Yfirvöld í öllum ríkjum segja kosningarnar hafa farið eðlilega fram Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. nóvember 2020 15:01 Fulltrúar demókrata og repúblikana fara yfir atkvæði í Maricopa í Arizona. epa/Rick D'elia New York Times hringdi á mánudag og þriðjudag í kosningayfirvöld í hverju einasta ríki Bandaríkjanna til að grennslast fyrir um möguleg kosningasvik. Svörin voru alls staðar á þá leið að ekkert hefði komið upp á sem hefði áhrif á niðurstöður forsetakosninganna. Eins og frægt er orðið hefur Donald Trump neitað að játa ósigur og hefur virkjað her embættismanna og opinberra starfsmanna til að sýna fram á að kosningunum hafi verið „stolið“ og til að koma í veg fyrir að teymi Joe Biden, tilvonandi forseta, geti hafið undirbúning að valdaskiptunum. „Maðurinn hefur mikla getu til að skálda upp eitthvað um kosningar sem er ekki satt,“ hefur NYTimes eftir Fran LaRose, innanríkisráðherra Ohio. „Samsæriskenningarnar og orðrómarnir og allt þetta er á fleygiferð. Af einhverjum ástæðum ala kosningar á þess konar uppspuna,“ bætti repúblikaninn við. Mótmælt við Hvíta húsið.epa/Michael Reynolds Repúblikanar snúast gegn samflokksmönnum sínum Kosningafirvöld í 45 ríkjum svöruðu miðlinum beint en í fjórum ríkjum var rætt við aðra embættismenn eða fundnar beinar tilvitnanir í viðkomandi innanríkisráðherra. Svör bárust ekki frá Texas en talsmaður kjörstjórnarinnar í stærstu sýslu ríkisins, Harris-sýslu, sagði að mjög fá óeðlileg tilvik hefðu komið upp og að kosningarnar hefðu gengið svotil snurðulaust fyrir sig. Í mörgum tilvikum lýstu yfirvöld undantekningartilvikum sem koma upp í hverjum kosningum; nokkrum dæmum um ólögleg atkvæði eða tvítekningar, tæknilegum vandræðum og minniháttar talningarvillum. Athugun New York Times leiddi hins vegar í ljós mörg dæmi um að repúblikanar í viðkomandi ríkjum hefðu tekið þátt í að vekja efasemdir um trúverðugleika forsetakosninganna. Þá hefðu þeir jafnvel snúist gegn samflokksmönnum sínum. Í Georgíu, þar sem Biden hefur forskot á Trump þegar 99% atkvæða hafa verið talin, kölluðu tveir frambjóðenda Repúblikanaflokksins til öldungadeildar þingsins eftir afsögn innanríkisráðherrans og samflokks manns síns Brad Raffensperger. Sögðu þeir hann hafa brugðist í því að halda heiðarlegar kosningar. Þess má geta að báðir eiga fyrir höndum aðra umferð kosninga í janúar. Í Washington dró Loren Culp, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra, í efa þá staðhæfingu innanríkisráðherrans Kim Wyman um að ekkert kosningasvindl hefði átt sér stað. Stórfelld kosningasvik eru afar fátíð í Bandaríkjunum en með tilliti til atkvæðamunarins á milli Trump og Biden, sem telur í flestum tilvikum tugi þúsunda atkvæða, hefðu meint svik þurft að vera gríðarlega vel skipulög og umfangsmikil. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Trump sópar fólki út úr varnarmálaráðuneytinu Í kjölfar þess að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rak Mark Esper, varnarmálaráðherra, hefur hann komið minnst þremur dyggum stuðningsmönnum sínum fyrir í háttsettum störfum í ráðuneytinu. 11. nóvember 2020 08:50 Konan sem sveiflaði Georgíu til Bidens Eftir að hafa tapað naumlega í ríkisstjórakosningum í Georgíu 2018 lék Stacey Abrams lykilhlutverk í árangri Demókrata í ríkinu í kosningunum í liðinni viku. 11. nóvember 2020 06:31 Trump endurgeldur ekki greiða Obama Fyrir fjórum árum síðan, þann 10. nóvember 2016, bauð þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, Donald Trump til fundar við sig í Hvíta húsinu til að leggja grunninn að friðsamlegum valdaskiptum. Ekki er útlit fyrir að Trump hyggist bjóða Joe Biden, nýkjörnum forseta, á slíkan fund. 10. nóvember 2020 23:20 Biden segir „vandræðalegt“ að Trump hafi ekki viðurkennt ósigur enn Afneitun Donalds Trump Bandaríkjaforseta á úrslitum forsetakosninganna mun ekki hjálpa arfleið hans og er vandræðaleg, að mati Joe Biden, verðandi forseta. 10. nóvember 2020 21:46 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Sjá meira
New York Times hringdi á mánudag og þriðjudag í kosningayfirvöld í hverju einasta ríki Bandaríkjanna til að grennslast fyrir um möguleg kosningasvik. Svörin voru alls staðar á þá leið að ekkert hefði komið upp á sem hefði áhrif á niðurstöður forsetakosninganna. Eins og frægt er orðið hefur Donald Trump neitað að játa ósigur og hefur virkjað her embættismanna og opinberra starfsmanna til að sýna fram á að kosningunum hafi verið „stolið“ og til að koma í veg fyrir að teymi Joe Biden, tilvonandi forseta, geti hafið undirbúning að valdaskiptunum. „Maðurinn hefur mikla getu til að skálda upp eitthvað um kosningar sem er ekki satt,“ hefur NYTimes eftir Fran LaRose, innanríkisráðherra Ohio. „Samsæriskenningarnar og orðrómarnir og allt þetta er á fleygiferð. Af einhverjum ástæðum ala kosningar á þess konar uppspuna,“ bætti repúblikaninn við. Mótmælt við Hvíta húsið.epa/Michael Reynolds Repúblikanar snúast gegn samflokksmönnum sínum Kosningafirvöld í 45 ríkjum svöruðu miðlinum beint en í fjórum ríkjum var rætt við aðra embættismenn eða fundnar beinar tilvitnanir í viðkomandi innanríkisráðherra. Svör bárust ekki frá Texas en talsmaður kjörstjórnarinnar í stærstu sýslu ríkisins, Harris-sýslu, sagði að mjög fá óeðlileg tilvik hefðu komið upp og að kosningarnar hefðu gengið svotil snurðulaust fyrir sig. Í mörgum tilvikum lýstu yfirvöld undantekningartilvikum sem koma upp í hverjum kosningum; nokkrum dæmum um ólögleg atkvæði eða tvítekningar, tæknilegum vandræðum og minniháttar talningarvillum. Athugun New York Times leiddi hins vegar í ljós mörg dæmi um að repúblikanar í viðkomandi ríkjum hefðu tekið þátt í að vekja efasemdir um trúverðugleika forsetakosninganna. Þá hefðu þeir jafnvel snúist gegn samflokksmönnum sínum. Í Georgíu, þar sem Biden hefur forskot á Trump þegar 99% atkvæða hafa verið talin, kölluðu tveir frambjóðenda Repúblikanaflokksins til öldungadeildar þingsins eftir afsögn innanríkisráðherrans og samflokks manns síns Brad Raffensperger. Sögðu þeir hann hafa brugðist í því að halda heiðarlegar kosningar. Þess má geta að báðir eiga fyrir höndum aðra umferð kosninga í janúar. Í Washington dró Loren Culp, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra, í efa þá staðhæfingu innanríkisráðherrans Kim Wyman um að ekkert kosningasvindl hefði átt sér stað. Stórfelld kosningasvik eru afar fátíð í Bandaríkjunum en með tilliti til atkvæðamunarins á milli Trump og Biden, sem telur í flestum tilvikum tugi þúsunda atkvæða, hefðu meint svik þurft að vera gríðarlega vel skipulög og umfangsmikil.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Trump sópar fólki út úr varnarmálaráðuneytinu Í kjölfar þess að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rak Mark Esper, varnarmálaráðherra, hefur hann komið minnst þremur dyggum stuðningsmönnum sínum fyrir í háttsettum störfum í ráðuneytinu. 11. nóvember 2020 08:50 Konan sem sveiflaði Georgíu til Bidens Eftir að hafa tapað naumlega í ríkisstjórakosningum í Georgíu 2018 lék Stacey Abrams lykilhlutverk í árangri Demókrata í ríkinu í kosningunum í liðinni viku. 11. nóvember 2020 06:31 Trump endurgeldur ekki greiða Obama Fyrir fjórum árum síðan, þann 10. nóvember 2016, bauð þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, Donald Trump til fundar við sig í Hvíta húsinu til að leggja grunninn að friðsamlegum valdaskiptum. Ekki er útlit fyrir að Trump hyggist bjóða Joe Biden, nýkjörnum forseta, á slíkan fund. 10. nóvember 2020 23:20 Biden segir „vandræðalegt“ að Trump hafi ekki viðurkennt ósigur enn Afneitun Donalds Trump Bandaríkjaforseta á úrslitum forsetakosninganna mun ekki hjálpa arfleið hans og er vandræðaleg, að mati Joe Biden, verðandi forseta. 10. nóvember 2020 21:46 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Sjá meira
Trump sópar fólki út úr varnarmálaráðuneytinu Í kjölfar þess að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rak Mark Esper, varnarmálaráðherra, hefur hann komið minnst þremur dyggum stuðningsmönnum sínum fyrir í háttsettum störfum í ráðuneytinu. 11. nóvember 2020 08:50
Konan sem sveiflaði Georgíu til Bidens Eftir að hafa tapað naumlega í ríkisstjórakosningum í Georgíu 2018 lék Stacey Abrams lykilhlutverk í árangri Demókrata í ríkinu í kosningunum í liðinni viku. 11. nóvember 2020 06:31
Trump endurgeldur ekki greiða Obama Fyrir fjórum árum síðan, þann 10. nóvember 2016, bauð þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, Donald Trump til fundar við sig í Hvíta húsinu til að leggja grunninn að friðsamlegum valdaskiptum. Ekki er útlit fyrir að Trump hyggist bjóða Joe Biden, nýkjörnum forseta, á slíkan fund. 10. nóvember 2020 23:20
Biden segir „vandræðalegt“ að Trump hafi ekki viðurkennt ósigur enn Afneitun Donalds Trump Bandaríkjaforseta á úrslitum forsetakosninganna mun ekki hjálpa arfleið hans og er vandræðaleg, að mati Joe Biden, verðandi forseta. 10. nóvember 2020 21:46