Harka færist í leikinn - Trump krefst endurtalningar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. nóvember 2020 18:28 Meirihluti póstatkvæðanna hefur fallið Biden í skaut, sem var fyrirsjáanlegt og ástæða þess að Trump hefur löngum kallað umrædd atkvæði svindl. epa/CJ Gunther Donald Trump hefur farið mikinn á Twitter í dag og heldur því nú bæði fram að unnið sé að því að láta atkvæði hverfa og að á sama tíma séu að „finnast“ atkvæði til handa andstæðingi hans í forsetakosningunum, Joe Biden. Mörg tístanna hafa verið flögguð sem umdeild og/eða villandi. They are working hard to make up 500,000 vote advantage in Pennsylvania disappear — ASAP. Likewise, Michigan and others!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 4, 2020 Úrslit eru enn óljós í sex ríkjum; Wisconsin, Norður Karólínu, Michigan, Georgíu, Nevada og Pennsylvaníu en Associated Press hefur lýst Biden sigurvegara í Arizona, þrátt fyrir að talningu þar sé ekki lokið. Kosningateymi Trump hefur lýst því yfir að endurtalningar verði krafist í Wisconsin en þar á aðeins eftir að telja 300 atkvæði. Biden hefur um 20 þúsund atkvæða forskot á Trump og segir New York Times ólíklegt að endurtalning muni breyta úrslitum. Atkvæðamunurinn þarf að vera 1% til að hægt sé að krefjast endurtalningar en forskot Biden stendur í 0,6 stigum. Atkvæði sannarlega að hverfa? Það vekur athygli að Trump kann að hafa rétt fyrir sér þegar hann gefur í skyn að athvæði hafi horfið. Bandaríska póstþjónustan hefur greint frá því að um 300 þúsund atkvæði hafi verið skönnuð inn í póstkerfið en ekki skönnuð út, þ.e. mögulega ekki skilað sér til kosningayfirvalda. Póstþjónustan segir líkur á að hluti atkvæðanna hafi engu að síður ratað á réttan stað og þrátt fyrir fjöldann er óljóst hvaða áhrif „hvarfið“ hefur á niðurstöður kosninganna. Það gæti þó mögulega skipt sköpum, ekki síst þegar horft er til þess að í sumum ríkjum er það sendingardagurinn en ekki móttökudagurinn sem ræður því hvort atkvæðið er gilt. Mikill meirihluti póstatkvæða hefur fallið Biden í skaut. Á síðasta klukkutímanum hefur forsetaefni Demókrataflokksins bætt aðeins við sig í Michigan, þar sem hann hefur nú 0,8 stiga forskot á Trump. Þá stendur hann framar í Wisconsin og Nevada en Trump hefur enn sem komið er hlotið fleiri atkvæði í Norður Karólínu, Georgíu og Pennsylvaníu. Enn er afar mjótt á munum milli frambjóðendanna en samkvæmt kosningaspálíkanni New York Times eru 93 leiðir að sigri opnar Biden og 31 ein leið opin Trump. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira
Donald Trump hefur farið mikinn á Twitter í dag og heldur því nú bæði fram að unnið sé að því að láta atkvæði hverfa og að á sama tíma séu að „finnast“ atkvæði til handa andstæðingi hans í forsetakosningunum, Joe Biden. Mörg tístanna hafa verið flögguð sem umdeild og/eða villandi. They are working hard to make up 500,000 vote advantage in Pennsylvania disappear — ASAP. Likewise, Michigan and others!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 4, 2020 Úrslit eru enn óljós í sex ríkjum; Wisconsin, Norður Karólínu, Michigan, Georgíu, Nevada og Pennsylvaníu en Associated Press hefur lýst Biden sigurvegara í Arizona, þrátt fyrir að talningu þar sé ekki lokið. Kosningateymi Trump hefur lýst því yfir að endurtalningar verði krafist í Wisconsin en þar á aðeins eftir að telja 300 atkvæði. Biden hefur um 20 þúsund atkvæða forskot á Trump og segir New York Times ólíklegt að endurtalning muni breyta úrslitum. Atkvæðamunurinn þarf að vera 1% til að hægt sé að krefjast endurtalningar en forskot Biden stendur í 0,6 stigum. Atkvæði sannarlega að hverfa? Það vekur athygli að Trump kann að hafa rétt fyrir sér þegar hann gefur í skyn að athvæði hafi horfið. Bandaríska póstþjónustan hefur greint frá því að um 300 þúsund atkvæði hafi verið skönnuð inn í póstkerfið en ekki skönnuð út, þ.e. mögulega ekki skilað sér til kosningayfirvalda. Póstþjónustan segir líkur á að hluti atkvæðanna hafi engu að síður ratað á réttan stað og þrátt fyrir fjöldann er óljóst hvaða áhrif „hvarfið“ hefur á niðurstöður kosninganna. Það gæti þó mögulega skipt sköpum, ekki síst þegar horft er til þess að í sumum ríkjum er það sendingardagurinn en ekki móttökudagurinn sem ræður því hvort atkvæðið er gilt. Mikill meirihluti póstatkvæða hefur fallið Biden í skaut. Á síðasta klukkutímanum hefur forsetaefni Demókrataflokksins bætt aðeins við sig í Michigan, þar sem hann hefur nú 0,8 stiga forskot á Trump. Þá stendur hann framar í Wisconsin og Nevada en Trump hefur enn sem komið er hlotið fleiri atkvæði í Norður Karólínu, Georgíu og Pennsylvaníu. Enn er afar mjótt á munum milli frambjóðendanna en samkvæmt kosningaspálíkanni New York Times eru 93 leiðir að sigri opnar Biden og 31 ein leið opin Trump.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira