Íslenski boltinn

Vonar að reglur um fæðingarorlof íþróttakvenna nái líka til Íslands

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir.
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. Vísir/Skjáskot

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hyggst setja reglur þess efnis að knattspyrnukonur fái fæðingarorlof. 

Markmiðið er að verja réttindi knattspyrnukvenna og er stefnt að því að þær fái fjórtán vikna orlof þar sem félög verði skyldug til að greiða leikmönnum meira en helming launa sinna.

Svava Kristín Grétarsdóttir fjallaði um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræddi við knattspyrnukonuna Ásgerði Stefaníu Baldursdóttir sem gengur nú með sitt annað barn.

„Þetta er mikið og stórt skref. Ég fagna þessari umræðu en svo er spurning hvort þetta nái hingað til lands þar sem við erum í rauninni ekki atvinnumannadeild,“ segir Ásgerður og vonar hún að þessi umræða verði tekin upp fyrir íþróttakonur hér á landi.

„Ég vona að KSÍ taki umræðuna og fái félög með sér í þetta. Þetta er mikilvægt fyrir báða aðila; að félög hafi einhvern rétt og líka fyrir leikmenn sem verða óléttir. Ég vona að KSÍ og jafnvel ÍSÍ taki þessa umræðu til sín,“ segir Ásgerður.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.