Segir hryðjuverkamanninum í Vín hafa tekist að leika á kerfið Atli Ísleifsson skrifar 4. nóvember 2020 12:09 Innanríkisráðherrann Karl Nehammer. EPA Innanríkisráðherra Austurríkis, Karl Nehammer, segir að manninum, sem drap fjóra og særði 23 í hryðjuverkaárás í höfuðborginni Vín á mánudag, hafi tekist að leika á kerfið með því að fá fulltrúa austurrískra yfirvalda til að halda að hann hafi horfið frá hugmyndum um róttækni, eftir að hann hafði áður gert tilraun til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. „Staðreyndin er sú að hryðjuverkamanninum tókst að leika á dómskerfið og fulltrúa þess og tókst þannig að sleppa fyrr úr fangelsi,“ sagði Nehammer á fréttamannafundi í morgun. Árásarmaðurinn, hinn tvítugi Kujtim Fejzulai, var fæddur í Austurríki en var jafnframt með norður-makedónskan ríkisborgararétt. Hann var skotinn til bana af lögreglu um níu mínútum eftir að hann hóf árás sína nærri Schwedenplatz í Vínarborg á mánudagskvöldið. Hann var vopnaður sjálfvirkum rifflum, auk þess að vera klæddur sprengibelti sem reyndist þó ekki vera ekta. Árásarmaðurinn skaut meðal annars inn á veitingastaði á meðan á árásinni stóð.EPA Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, segir að í hópi hinna fjögurra látnu séu „eldri maður, eldri kona, ung kona sem átti leið hjá og svo gengilbeina á veitingastað“. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, hefur staðfest að eitt fórnarlamba mannsins hafi verið þýskur ríkisborgari. Árásarmaðurinn hafði áður lýst yfir samúð með málstað hryðjuverkasamtakanna ISIS og yfirgaf Austurríki árið 2018 í þeim tilgangi að ganga til liðs við samtökin. Fulltrúar tyrkneskra yfirvalda stöðvuðu hins vegar för hans og var hann þá sendur aftur til Austurríkis þar sem hann var handtekinn og í apríl 2019 dæmdur í 22 mánaða fangelsi vegna fyrirætlana sinna. Árásin átti sér stað við og nærri Schwedenplatz í Innere Stadt í Vínarborg.EPA Við afplánun þurfti maðurinn að sækja námskeið, og staðfesti Nehammer í morgun að hann hafi leikið á fulltrúa yfirvalda og fengið þá til að halda að hann hafi horfið frá róttækni. Honum hafði verið sleppt úr fangelsi í desember síðastliðinn. Vel á annan tug manna hafa verið handteknir í Austurríki og í Sviss vegna gruns um að tengjast ódæði hryðjuverkamannsins, en málið er enn í rannsókn. Austurríki Hryðjuverk í Vín Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Innanríkisráðherra Austurríkis, Karl Nehammer, segir að manninum, sem drap fjóra og særði 23 í hryðjuverkaárás í höfuðborginni Vín á mánudag, hafi tekist að leika á kerfið með því að fá fulltrúa austurrískra yfirvalda til að halda að hann hafi horfið frá hugmyndum um róttækni, eftir að hann hafði áður gert tilraun til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. „Staðreyndin er sú að hryðjuverkamanninum tókst að leika á dómskerfið og fulltrúa þess og tókst þannig að sleppa fyrr úr fangelsi,“ sagði Nehammer á fréttamannafundi í morgun. Árásarmaðurinn, hinn tvítugi Kujtim Fejzulai, var fæddur í Austurríki en var jafnframt með norður-makedónskan ríkisborgararétt. Hann var skotinn til bana af lögreglu um níu mínútum eftir að hann hóf árás sína nærri Schwedenplatz í Vínarborg á mánudagskvöldið. Hann var vopnaður sjálfvirkum rifflum, auk þess að vera klæddur sprengibelti sem reyndist þó ekki vera ekta. Árásarmaðurinn skaut meðal annars inn á veitingastaði á meðan á árásinni stóð.EPA Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, segir að í hópi hinna fjögurra látnu séu „eldri maður, eldri kona, ung kona sem átti leið hjá og svo gengilbeina á veitingastað“. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, hefur staðfest að eitt fórnarlamba mannsins hafi verið þýskur ríkisborgari. Árásarmaðurinn hafði áður lýst yfir samúð með málstað hryðjuverkasamtakanna ISIS og yfirgaf Austurríki árið 2018 í þeim tilgangi að ganga til liðs við samtökin. Fulltrúar tyrkneskra yfirvalda stöðvuðu hins vegar för hans og var hann þá sendur aftur til Austurríkis þar sem hann var handtekinn og í apríl 2019 dæmdur í 22 mánaða fangelsi vegna fyrirætlana sinna. Árásin átti sér stað við og nærri Schwedenplatz í Innere Stadt í Vínarborg.EPA Við afplánun þurfti maðurinn að sækja námskeið, og staðfesti Nehammer í morgun að hann hafi leikið á fulltrúa yfirvalda og fengið þá til að halda að hann hafi horfið frá róttækni. Honum hafði verið sleppt úr fangelsi í desember síðastliðinn. Vel á annan tug manna hafa verið handteknir í Austurríki og í Sviss vegna gruns um að tengjast ódæði hryðjuverkamannsins, en málið er enn í rannsókn.
Austurríki Hryðjuverk í Vín Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira