Erlent

Rúm­lega 270 létust í gær í Frakk­landi vegna Co­vid

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Jean Castex forsætisráðherra Frakklands heimsækir sjúkrahús í Saint-Etienne en önnur bylgja faraldursins ríður nú yfir landið.
Jean Castex forsætisráðherra Frakklands heimsækir sjúkrahús í Saint-Etienne en önnur bylgja faraldursins ríður nú yfir landið. Vísir/EPA

271 létust síðasta sólarhringinn vegna Covid-19 í Frakklandi. Nú hafa alls 40.439 látist af völdum veirunnar þar í landi og hafa tæplega 1,8 milljónir manna greinst smitaðir af veirunni en rúmlega 38 þúsund manns greindust síðasta sólarhringinn.

Í gær greindist metfjöldi með veiruna í Frakklandi, alls 60.486 en aldrei hafa áður greinst jafn margir með veiruna á einum sólarhring.

Fyrir rétt rúmri viku síðan var gripið til hertra aðgerða í Frakklandi til þess að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Stefnt er að því að aðgerðirnar gildi út nóvembermánuð en í þeim felst útgöngubann með nokkrum undantekningum.

Útgöngubann er frá klukkan tíu að kvöldi til sex að morgun og gildir það fyrir allt landið. Þá hefur öllum verslunum og þjónustustöðvum sem ekki veita nauðsynlega þjónustu verið gert að loka. Skólar, leikskólar og dagheimili barna eru þó áfram opin.


Tengdar fréttir

Metdagur í Frakklandi

Alls greindust 60.486 manns með kórónuveiruna í Frakklandi í gær. Aldrei hafa jafn margir greinst með veiruna á einum sólarhring.

Frakkar skella í lás í annað sinn

Hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í Frakklandi munu gilda út nóvember. Þá hafa þýsk stjórnvöld jafnframt ákveðið að grípa til frekari aðgerða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×