Herða sóttvarnaaðgerðir í New York til að koma í veg fyrir aðra meiriháttar bylgju Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Telma Tómasson skrifa 12. nóvember 2020 07:54 Myndin er tekin á Times Square í New York fyrir nokkrum dögum en torgið iðar vanalega iðar af lífi en nú er enda einn helsti ferðamannastaður borgarinnar. Getty/Noam Galai Borgarstjórinn í New York, Bill de Blasio, hefur hert sóttvarnaaðgerðir í borginni með það að markmiði að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Blasio segir að aðgerðirnar séu síðasta tækifærið til að koma í veg fyrir aðra meiriháttar bylgju farsóttarinnar. Samkomutakmörkunum hefur verið komið á og mega ekki fleiri en 10 manns koma saman í einu. Þá verður öldurhúsum, veitingastöðum og líkamsræktarstöðvum gert að loka ekki síðar en klukkan tíu á kvöldin. Nýju reglurnar taka gildi næstkomandi föstudag. Andrew Cuomo, ríkisstjóri í New York, segir að meðal annars sé ráðist í þessar aðgerðir vegna þess að smitrakning hafi leitt í ljós að fjöldi hópsýkinga hafi komið upp á djamminu í borginni. Today s indicators: 94 patients admitted to the hospital 817 new cases The infection rate 7-day average is 2.52% This is our LAST chance to stop a second wave.We can do it, but we have to act NOW.— Mayor Bill de Blasio (@NYCMayor) November 11, 2020 Þá sagði Blasio að ef smitum fjölgi áfram með sama hraða og verið hefur undanfarið þyrfti að loka grunnskólum borgarinnar og börn þyrftu þá að sinna náminu heima í gegnum netið. „Þetta er síðasta tækifæri okkar til þess að stöðva næstu bylgju. Við getum gert það en við verðum að grípa til aðgerða núna,“ sagði Blasio. Faraldurinn hefur verið í verulegum vexti í Bandaríkjunum síðustu vikur líkt og víða annars staðar í heiminum. Metfjöldi greindist með veiruna í Bandaríkjunum í gær, eða rúmlega 144 þúsund manns, og þá voru rúmlega 65 þúsund manns inniliggjandi á sjúkrahúsum með Covid-19. Á rúmri viku hafa meira en 100 þúsund manns greinst smitaðir daglega í Bandaríkjunum sem sérfræðingar segja að sé hærra hlutfall en í fyrstu bylgjunni í vor og sumarbyrjun. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Borgarstjórinn í New York, Bill de Blasio, hefur hert sóttvarnaaðgerðir í borginni með það að markmiði að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Blasio segir að aðgerðirnar séu síðasta tækifærið til að koma í veg fyrir aðra meiriháttar bylgju farsóttarinnar. Samkomutakmörkunum hefur verið komið á og mega ekki fleiri en 10 manns koma saman í einu. Þá verður öldurhúsum, veitingastöðum og líkamsræktarstöðvum gert að loka ekki síðar en klukkan tíu á kvöldin. Nýju reglurnar taka gildi næstkomandi föstudag. Andrew Cuomo, ríkisstjóri í New York, segir að meðal annars sé ráðist í þessar aðgerðir vegna þess að smitrakning hafi leitt í ljós að fjöldi hópsýkinga hafi komið upp á djamminu í borginni. Today s indicators: 94 patients admitted to the hospital 817 new cases The infection rate 7-day average is 2.52% This is our LAST chance to stop a second wave.We can do it, but we have to act NOW.— Mayor Bill de Blasio (@NYCMayor) November 11, 2020 Þá sagði Blasio að ef smitum fjölgi áfram með sama hraða og verið hefur undanfarið þyrfti að loka grunnskólum borgarinnar og börn þyrftu þá að sinna náminu heima í gegnum netið. „Þetta er síðasta tækifæri okkar til þess að stöðva næstu bylgju. Við getum gert það en við verðum að grípa til aðgerða núna,“ sagði Blasio. Faraldurinn hefur verið í verulegum vexti í Bandaríkjunum síðustu vikur líkt og víða annars staðar í heiminum. Metfjöldi greindist með veiruna í Bandaríkjunum í gær, eða rúmlega 144 þúsund manns, og þá voru rúmlega 65 þúsund manns inniliggjandi á sjúkrahúsum með Covid-19. Á rúmri viku hafa meira en 100 þúsund manns greinst smitaðir daglega í Bandaríkjunum sem sérfræðingar segja að sé hærra hlutfall en í fyrstu bylgjunni í vor og sumarbyrjun.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira