þrefaldað birgðir sínar af auðguðu úrani frá því í nóvember og rofið þannig samning sinn við heimsveldin. Landið er nú sagt nálægt því að ráða yfir nægu auðguðu úrani til að framleiða kjarnavopn í fyrsta skipti. Íranar ákváðu að hætta að virða ýmis ákvæði kjarnorkusamningsins sem þeir gerðu við heimsveldin árið 2015 í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti dró Bandaríkin út úr samningnum og lagði viðskiptaþvinganir aftur á Íran árið 2018. Samkvæmt nýrri trúnaðarskýrslu IAEA til aðildarríkja sinna búa Íranar nú yfir fimmfalt meira magni auðgaðs úrans en gert er ráð fyrir í kjarnorkusamningnum. Eftirlitsmenn stofnunarinnar lýsa einnig áhyggjum af því að stjórnvöld í Teheran vinni geislavirkt efni á þremur stöðum sem þau gefa ekki upp, að sögn AP-fréttastofunnar. Þannig var eftirlitsmönnunum meinaður aðgangur að tveimur írönskum stöðvum og stjórnvöld neituðu að svara spurningum um staðina þrjá þar sem grunur leikur á að vinnsla á úrani fari fram á laun. Írönsk stjórnvöld eru nú talin nærri því að geta framleitt kjarnavopn. Þau hafa alla tíð haldið fram að þau sækist ekki eftir því heldur aðeins að framleiða rafmagn með kjarnorku. Þegar landið bjó yfir stærri forða auðgaðs úrans fyrir kjarnorkusamninginn árið 2015 reyndi það ekki að smíða kjarnorkusprengju. Kjarnorkusamningurinn fól það í sér að Íranar samþykktu að takmarka kjarnorkuáætlun sína og veita eftirlitsmönnum aðgang að landinu í skiptum fyrir að heimsveldin felldi niður viðskiptaþvinganir sem sliguðu íranskt efnahagslíf. Eftir að Bandaríkin sögðu sig frá samningum og tóku að beita Íran „hámarksþrýstingi“ eins og Trump-stjórnin hefur nefnt það hafa Íranar tekið til við að brjóta gegn skilmálum samningsins til þess að setja þrýsting á hin löndin sem eiga aðild að honum um að koma til móts þá efnahagslega til að vega upp á móti refsiaðgerðum Bandaríkjastjórnar. Sá þrýstingur hefur þó skilað Írönum litlum til þessa. Auk Bandaríkjanna skrifuðu Þýskaland, Frakkland, Bretland, Kína, Rússland og Evrópusambandið undir kjarnorkusamninginn á sínum tíma.
Íran Mest lesið Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent