Enski boltinn

Salah með kórónuveiruna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mohamed Salah skoraði í síðasta leik Liverpool fyrir landsleikjahléið, í 1-1 jafntefli við Manchester City.
Mohamed Salah skoraði í síðasta leik Liverpool fyrir landsleikjahléið, í 1-1 jafntefli við Manchester City. vísir/Clive Brunskill

Mohamed Salah, leikmaður Liverpool og egypska landsliðsins, er með kórónuveiruna. Þetta kom fram í tilkynningu frá egypska knattspyrnusambandinu.

Þar kemur fram að Salah hafi verið eini leikmaðurinn í egypska hópnum sem hafi greinst með veiruna. Jafnframt segir í tilkynningunni að Salah sé einkennalaus.

Enn heldur því áfram að kvarnast úr leikmannahópi Liverpool en mikil meiðsli herja á liðið, sérstaklega varnarmenn þess.

Joe Gomez meiddist á æfingu með enska landsliðinu í vikunni og óttast er að hann verði lengi frá keppni. Virgil van Dijk leikur væntanlega ekki meira með á tímabilinu eftir að hafa meiðst illa gegn Everton og Fabinho er einnig á sjúkralistanum.

Það sem af er tímabili hafa Englandsmeistararnir misst fjórtán leikmenn í meiðsli eða kórónuveikindi.

Þrátt fyrir öll meiðslin og veikindin er Liverpool í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, aðeins einu stigi á eftir toppliði Leicester City og hefur unnið alla þrjá leiki sína í Meistaradeild Evrópu.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.