Yfirvöld í öllum ríkjum segja kosningarnar hafa farið eðlilega fram Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. nóvember 2020 15:01 Fulltrúar demókrata og repúblikana fara yfir atkvæði í Maricopa í Arizona. epa/Rick D'elia New York Times hringdi á mánudag og þriðjudag í kosningayfirvöld í hverju einasta ríki Bandaríkjanna til að grennslast fyrir um möguleg kosningasvik. Svörin voru alls staðar á þá leið að ekkert hefði komið upp á sem hefði áhrif á niðurstöður forsetakosninganna. Eins og frægt er orðið hefur Donald Trump neitað að játa ósigur og hefur virkjað her embættismanna og opinberra starfsmanna til að sýna fram á að kosningunum hafi verið „stolið“ og til að koma í veg fyrir að teymi Joe Biden, tilvonandi forseta, geti hafið undirbúning að valdaskiptunum. „Maðurinn hefur mikla getu til að skálda upp eitthvað um kosningar sem er ekki satt,“ hefur NYTimes eftir Fran LaRose, innanríkisráðherra Ohio. „Samsæriskenningarnar og orðrómarnir og allt þetta er á fleygiferð. Af einhverjum ástæðum ala kosningar á þess konar uppspuna,“ bætti repúblikaninn við. Mótmælt við Hvíta húsið.epa/Michael Reynolds Repúblikanar snúast gegn samflokksmönnum sínum Kosningafirvöld í 45 ríkjum svöruðu miðlinum beint en í fjórum ríkjum var rætt við aðra embættismenn eða fundnar beinar tilvitnanir í viðkomandi innanríkisráðherra. Svör bárust ekki frá Texas en talsmaður kjörstjórnarinnar í stærstu sýslu ríkisins, Harris-sýslu, sagði að mjög fá óeðlileg tilvik hefðu komið upp og að kosningarnar hefðu gengið svotil snurðulaust fyrir sig. Í mörgum tilvikum lýstu yfirvöld undantekningartilvikum sem koma upp í hverjum kosningum; nokkrum dæmum um ólögleg atkvæði eða tvítekningar, tæknilegum vandræðum og minniháttar talningarvillum. Athugun New York Times leiddi hins vegar í ljós mörg dæmi um að repúblikanar í viðkomandi ríkjum hefðu tekið þátt í að vekja efasemdir um trúverðugleika forsetakosninganna. Þá hefðu þeir jafnvel snúist gegn samflokksmönnum sínum. Í Georgíu, þar sem Biden hefur forskot á Trump þegar 99% atkvæða hafa verið talin, kölluðu tveir frambjóðenda Repúblikanaflokksins til öldungadeildar þingsins eftir afsögn innanríkisráðherrans og samflokks manns síns Brad Raffensperger. Sögðu þeir hann hafa brugðist í því að halda heiðarlegar kosningar. Þess má geta að báðir eiga fyrir höndum aðra umferð kosninga í janúar. Í Washington dró Loren Culp, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra, í efa þá staðhæfingu innanríkisráðherrans Kim Wyman um að ekkert kosningasvindl hefði átt sér stað. Stórfelld kosningasvik eru afar fátíð í Bandaríkjunum en með tilliti til atkvæðamunarins á milli Trump og Biden, sem telur í flestum tilvikum tugi þúsunda atkvæða, hefðu meint svik þurft að vera gríðarlega vel skipulög og umfangsmikil. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Trump sópar fólki út úr varnarmálaráðuneytinu Í kjölfar þess að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rak Mark Esper, varnarmálaráðherra, hefur hann komið minnst þremur dyggum stuðningsmönnum sínum fyrir í háttsettum störfum í ráðuneytinu. 11. nóvember 2020 08:50 Konan sem sveiflaði Georgíu til Bidens Eftir að hafa tapað naumlega í ríkisstjórakosningum í Georgíu 2018 lék Stacey Abrams lykilhlutverk í árangri Demókrata í ríkinu í kosningunum í liðinni viku. 11. nóvember 2020 06:31 Trump endurgeldur ekki greiða Obama Fyrir fjórum árum síðan, þann 10. nóvember 2016, bauð þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, Donald Trump til fundar við sig í Hvíta húsinu til að leggja grunninn að friðsamlegum valdaskiptum. Ekki er útlit fyrir að Trump hyggist bjóða Joe Biden, nýkjörnum forseta, á slíkan fund. 10. nóvember 2020 23:20 Biden segir „vandræðalegt“ að Trump hafi ekki viðurkennt ósigur enn Afneitun Donalds Trump Bandaríkjaforseta á úrslitum forsetakosninganna mun ekki hjálpa arfleið hans og er vandræðaleg, að mati Joe Biden, verðandi forseta. 10. nóvember 2020 21:46 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
New York Times hringdi á mánudag og þriðjudag í kosningayfirvöld í hverju einasta ríki Bandaríkjanna til að grennslast fyrir um möguleg kosningasvik. Svörin voru alls staðar á þá leið að ekkert hefði komið upp á sem hefði áhrif á niðurstöður forsetakosninganna. Eins og frægt er orðið hefur Donald Trump neitað að játa ósigur og hefur virkjað her embættismanna og opinberra starfsmanna til að sýna fram á að kosningunum hafi verið „stolið“ og til að koma í veg fyrir að teymi Joe Biden, tilvonandi forseta, geti hafið undirbúning að valdaskiptunum. „Maðurinn hefur mikla getu til að skálda upp eitthvað um kosningar sem er ekki satt,“ hefur NYTimes eftir Fran LaRose, innanríkisráðherra Ohio. „Samsæriskenningarnar og orðrómarnir og allt þetta er á fleygiferð. Af einhverjum ástæðum ala kosningar á þess konar uppspuna,“ bætti repúblikaninn við. Mótmælt við Hvíta húsið.epa/Michael Reynolds Repúblikanar snúast gegn samflokksmönnum sínum Kosningafirvöld í 45 ríkjum svöruðu miðlinum beint en í fjórum ríkjum var rætt við aðra embættismenn eða fundnar beinar tilvitnanir í viðkomandi innanríkisráðherra. Svör bárust ekki frá Texas en talsmaður kjörstjórnarinnar í stærstu sýslu ríkisins, Harris-sýslu, sagði að mjög fá óeðlileg tilvik hefðu komið upp og að kosningarnar hefðu gengið svotil snurðulaust fyrir sig. Í mörgum tilvikum lýstu yfirvöld undantekningartilvikum sem koma upp í hverjum kosningum; nokkrum dæmum um ólögleg atkvæði eða tvítekningar, tæknilegum vandræðum og minniháttar talningarvillum. Athugun New York Times leiddi hins vegar í ljós mörg dæmi um að repúblikanar í viðkomandi ríkjum hefðu tekið þátt í að vekja efasemdir um trúverðugleika forsetakosninganna. Þá hefðu þeir jafnvel snúist gegn samflokksmönnum sínum. Í Georgíu, þar sem Biden hefur forskot á Trump þegar 99% atkvæða hafa verið talin, kölluðu tveir frambjóðenda Repúblikanaflokksins til öldungadeildar þingsins eftir afsögn innanríkisráðherrans og samflokks manns síns Brad Raffensperger. Sögðu þeir hann hafa brugðist í því að halda heiðarlegar kosningar. Þess má geta að báðir eiga fyrir höndum aðra umferð kosninga í janúar. Í Washington dró Loren Culp, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra, í efa þá staðhæfingu innanríkisráðherrans Kim Wyman um að ekkert kosningasvindl hefði átt sér stað. Stórfelld kosningasvik eru afar fátíð í Bandaríkjunum en með tilliti til atkvæðamunarins á milli Trump og Biden, sem telur í flestum tilvikum tugi þúsunda atkvæða, hefðu meint svik þurft að vera gríðarlega vel skipulög og umfangsmikil.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Trump sópar fólki út úr varnarmálaráðuneytinu Í kjölfar þess að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rak Mark Esper, varnarmálaráðherra, hefur hann komið minnst þremur dyggum stuðningsmönnum sínum fyrir í háttsettum störfum í ráðuneytinu. 11. nóvember 2020 08:50 Konan sem sveiflaði Georgíu til Bidens Eftir að hafa tapað naumlega í ríkisstjórakosningum í Georgíu 2018 lék Stacey Abrams lykilhlutverk í árangri Demókrata í ríkinu í kosningunum í liðinni viku. 11. nóvember 2020 06:31 Trump endurgeldur ekki greiða Obama Fyrir fjórum árum síðan, þann 10. nóvember 2016, bauð þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, Donald Trump til fundar við sig í Hvíta húsinu til að leggja grunninn að friðsamlegum valdaskiptum. Ekki er útlit fyrir að Trump hyggist bjóða Joe Biden, nýkjörnum forseta, á slíkan fund. 10. nóvember 2020 23:20 Biden segir „vandræðalegt“ að Trump hafi ekki viðurkennt ósigur enn Afneitun Donalds Trump Bandaríkjaforseta á úrslitum forsetakosninganna mun ekki hjálpa arfleið hans og er vandræðaleg, að mati Joe Biden, verðandi forseta. 10. nóvember 2020 21:46 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Trump sópar fólki út úr varnarmálaráðuneytinu Í kjölfar þess að Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, rak Mark Esper, varnarmálaráðherra, hefur hann komið minnst þremur dyggum stuðningsmönnum sínum fyrir í háttsettum störfum í ráðuneytinu. 11. nóvember 2020 08:50
Konan sem sveiflaði Georgíu til Bidens Eftir að hafa tapað naumlega í ríkisstjórakosningum í Georgíu 2018 lék Stacey Abrams lykilhlutverk í árangri Demókrata í ríkinu í kosningunum í liðinni viku. 11. nóvember 2020 06:31
Trump endurgeldur ekki greiða Obama Fyrir fjórum árum síðan, þann 10. nóvember 2016, bauð þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, Donald Trump til fundar við sig í Hvíta húsinu til að leggja grunninn að friðsamlegum valdaskiptum. Ekki er útlit fyrir að Trump hyggist bjóða Joe Biden, nýkjörnum forseta, á slíkan fund. 10. nóvember 2020 23:20
Biden segir „vandræðalegt“ að Trump hafi ekki viðurkennt ósigur enn Afneitun Donalds Trump Bandaríkjaforseta á úrslitum forsetakosninganna mun ekki hjálpa arfleið hans og er vandræðaleg, að mati Joe Biden, verðandi forseta. 10. nóvember 2020 21:46