Trump lýsti yfir sigri þótt úrslit séu hvergi nærri ráðin Samúel Karl Ólason skrifar 4. nóvember 2020 07:44 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir sigri í kosningunum í nótt þegar hann steig á svið með Mike Pence, varaforseta. Forsetinn byrjaði á léttum nótum með því að segjast aldrei hafa haldið blaðamannafund svona seint. Trump hélt því næst ranglega fram að til stæði að stela af honum kosningasigri. Þær staðhæfingar halda ekki vatni, hvorki er rétt að hann hafi unnið kosningarnar né að verið sé að stela af honum kosningunum. Þó forsetinn væri sigurreifur virtist hann reiður á köflum og krafðist þess að atkvæðagreiðslu yrði nú hætt. Þó er það svo að hvergi er enn verið að greiða atkvæði. Talning stendur yfir en Trump sagði að nú væri verið að reyna að hafa af honum sigurinn án þess að færa nokkur rök fyrir þeim orðum sínum. Í Pennsylvaníu á til að mynda eftir að telja um 1,4 milljón atkvæði, hið minnsta. Þar er að að mestu um að ræða póstatkvæði en fastlega er gert ráð fyrir því að Biden hafi hlotið fleiri slík en Trump. Alvanalegt er að atkvæði séu talin eftir kosninganótt. Í sumum ríkjum er ekki hægt að staðfesta niðurstöður kosninga endanlega fyrr en nokkrum dögum, jafnvel vikum, eftir kjördag. Sjá einnig: Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Trump staðhæfði að hann hafi sigrað í Georgíu, sem er ekki rétt. Þar er enn verið að telja atkvæði og er mjótt á munum. Trump sagðist einnig vera að vinna í Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin. Þó er það svo að ekki er enn hægt að segja til um með nokkurri vissu hver hafði sigur í þessum fjórum fylkjum og er enn verið að telja þar atkvæði. Sjá einnig: Enn enginn sigurvegari og Biden þarf að treysta á „bláa vegginn“ Forsetinn lauk máli sínu á því að segja kosningarnar skammarlegar fyrir Bandaríkin og að verið væri að svindla á fólkinu. Því næst lýsti hann yfir sigri og sagði að hann myndi leita til Hæstaréttar Bandaríkjanna og fara fram á það að talningu atkvæða yrði hætt. "This is a fraud on the American public, this is an embarrassment to our country"Donald Trump claims "frankly, we did win this election" as votes are still being counted in some key swing states.Follow the results live https://t.co/y96hHDNWPq pic.twitter.com/nuRpuL9s9i— SkyNews (@SkyNews) November 4, 2020 Hér að neðan má sjá vakt Vísis þar sem fylgst var með þróun mála í alla nótt.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir sigri í kosningunum í nótt þegar hann steig á svið með Mike Pence, varaforseta. Forsetinn byrjaði á léttum nótum með því að segjast aldrei hafa haldið blaðamannafund svona seint. Trump hélt því næst ranglega fram að til stæði að stela af honum kosningasigri. Þær staðhæfingar halda ekki vatni, hvorki er rétt að hann hafi unnið kosningarnar né að verið sé að stela af honum kosningunum. Þó forsetinn væri sigurreifur virtist hann reiður á köflum og krafðist þess að atkvæðagreiðslu yrði nú hætt. Þó er það svo að hvergi er enn verið að greiða atkvæði. Talning stendur yfir en Trump sagði að nú væri verið að reyna að hafa af honum sigurinn án þess að færa nokkur rök fyrir þeim orðum sínum. Í Pennsylvaníu á til að mynda eftir að telja um 1,4 milljón atkvæði, hið minnsta. Þar er að að mestu um að ræða póstatkvæði en fastlega er gert ráð fyrir því að Biden hafi hlotið fleiri slík en Trump. Alvanalegt er að atkvæði séu talin eftir kosninganótt. Í sumum ríkjum er ekki hægt að staðfesta niðurstöður kosninga endanlega fyrr en nokkrum dögum, jafnvel vikum, eftir kjördag. Sjá einnig: Vara við „Rauðri hillingu“ á kjördag Trump staðhæfði að hann hafi sigrað í Georgíu, sem er ekki rétt. Þar er enn verið að telja atkvæði og er mjótt á munum. Trump sagðist einnig vera að vinna í Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin. Þó er það svo að ekki er enn hægt að segja til um með nokkurri vissu hver hafði sigur í þessum fjórum fylkjum og er enn verið að telja þar atkvæði. Sjá einnig: Enn enginn sigurvegari og Biden þarf að treysta á „bláa vegginn“ Forsetinn lauk máli sínu á því að segja kosningarnar skammarlegar fyrir Bandaríkin og að verið væri að svindla á fólkinu. Því næst lýsti hann yfir sigri og sagði að hann myndi leita til Hæstaréttar Bandaríkjanna og fara fram á það að talningu atkvæða yrði hætt. "This is a fraud on the American public, this is an embarrassment to our country"Donald Trump claims "frankly, we did win this election" as votes are still being counted in some key swing states.Follow the results live https://t.co/y96hHDNWPq pic.twitter.com/nuRpuL9s9i— SkyNews (@SkyNews) November 4, 2020 Hér að neðan má sjá vakt Vísis þar sem fylgst var með þróun mála í alla nótt.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Kjördagur með rólegasta móti þvert á spár um átök og ringulreið Kjördagur í Bandaríkjunum gekk í langflestum tilfellum vel fyrir sig, þvert á spár um að komið gæti til átaka og ringulreiðar á kjörstöðum. 4. nóvember 2020 07:29 Vaktin: Örlagadagur í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn hafa gengið að kjörborðinu og greitt atkvæði sín. Enn er þó óljóst hvort Repúblikaninn og sitjandi forsetinn Donald Trump mun halda embættinu eða Demókratanum og fyrrverandi varaforsetanum Joe Biden takist að snúa aftur á kunnuglegar slóðir. 3. nóvember 2020 10:45 Svona ætlar Twitter að bregðast við ótímabærum siguryfirlýsingum Samfélagsmiðilinn Twitter hefur greint frá því hvernig brugðist verður við því muni einhver frambjóðandi í forseta- og þingkosningunum í Bandaríkin lýsa yfir sigri áður en skýrar niðurstöður þess efnis liggi fyrir. 3. nóvember 2020 13:53 Fullyrða að Trump muni lýsa yfir sigri áður en úrslit liggja fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa fullyrt við sína nánustu bandamenn að hann ætli sér að lýsa yfir sigri á þriðjudag ef útlit verður fyrir að hann sé með forskot. 1. nóvember 2020 23:00 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Kjördagur með rólegasta móti þvert á spár um átök og ringulreið Kjördagur í Bandaríkjunum gekk í langflestum tilfellum vel fyrir sig, þvert á spár um að komið gæti til átaka og ringulreiðar á kjörstöðum. 4. nóvember 2020 07:29
Vaktin: Örlagadagur í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn hafa gengið að kjörborðinu og greitt atkvæði sín. Enn er þó óljóst hvort Repúblikaninn og sitjandi forsetinn Donald Trump mun halda embættinu eða Demókratanum og fyrrverandi varaforsetanum Joe Biden takist að snúa aftur á kunnuglegar slóðir. 3. nóvember 2020 10:45
Svona ætlar Twitter að bregðast við ótímabærum siguryfirlýsingum Samfélagsmiðilinn Twitter hefur greint frá því hvernig brugðist verður við því muni einhver frambjóðandi í forseta- og þingkosningunum í Bandaríkin lýsa yfir sigri áður en skýrar niðurstöður þess efnis liggi fyrir. 3. nóvember 2020 13:53
Fullyrða að Trump muni lýsa yfir sigri áður en úrslit liggja fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa fullyrt við sína nánustu bandamenn að hann ætli sér að lýsa yfir sigri á þriðjudag ef útlit verður fyrir að hann sé með forskot. 1. nóvember 2020 23:00