Missti föður sinn úr Alzheimer og blæs til stórsóknar gegn sjúkdómnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. nóvember 2020 22:47 Bill segir gagnasöfnun og deilingu gagna geta skipt sköpum í baráttunni gegn sjúkdómum. epa/Gian Ehrenzeller Athafnamaðurinn og mannvinurinn Bill Gates missti föður sinn úr Alzheimer fyrir tveimur mánuðum og segist ekki óska neinum þeirrar lífsreynslu. Í dag greindi hann frá nýjum samstarfsvettvangi fyrir vísindamenn sem starfa að Alzheimer-rannsóknum en hann segir upplýsinga- og gagnamiðlun mögulega eitt mikilvægasta vopnið í baráttunni gegn sjúkdómum. „Fjölskyldan mín elskar að púsla. Það er eitt það skemmtilegasta sem við gerum saman, sérstaklega þegar við erum í fríi. Það er eitthvað svo gefandi við að vinna í teymi og leggja niður bita eftir bita þar til púslið er klárað,“ segir Gates í pistli á GatesNotes.com. Á marga vegu minnir baráttan við Alzheimer á púsl, bætir hann við. „Markmiðið er að sjá heildarmyndina, svo þú öðlist nægan skilning á sjúkdómnum til að greina hann og meðhöndla.“ Tregðan við að deila niðurstöðum hamlar framþróun Gates bendir á að um heim allan séu vísindamenn að keppast við að læra meira um Alzheimer og leita leiða til að hægja eða stöðva framgang sjúkdómsins. Aðrir vinni að rannsóknum á heilanum, hvernig hann virkar og hvað gerist þegar við eldumst. Hingað til hafi hins vegar tregðan við að deila niðurstöðum og upplýsingum hægt á vinnunni. Þess vegna hefur Gates, í samstarfi við aðra, unnið í eitt og hálft ár að Alzheimer's Disease Data Initiative (ADDI). Vettvangurinn verður opinn vísindamönnum út um allan heim og mun sjá þeim fyrir tólum og gögnum til að nota í rannsóknum sínum. Í gagnagrunni ADDI verður m.a. að finna niðurstöður úr lyfjarannsóknum og upplýsingar um sjúklinga sem tekið hafa þátt í Alzheimer-rannsóknum. Að sögn Gates verður tryggt að allar upplýsingar í grunninum uppfylli kröfur um persónuvernd. Hefur þegar verið notaður gegn Covid-19 „Ég er bjarsýnn á að þetta muni skipta sköpum í rannsóknum á Alzheimer, af því að þess eru mörg dæmi að árangur hafi náðst í baráttunni gegn sjúkdómum með söfnun gagna,“ segir Gates. Nefnir hann t.d. rannsóknir á vannæringu barna í Afríku. ADDI fer í loftið seinna í mánuðinum en grunnurinn að samstarfsvettvanginum hefur nú þegar verið notaður í baráttunni gegn öðrum sjúkdóm; Covid-19. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Heilsa Vísindi Bandaríkin Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir því sem koma mundi Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira
Athafnamaðurinn og mannvinurinn Bill Gates missti föður sinn úr Alzheimer fyrir tveimur mánuðum og segist ekki óska neinum þeirrar lífsreynslu. Í dag greindi hann frá nýjum samstarfsvettvangi fyrir vísindamenn sem starfa að Alzheimer-rannsóknum en hann segir upplýsinga- og gagnamiðlun mögulega eitt mikilvægasta vopnið í baráttunni gegn sjúkdómum. „Fjölskyldan mín elskar að púsla. Það er eitt það skemmtilegasta sem við gerum saman, sérstaklega þegar við erum í fríi. Það er eitthvað svo gefandi við að vinna í teymi og leggja niður bita eftir bita þar til púslið er klárað,“ segir Gates í pistli á GatesNotes.com. Á marga vegu minnir baráttan við Alzheimer á púsl, bætir hann við. „Markmiðið er að sjá heildarmyndina, svo þú öðlist nægan skilning á sjúkdómnum til að greina hann og meðhöndla.“ Tregðan við að deila niðurstöðum hamlar framþróun Gates bendir á að um heim allan séu vísindamenn að keppast við að læra meira um Alzheimer og leita leiða til að hægja eða stöðva framgang sjúkdómsins. Aðrir vinni að rannsóknum á heilanum, hvernig hann virkar og hvað gerist þegar við eldumst. Hingað til hafi hins vegar tregðan við að deila niðurstöðum og upplýsingum hægt á vinnunni. Þess vegna hefur Gates, í samstarfi við aðra, unnið í eitt og hálft ár að Alzheimer's Disease Data Initiative (ADDI). Vettvangurinn verður opinn vísindamönnum út um allan heim og mun sjá þeim fyrir tólum og gögnum til að nota í rannsóknum sínum. Í gagnagrunni ADDI verður m.a. að finna niðurstöður úr lyfjarannsóknum og upplýsingar um sjúklinga sem tekið hafa þátt í Alzheimer-rannsóknum. Að sögn Gates verður tryggt að allar upplýsingar í grunninum uppfylli kröfur um persónuvernd. Hefur þegar verið notaður gegn Covid-19 „Ég er bjarsýnn á að þetta muni skipta sköpum í rannsóknum á Alzheimer, af því að þess eru mörg dæmi að árangur hafi náðst í baráttunni gegn sjúkdómum með söfnun gagna,“ segir Gates. Nefnir hann t.d. rannsóknir á vannæringu barna í Afríku. ADDI fer í loftið seinna í mánuðinum en grunnurinn að samstarfsvettvanginum hefur nú þegar verið notaður í baráttunni gegn öðrum sjúkdóm; Covid-19.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Heilsa Vísindi Bandaríkin Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir því sem koma mundi Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira