Biden leiðir í ríkjum sem samtals myndu tryggja 270 kjörmenn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. nóvember 2020 14:49 Joe Biden var sigurviss í morgun þegar þessi mynd var tekin. AP/Paul Sancya Joe Biden, frambjóðandi Demókrata í forsetakosningnum í Bandaríkjunum er nú með forystu í ríkjum sem samtals myndu tryggja honum 270 kjörmenn verði þetta endanleg niðurstaða kosninganna. Enn er þó langt í að hægt sé að skera úr um hvort hann eða Trump hafi borið sigur úr býtum. Talan 270 kjörmenn er mikilvæg því það er lágmarksfjöldi kjörmanna sem þarf til þess að sigra í forsetakosningunum. Biden leiðir nú í ríkjum sem duga til að ná í þessa töfratölu samkvæmt talningu Decision Desk HQ, sérhæfðs fjölmiðils sem er einn af sjö sem treyst er til þess að geta sagt til um niðurstöður kosninganna. Biden has taken the lead in Michigan, according to the APAlong with AZ, NV and WI, he now leads in states worth 270 electoral votes--the number needed to winhttps://t.co/8bdQchP5zB— Nate Cohn (@Nate_Cohn) November 4, 2020 Taka skal þó þessu með þeim fyrirvara að talningu er ekki lokið í þessum fjórum ríkjum auk þess sem að talningu er ekki lokið í Georgíu, Pennsylvaníu og Norður-Karólínu þar sem Trump leiðir eins og er. Staðan gæti því vel breyst í báðar áttir eftir því sem líður á daginn og fleiri atkvæði verða talin. Biden er talin vera öruggur með alls 227 kjörmenn og Trump með 213. Decision Desk metur það sem svo að Biden hafi náð forskoti á Trump í Arizona, Nevada, Michigan og Wisconsin og nái þar með 270 kjörmönnum verði þetta endanleg niðurstaða. For the first time, AP's running vote tally now shows Biden ahead in Michigan pic.twitter.com/K1Fr9RR7Nr— Jonathan Oosting (@jonathanoosting) November 4, 2020 Biden has taken the lead in Michigan, according to the APAlong with AZ, NV and WI, he now leads in states worth 270 electoral votes--the number needed to winhttps://t.co/8bdQchP5zB— Nate Cohn (@Nate_Cohn) November 4, 2020 Fylgið hefur breyst töluvert eftir því sem liður hefur á daginn. Hefur Biden náð að salla niður forskot Trumps í Wisconsin og Michigan eftir því sem fleiri utankjörfundaratkvæði hafa verið talin, en demókratar voru líklegri til þess að nýta sér póstatkvæði svo dæmi séu tekin. Það sama má segja um Pennsylvaníu en þar hefur Trump ágætt forskot, sem þó eru uppi efasemdir um að muni duga honum. Nate Cohn, sem hefur verið að skoða mögulegar sviðsmyndir í kosningunum fyrir New York Times, segir fólk ekki átta sig á því hversu „blá“ utankjörfundar- og póstatkvæðin verða í Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin. Síðasta klukkutímann hefur Biden unnið á í Michigan og er nú með fleiri atkvæði en Trump, en litlu munar. Staðan sem stendur: Wisconsin - Biden +0,6 Norður Karólína - Trump +1,4 Georgía - Trump +2 Michigan - Biden +0,2 Nevada - Biden +0,6 Arizona - Biden +5 Pennsylvanía - Trump +11 Greinendur telja líklegt að Arizona og Wisconin muni enda í dálki Bidens en afar mjótt er á munum í Nevada þar sem aðeins átta þúsund atkvæði skilja að Biden og Trump, Biden í vil. Kjörstjórnin þar hefur sagt að frekari niðurstöður þar verði ekki gefnar út fyrr en á fimmtudaginn. Búist er við niðurstöðum í Wisconsin, Michigan, Arizona og Georgíu í dag, Pennsylvaníu á föstudaginn og Nevada mögulega á fimmtudaginn.
Joe Biden, frambjóðandi Demókrata í forsetakosningnum í Bandaríkjunum er nú með forystu í ríkjum sem samtals myndu tryggja honum 270 kjörmenn verði þetta endanleg niðurstaða kosninganna. Enn er þó langt í að hægt sé að skera úr um hvort hann eða Trump hafi borið sigur úr býtum. Talan 270 kjörmenn er mikilvæg því það er lágmarksfjöldi kjörmanna sem þarf til þess að sigra í forsetakosningunum. Biden leiðir nú í ríkjum sem duga til að ná í þessa töfratölu samkvæmt talningu Decision Desk HQ, sérhæfðs fjölmiðils sem er einn af sjö sem treyst er til þess að geta sagt til um niðurstöður kosninganna. Biden has taken the lead in Michigan, according to the APAlong with AZ, NV and WI, he now leads in states worth 270 electoral votes--the number needed to winhttps://t.co/8bdQchP5zB— Nate Cohn (@Nate_Cohn) November 4, 2020 Taka skal þó þessu með þeim fyrirvara að talningu er ekki lokið í þessum fjórum ríkjum auk þess sem að talningu er ekki lokið í Georgíu, Pennsylvaníu og Norður-Karólínu þar sem Trump leiðir eins og er. Staðan gæti því vel breyst í báðar áttir eftir því sem líður á daginn og fleiri atkvæði verða talin. Biden er talin vera öruggur með alls 227 kjörmenn og Trump með 213. Decision Desk metur það sem svo að Biden hafi náð forskoti á Trump í Arizona, Nevada, Michigan og Wisconsin og nái þar með 270 kjörmönnum verði þetta endanleg niðurstaða. For the first time, AP's running vote tally now shows Biden ahead in Michigan pic.twitter.com/K1Fr9RR7Nr— Jonathan Oosting (@jonathanoosting) November 4, 2020 Biden has taken the lead in Michigan, according to the APAlong with AZ, NV and WI, he now leads in states worth 270 electoral votes--the number needed to winhttps://t.co/8bdQchP5zB— Nate Cohn (@Nate_Cohn) November 4, 2020 Fylgið hefur breyst töluvert eftir því sem liður hefur á daginn. Hefur Biden náð að salla niður forskot Trumps í Wisconsin og Michigan eftir því sem fleiri utankjörfundaratkvæði hafa verið talin, en demókratar voru líklegri til þess að nýta sér póstatkvæði svo dæmi séu tekin. Það sama má segja um Pennsylvaníu en þar hefur Trump ágætt forskot, sem þó eru uppi efasemdir um að muni duga honum. Nate Cohn, sem hefur verið að skoða mögulegar sviðsmyndir í kosningunum fyrir New York Times, segir fólk ekki átta sig á því hversu „blá“ utankjörfundar- og póstatkvæðin verða í Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin. Síðasta klukkutímann hefur Biden unnið á í Michigan og er nú með fleiri atkvæði en Trump, en litlu munar. Staðan sem stendur: Wisconsin - Biden +0,6 Norður Karólína - Trump +1,4 Georgía - Trump +2 Michigan - Biden +0,2 Nevada - Biden +0,6 Arizona - Biden +5 Pennsylvanía - Trump +11 Greinendur telja líklegt að Arizona og Wisconin muni enda í dálki Bidens en afar mjótt er á munum í Nevada þar sem aðeins átta þúsund atkvæði skilja að Biden og Trump, Biden í vil. Kjörstjórnin þar hefur sagt að frekari niðurstöður þar verði ekki gefnar út fyrr en á fimmtudaginn. Búist er við niðurstöðum í Wisconsin, Michigan, Arizona og Georgíu í dag, Pennsylvaníu á föstudaginn og Nevada mögulega á fimmtudaginn.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Fleiri leiðir til sigurs fyrir Joe Biden Hulda Þórisdóttir, dósent í stjórnmálafræði, segir að staðan daginn eftir kosningar í Bandaríkjunum rími við það sem sérfræðingar í skoðanakönnunum vestan hafs, sem hún taki mark á, hafi sagt fyrir kosningar; að úrslitin myndi alls ekki ráðast strax morguninn eftir. 4. nóvember 2020 14:37 Setti sjö hundruð milljónir á Donald Trump Breskur maður veðjaði á sigur Donalds Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Hann lagði fimm milljónir dollara undir eða sem svarar um sjö hundruð milljónum íslenskra króna. 4. nóvember 2020 14:27 Afar mjótt á munum í fjölda ríkja Enn er ekki ljóst hver vann forsetakosningarnar sem fram fóru í Bandaríkjunum í gær. Donald Trump forseti hefur þó lýst yfir sigri. 4. nóvember 2020 12:28 Trump lýsti yfir sigri þótt úrslit séu hvergi nærri ráðin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir sigri í kosningum í nótt þegar hann steig á svið með Mike Pence, varaforseta. 4. nóvember 2020 07:44 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Fleiri leiðir til sigurs fyrir Joe Biden Hulda Þórisdóttir, dósent í stjórnmálafræði, segir að staðan daginn eftir kosningar í Bandaríkjunum rími við það sem sérfræðingar í skoðanakönnunum vestan hafs, sem hún taki mark á, hafi sagt fyrir kosningar; að úrslitin myndi alls ekki ráðast strax morguninn eftir. 4. nóvember 2020 14:37
Setti sjö hundruð milljónir á Donald Trump Breskur maður veðjaði á sigur Donalds Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Hann lagði fimm milljónir dollara undir eða sem svarar um sjö hundruð milljónum íslenskra króna. 4. nóvember 2020 14:27
Afar mjótt á munum í fjölda ríkja Enn er ekki ljóst hver vann forsetakosningarnar sem fram fóru í Bandaríkjunum í gær. Donald Trump forseti hefur þó lýst yfir sigri. 4. nóvember 2020 12:28
Trump lýsti yfir sigri þótt úrslit séu hvergi nærri ráðin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir sigri í kosningum í nótt þegar hann steig á svið með Mike Pence, varaforseta. 4. nóvember 2020 07:44