Biðla til stjórnvalda að semja um vopnahlé Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 23:31 Átökin í Tigray-héraði hafa leitt hundruð óbreyttra til dauða og þúsundir hafa flúið yfir til Súdan. Getty/Andrea Ronchini Hjálparstofnanir hafa kallað eftir því að vopnahlé taki gildi þegar í stað svo að þær geti fært almennum borgurum í Tigray-héraði í norðurhluta Eþíópíu vistir, þar sem eþíópíski herinn og stjórn Tigray-héraðs hafa tekist á undanfarnar tvær vikur. Sameinuðu þjóðirnar hafa einnig kallað eftir því að hjálparstofnanir fái að setja upp hjálparmiðstöðvar í héraðinu. Fregnir hafa borist af því að hundruð óbreyttra hafi verið drepin í átökunum. Í dag, föstudag, bárust fregnir þess efnis að eþíópíski herinn hafi náð yfirráðum í borginni Aksum og bænum Adwa. Ríkisstjórn landsins hefur haldið því fram að andstæðingar hersins í báðum bæjum hafi lagt niður vopn og gefist upp. Það hefur hins vegar ekki verið staðfest af andstæðingum stjórnarinnar en erfitt er að ná sambandi í héraðinu þar sem síma- og internettenging hefur legið niður í héraðinu frá því að átök hófstu. Aksum er ein stærsta borg Tigray-héraðs og bærinn Adwa er talinn hernaðarlega mikilvægur. Fyrr í þessari viku náðu hersveitir ríkisstjórnarinnar yfirráðum í tveimur öðrum bæjum í Tigray – Shire og Raya – og Abiy Ahmed, forsætisráðherra landsins, hafur sagt að herinn nálgist nú Mekelle, höfuðborg Tigray-héraðs. Eþíópísk stjórnvöld hafa hingað til neitað því að hefja friðarviðræður þar sem þau líti á átökin sem innanríkismál sem leysa eigi með löggæslu. Ýmsar hjálpar- og mannúðarstofnanir hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna ástandsins í héraðinu. Þær hafa ekki fengið að fara inn í héraðið til að veita íbúum aðstoð og hafa margar þeirra lýst yfir áhyggjum um að þúsundir gætu hafa verið drepnir frá því átökin hófust í byrjun nóvembermánaðar. Minnst 33 þúsund flóttamenn úr héraðinu hafa flúið yfir til nágrannalandsins Súdan og flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur hafið undirbúning fyrir því að taka á móti allt að 200 þúsund manns á næstu sex mánuðum linni átökunum ekki. Eþíópía Súdan Hernaður Tengdar fréttir Stjórnarherinn sækir að höfuðborg Tigray héraðs Stjórnvöld í Eþíópíu segja að stjórnarherinn hafi nú hafið sókn sína að höfuðborg Tigray héraðs þar sem átök hafa geisað milli uppreisnarmanna og hersins. Tigray menn segjast ætla að verjast og hafa þeir komið sér fyrir í bænum Alamata í nágrenni höfuðborgarinnar Mekelle. 18. nóvember 2020 08:47 Alvarlegt mannúðarástand í uppsiglingu í Eþíópíu Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna varar við alvarlegu mannúðarástandi í Eþíópíu vegna átaka sem geisa í norðanverðu landinu. Um 27.000 manns hafa flúið til nágrannaríkisins Súdan er þar er fyrir um milljón flóttamanna. 17. nóvember 2020 15:41 Eldflaugum skotið að tveimur flugvöllum í Eþíópíu Stjórnvöld í Eþíópíu segja að ráðandi öfl í Tigray-ríki í norðurhluta landsins hafi skotið eldflaugum yfir í nærliggjandi héruð sem hafi meðal annars valdið skemmdum á mikilvægum innviðum. 14. nóvember 2020 11:45 Þúsundir flýja undan átökum í Eþíópíu Þúsundir íbúa Eþíópíu hafa flúið til Súdan vegna átaka í Tigrayhéraði á milli hersveita ríkisstjórnarinnar og ráðandi fylkinga í héraðinu. Utanaðkomandi aðilum er ekki hleypt í héraðið og búið er að loka á samskipti þaðan. 11. nóvember 2020 11:41 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Hjálparstofnanir hafa kallað eftir því að vopnahlé taki gildi þegar í stað svo að þær geti fært almennum borgurum í Tigray-héraði í norðurhluta Eþíópíu vistir, þar sem eþíópíski herinn og stjórn Tigray-héraðs hafa tekist á undanfarnar tvær vikur. Sameinuðu þjóðirnar hafa einnig kallað eftir því að hjálparstofnanir fái að setja upp hjálparmiðstöðvar í héraðinu. Fregnir hafa borist af því að hundruð óbreyttra hafi verið drepin í átökunum. Í dag, föstudag, bárust fregnir þess efnis að eþíópíski herinn hafi náð yfirráðum í borginni Aksum og bænum Adwa. Ríkisstjórn landsins hefur haldið því fram að andstæðingar hersins í báðum bæjum hafi lagt niður vopn og gefist upp. Það hefur hins vegar ekki verið staðfest af andstæðingum stjórnarinnar en erfitt er að ná sambandi í héraðinu þar sem síma- og internettenging hefur legið niður í héraðinu frá því að átök hófstu. Aksum er ein stærsta borg Tigray-héraðs og bærinn Adwa er talinn hernaðarlega mikilvægur. Fyrr í þessari viku náðu hersveitir ríkisstjórnarinnar yfirráðum í tveimur öðrum bæjum í Tigray – Shire og Raya – og Abiy Ahmed, forsætisráðherra landsins, hafur sagt að herinn nálgist nú Mekelle, höfuðborg Tigray-héraðs. Eþíópísk stjórnvöld hafa hingað til neitað því að hefja friðarviðræður þar sem þau líti á átökin sem innanríkismál sem leysa eigi með löggæslu. Ýmsar hjálpar- og mannúðarstofnanir hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna ástandsins í héraðinu. Þær hafa ekki fengið að fara inn í héraðið til að veita íbúum aðstoð og hafa margar þeirra lýst yfir áhyggjum um að þúsundir gætu hafa verið drepnir frá því átökin hófust í byrjun nóvembermánaðar. Minnst 33 þúsund flóttamenn úr héraðinu hafa flúið yfir til nágrannalandsins Súdan og flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur hafið undirbúning fyrir því að taka á móti allt að 200 þúsund manns á næstu sex mánuðum linni átökunum ekki.
Eþíópía Súdan Hernaður Tengdar fréttir Stjórnarherinn sækir að höfuðborg Tigray héraðs Stjórnvöld í Eþíópíu segja að stjórnarherinn hafi nú hafið sókn sína að höfuðborg Tigray héraðs þar sem átök hafa geisað milli uppreisnarmanna og hersins. Tigray menn segjast ætla að verjast og hafa þeir komið sér fyrir í bænum Alamata í nágrenni höfuðborgarinnar Mekelle. 18. nóvember 2020 08:47 Alvarlegt mannúðarástand í uppsiglingu í Eþíópíu Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna varar við alvarlegu mannúðarástandi í Eþíópíu vegna átaka sem geisa í norðanverðu landinu. Um 27.000 manns hafa flúið til nágrannaríkisins Súdan er þar er fyrir um milljón flóttamanna. 17. nóvember 2020 15:41 Eldflaugum skotið að tveimur flugvöllum í Eþíópíu Stjórnvöld í Eþíópíu segja að ráðandi öfl í Tigray-ríki í norðurhluta landsins hafi skotið eldflaugum yfir í nærliggjandi héruð sem hafi meðal annars valdið skemmdum á mikilvægum innviðum. 14. nóvember 2020 11:45 Þúsundir flýja undan átökum í Eþíópíu Þúsundir íbúa Eþíópíu hafa flúið til Súdan vegna átaka í Tigrayhéraði á milli hersveita ríkisstjórnarinnar og ráðandi fylkinga í héraðinu. Utanaðkomandi aðilum er ekki hleypt í héraðið og búið er að loka á samskipti þaðan. 11. nóvember 2020 11:41 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Stjórnarherinn sækir að höfuðborg Tigray héraðs Stjórnvöld í Eþíópíu segja að stjórnarherinn hafi nú hafið sókn sína að höfuðborg Tigray héraðs þar sem átök hafa geisað milli uppreisnarmanna og hersins. Tigray menn segjast ætla að verjast og hafa þeir komið sér fyrir í bænum Alamata í nágrenni höfuðborgarinnar Mekelle. 18. nóvember 2020 08:47
Alvarlegt mannúðarástand í uppsiglingu í Eþíópíu Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna varar við alvarlegu mannúðarástandi í Eþíópíu vegna átaka sem geisa í norðanverðu landinu. Um 27.000 manns hafa flúið til nágrannaríkisins Súdan er þar er fyrir um milljón flóttamanna. 17. nóvember 2020 15:41
Eldflaugum skotið að tveimur flugvöllum í Eþíópíu Stjórnvöld í Eþíópíu segja að ráðandi öfl í Tigray-ríki í norðurhluta landsins hafi skotið eldflaugum yfir í nærliggjandi héruð sem hafi meðal annars valdið skemmdum á mikilvægum innviðum. 14. nóvember 2020 11:45
Þúsundir flýja undan átökum í Eþíópíu Þúsundir íbúa Eþíópíu hafa flúið til Súdan vegna átaka í Tigrayhéraði á milli hersveita ríkisstjórnarinnar og ráðandi fylkinga í héraðinu. Utanaðkomandi aðilum er ekki hleypt í héraðið og búið er að loka á samskipti þaðan. 11. nóvember 2020 11:41
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“