Alvarlegt mannúðarástand í uppsiglingu í Eþíópíu Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2020 15:41 Eþíópískir flóttamenn í Qadarif-héraði í austanverðu Súdan. Þeir hafa flúið hörð átök í Tigray-héraði í norðanverðri Eþíópíu. AP/Marwan Ali Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna varar við alvarlegu mannúðarástandi í Eþíópíu vegna átaka sem geisa í norðanverðu landinu. Um 27.000 manns hafa flúið til nágrannaríkisins Súdan er þar er fyrir um milljón flóttamanna. Stjórnarher Eþíópíu hefur barist við uppreisnarmenn í Tigray-héraði í norðanverðu landinu. Fregnir hafa borist af því að hundruð manna hafi fallið. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að fjöldamorð hafi verið framin á óbreyttum borgurum þar. Um fjögur þúsund manns streyma nú yfir landamærin til Súdan á hverjum degi. Babar Baloch, talsmaður flóttamannafulltrúa Sameinuðu þjóðanna. „Fólk kemur frá Eþíópíu skelfingu lostið, óttaslegið með sögur um að það flýi hörð átök og það eru engin merki um að átökunum linni,“ sagði Baloch á fréttamannafundi í Genf í dag. Þvert á móti gáfu viðvaranir forsætisráðherra Eþíópíu í dag tilefni til að ætla að átökin eigi aðeins eftir að harðna. Sagði hann að frestur fyrir uppreisnarmenn í Tigray til að leggja niður vopn væri runninn út. „Flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna varar við því að meiriháttar mannúðarástand sé að verða til þar sem þúsundir flóttamanna flýja áframhaldandi átök í Tigray-héraði Eþíópíu á hverjum degi til að leita skjóls í austanverðu Súda,“ sagði Baloch. Sameinuðu þjóðirnar eru tilbúnar til aðstoðar þegar aðgangur og öryggi starfsmanna þeirra verður tryggður, hefur Reuters-fréttastofan eftir talsmanni mannúðarmála hjá stofnuninni. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna segir að hún standi nú fyrir daglegum flugferðum til Kassala í austanverðu Súdan og geti sent af stað þyrlur til að ná til einangraðra hópa Þegar hafi um eitt tonn af matvælum verið send til Súdan sem ætti að duga 60.000 manns í mánuð. Eþíópía Súdan Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna varar við alvarlegu mannúðarástandi í Eþíópíu vegna átaka sem geisa í norðanverðu landinu. Um 27.000 manns hafa flúið til nágrannaríkisins Súdan er þar er fyrir um milljón flóttamanna. Stjórnarher Eþíópíu hefur barist við uppreisnarmenn í Tigray-héraði í norðanverðu landinu. Fregnir hafa borist af því að hundruð manna hafi fallið. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að fjöldamorð hafi verið framin á óbreyttum borgurum þar. Um fjögur þúsund manns streyma nú yfir landamærin til Súdan á hverjum degi. Babar Baloch, talsmaður flóttamannafulltrúa Sameinuðu þjóðanna. „Fólk kemur frá Eþíópíu skelfingu lostið, óttaslegið með sögur um að það flýi hörð átök og það eru engin merki um að átökunum linni,“ sagði Baloch á fréttamannafundi í Genf í dag. Þvert á móti gáfu viðvaranir forsætisráðherra Eþíópíu í dag tilefni til að ætla að átökin eigi aðeins eftir að harðna. Sagði hann að frestur fyrir uppreisnarmenn í Tigray til að leggja niður vopn væri runninn út. „Flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna varar við því að meiriháttar mannúðarástand sé að verða til þar sem þúsundir flóttamanna flýja áframhaldandi átök í Tigray-héraði Eþíópíu á hverjum degi til að leita skjóls í austanverðu Súda,“ sagði Baloch. Sameinuðu þjóðirnar eru tilbúnar til aðstoðar þegar aðgangur og öryggi starfsmanna þeirra verður tryggður, hefur Reuters-fréttastofan eftir talsmanni mannúðarmála hjá stofnuninni. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna segir að hún standi nú fyrir daglegum flugferðum til Kassala í austanverðu Súdan og geti sent af stað þyrlur til að ná til einangraðra hópa Þegar hafi um eitt tonn af matvælum verið send til Súdan sem ætti að duga 60.000 manns í mánuð.
Eþíópía Súdan Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira