Harka færist í leikinn - Trump krefst endurtalningar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. nóvember 2020 18:28 Meirihluti póstatkvæðanna hefur fallið Biden í skaut, sem var fyrirsjáanlegt og ástæða þess að Trump hefur löngum kallað umrædd atkvæði svindl. epa/CJ Gunther Donald Trump hefur farið mikinn á Twitter í dag og heldur því nú bæði fram að unnið sé að því að láta atkvæði hverfa og að á sama tíma séu að „finnast“ atkvæði til handa andstæðingi hans í forsetakosningunum, Joe Biden. Mörg tístanna hafa verið flögguð sem umdeild og/eða villandi. They are working hard to make up 500,000 vote advantage in Pennsylvania disappear — ASAP. Likewise, Michigan and others!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 4, 2020 Úrslit eru enn óljós í sex ríkjum; Wisconsin, Norður Karólínu, Michigan, Georgíu, Nevada og Pennsylvaníu en Associated Press hefur lýst Biden sigurvegara í Arizona, þrátt fyrir að talningu þar sé ekki lokið. Kosningateymi Trump hefur lýst því yfir að endurtalningar verði krafist í Wisconsin en þar á aðeins eftir að telja 300 atkvæði. Biden hefur um 20 þúsund atkvæða forskot á Trump og segir New York Times ólíklegt að endurtalning muni breyta úrslitum. Atkvæðamunurinn þarf að vera 1% til að hægt sé að krefjast endurtalningar en forskot Biden stendur í 0,6 stigum. Atkvæði sannarlega að hverfa? Það vekur athygli að Trump kann að hafa rétt fyrir sér þegar hann gefur í skyn að athvæði hafi horfið. Bandaríska póstþjónustan hefur greint frá því að um 300 þúsund atkvæði hafi verið skönnuð inn í póstkerfið en ekki skönnuð út, þ.e. mögulega ekki skilað sér til kosningayfirvalda. Póstþjónustan segir líkur á að hluti atkvæðanna hafi engu að síður ratað á réttan stað og þrátt fyrir fjöldann er óljóst hvaða áhrif „hvarfið“ hefur á niðurstöður kosninganna. Það gæti þó mögulega skipt sköpum, ekki síst þegar horft er til þess að í sumum ríkjum er það sendingardagurinn en ekki móttökudagurinn sem ræður því hvort atkvæðið er gilt. Mikill meirihluti póstatkvæða hefur fallið Biden í skaut. Á síðasta klukkutímanum hefur forsetaefni Demókrataflokksins bætt aðeins við sig í Michigan, þar sem hann hefur nú 0,8 stiga forskot á Trump. Þá stendur hann framar í Wisconsin og Nevada en Trump hefur enn sem komið er hlotið fleiri atkvæði í Norður Karólínu, Georgíu og Pennsylvaníu. Enn er afar mjótt á munum milli frambjóðendanna en samkvæmt kosningaspálíkanni New York Times eru 93 leiðir að sigri opnar Biden og 31 ein leið opin Trump. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Donald Trump hefur farið mikinn á Twitter í dag og heldur því nú bæði fram að unnið sé að því að láta atkvæði hverfa og að á sama tíma séu að „finnast“ atkvæði til handa andstæðingi hans í forsetakosningunum, Joe Biden. Mörg tístanna hafa verið flögguð sem umdeild og/eða villandi. They are working hard to make up 500,000 vote advantage in Pennsylvania disappear — ASAP. Likewise, Michigan and others!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 4, 2020 Úrslit eru enn óljós í sex ríkjum; Wisconsin, Norður Karólínu, Michigan, Georgíu, Nevada og Pennsylvaníu en Associated Press hefur lýst Biden sigurvegara í Arizona, þrátt fyrir að talningu þar sé ekki lokið. Kosningateymi Trump hefur lýst því yfir að endurtalningar verði krafist í Wisconsin en þar á aðeins eftir að telja 300 atkvæði. Biden hefur um 20 þúsund atkvæða forskot á Trump og segir New York Times ólíklegt að endurtalning muni breyta úrslitum. Atkvæðamunurinn þarf að vera 1% til að hægt sé að krefjast endurtalningar en forskot Biden stendur í 0,6 stigum. Atkvæði sannarlega að hverfa? Það vekur athygli að Trump kann að hafa rétt fyrir sér þegar hann gefur í skyn að athvæði hafi horfið. Bandaríska póstþjónustan hefur greint frá því að um 300 þúsund atkvæði hafi verið skönnuð inn í póstkerfið en ekki skönnuð út, þ.e. mögulega ekki skilað sér til kosningayfirvalda. Póstþjónustan segir líkur á að hluti atkvæðanna hafi engu að síður ratað á réttan stað og þrátt fyrir fjöldann er óljóst hvaða áhrif „hvarfið“ hefur á niðurstöður kosninganna. Það gæti þó mögulega skipt sköpum, ekki síst þegar horft er til þess að í sumum ríkjum er það sendingardagurinn en ekki móttökudagurinn sem ræður því hvort atkvæðið er gilt. Mikill meirihluti póstatkvæða hefur fallið Biden í skaut. Á síðasta klukkutímanum hefur forsetaefni Demókrataflokksins bætt aðeins við sig í Michigan, þar sem hann hefur nú 0,8 stiga forskot á Trump. Þá stendur hann framar í Wisconsin og Nevada en Trump hefur enn sem komið er hlotið fleiri atkvæði í Norður Karólínu, Georgíu og Pennsylvaníu. Enn er afar mjótt á munum milli frambjóðendanna en samkvæmt kosningaspálíkanni New York Times eru 93 leiðir að sigri opnar Biden og 31 ein leið opin Trump.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent