Kjördagur með rólegasta móti þvert á spár um átök og ringulreið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. nóvember 2020 07:29 Frá kjörstað í Kenosha í Wisconsin. AP Photo/Wong Maye-E Kjördagur í Bandaríkjunum gekk í langflestum tilfellum vel fyrir sig, þvert á spár um að komið gæti til átaka og ringulreiðar á kjörstöðum, bæði vegna kórónuveirufaraldursins og misvísandi upplýsinga um að því er virtist síbreytilegar kosningarreglur en ekki síður vegna mikillar spennu í kosningunum. Þegar þetta er skrifað hefur Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, tryggt sér 220 kjörmenn en Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er með 213 kjörmenn samkvæmt CNN. Trump hefur meðal annars tryggt sér sigur í hinu mjög svo mikilvæga sveifluríki Flórída sem og í Ohio. Biden þarf því að treysta á ríkin í norðanverðu landinu sem voru lykillinn að sigri Trumps fyrir fjórum árum; Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin. Ekki var búist við því að úrslit ættu eftir að liggja fyrir í Pennsylvaníu eða Wisconsin strax vegna mikils fjölda póst- og utankjörfundaratkvæða þar. Í Wisconsin vonaðist Tony Evers, ríkisstjóri, til þess að úrslit gætu legið fyrir síðar á miðvikudag. Varað hefur verið við því að talningin í Pennsylvaníu gæti dregist enn lengur ef mjótt verður á munum þar. Aldrei hafa fleiri greitt atkvæði með pósti eða utan kjörfundar en fyrir forsetakosningarnar nú. Alls greiddu um 103 milljónir manna atkvæði fyrir kjördag og hefur fjöldi póst- og utankjörfundaratkvæða aldrei verið meiri. Meginástæðan fyrir þessum mikla fjölda er kórónuveirufaraldurinn og að fólk vildi forðast fjölmenni á kjörstöðum vegna hættunnar á smiti. Bjuggu sig undir það versta Í umfjöllun AP-fréttastofunnar um kjördag og hvernig hann gekk fyrir sig segir að þessi metfjöldi póst- og utankjörfundaratkvæða hafi létt ákveðnu álagi af kjörstöðum. Almennt hafi raðir verið stuttar og jafnvel engar. Vissulega hafa birst myndir af löngum röðum við tiltekna kjörstaði en þá má hafa það í huga að raðir á tímum kórónuveirunnar virðast lengri vegna fjarlægðar á milli fólks í þeim, sem ekki var eins hugað að fyrir faraldurinn. Það fylgja því auðvitað alltaf einhver vandræði þegar tugir milljóna manna greiða atkvæði á sama tíma í fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna. Sérfræðingar prísa sig þó sæla með kjördaginn í ár þar sem það komu upp tiltölulega fá vandamál. „Við vorum búin undir það versta og þetta kom okkur þægilega á óvart,“ segir Kristen Clarke hjá Nefnd lögfræðinga um borgaraleg réttindi sem fylgst hefur með framkvæmd kosninganna. Mögulega lognið á undan storminum Í frétt Guardian segir að í einstaka tilfellum hafi frést af vandræðum með kosningavélar, misvísandi upplýsingum eða því að kjósendum hafi verið ógnað. Tilkynningar um slíkt eru þó mun færri en búist var að sögn Clarke. „Við fáum kvartanir [um að kjósendum hafi verið ógnað] en í flestum tilfellum eru þetta einhverjir sem eru einir, kannski tveir saman, en ekki stórir hópar sem myndu þá hafa mun meiri hræðsluáhrif á kjósendur en raun ber vitni,“ segir Clarke. Hún varar þó við að þetta sé lognið á undan storminum því þótt kjördagur hafi verið rólegur er ekki loku fyrir það skotið að lagaþrætur setji mark sitt á talningu atkvæða. Trump hefur til að mynda nú þegar hótað því að fara fyrir dómstóla til að koma í veg fyrir að atkvæði sem berast eftir kjördag verði talin en talning slíkra atkvæða er leyfð í sumum ríkjum. Þá eyddi Trump miklu púðri í það í kosningabaráttu sinni að sá efasemdarfræjum um talninguna og póstatkvæðin. Sú orðræða hans var talin geta leitt til átaka á kjörstöðum á milli stuðningsmanna hans og Biden en, eins og áður segir, hefur lítið heyrst af slíku. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Kjördagur í Bandaríkjunum gekk í langflestum tilfellum vel fyrir sig, þvert á spár um að komið gæti til átaka og ringulreiðar á kjörstöðum, bæði vegna kórónuveirufaraldursins og misvísandi upplýsinga um að því er virtist síbreytilegar kosningarreglur en ekki síður vegna mikillar spennu í kosningunum. Þegar þetta er skrifað hefur Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, tryggt sér 220 kjörmenn en Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er með 213 kjörmenn samkvæmt CNN. Trump hefur meðal annars tryggt sér sigur í hinu mjög svo mikilvæga sveifluríki Flórída sem og í Ohio. Biden þarf því að treysta á ríkin í norðanverðu landinu sem voru lykillinn að sigri Trumps fyrir fjórum árum; Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin. Ekki var búist við því að úrslit ættu eftir að liggja fyrir í Pennsylvaníu eða Wisconsin strax vegna mikils fjölda póst- og utankjörfundaratkvæða þar. Í Wisconsin vonaðist Tony Evers, ríkisstjóri, til þess að úrslit gætu legið fyrir síðar á miðvikudag. Varað hefur verið við því að talningin í Pennsylvaníu gæti dregist enn lengur ef mjótt verður á munum þar. Aldrei hafa fleiri greitt atkvæði með pósti eða utan kjörfundar en fyrir forsetakosningarnar nú. Alls greiddu um 103 milljónir manna atkvæði fyrir kjördag og hefur fjöldi póst- og utankjörfundaratkvæða aldrei verið meiri. Meginástæðan fyrir þessum mikla fjölda er kórónuveirufaraldurinn og að fólk vildi forðast fjölmenni á kjörstöðum vegna hættunnar á smiti. Bjuggu sig undir það versta Í umfjöllun AP-fréttastofunnar um kjördag og hvernig hann gekk fyrir sig segir að þessi metfjöldi póst- og utankjörfundaratkvæða hafi létt ákveðnu álagi af kjörstöðum. Almennt hafi raðir verið stuttar og jafnvel engar. Vissulega hafa birst myndir af löngum röðum við tiltekna kjörstaði en þá má hafa það í huga að raðir á tímum kórónuveirunnar virðast lengri vegna fjarlægðar á milli fólks í þeim, sem ekki var eins hugað að fyrir faraldurinn. Það fylgja því auðvitað alltaf einhver vandræði þegar tugir milljóna manna greiða atkvæði á sama tíma í fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna. Sérfræðingar prísa sig þó sæla með kjördaginn í ár þar sem það komu upp tiltölulega fá vandamál. „Við vorum búin undir það versta og þetta kom okkur þægilega á óvart,“ segir Kristen Clarke hjá Nefnd lögfræðinga um borgaraleg réttindi sem fylgst hefur með framkvæmd kosninganna. Mögulega lognið á undan storminum Í frétt Guardian segir að í einstaka tilfellum hafi frést af vandræðum með kosningavélar, misvísandi upplýsingum eða því að kjósendum hafi verið ógnað. Tilkynningar um slíkt eru þó mun færri en búist var að sögn Clarke. „Við fáum kvartanir [um að kjósendum hafi verið ógnað] en í flestum tilfellum eru þetta einhverjir sem eru einir, kannski tveir saman, en ekki stórir hópar sem myndu þá hafa mun meiri hræðsluáhrif á kjósendur en raun ber vitni,“ segir Clarke. Hún varar þó við að þetta sé lognið á undan storminum því þótt kjördagur hafi verið rólegur er ekki loku fyrir það skotið að lagaþrætur setji mark sitt á talningu atkvæða. Trump hefur til að mynda nú þegar hótað því að fara fyrir dómstóla til að koma í veg fyrir að atkvæði sem berast eftir kjördag verði talin en talning slíkra atkvæða er leyfð í sumum ríkjum. Þá eyddi Trump miklu púðri í það í kosningabaráttu sinni að sá efasemdarfræjum um talninguna og póstatkvæðin. Sú orðræða hans var talin geta leitt til átaka á kjörstöðum á milli stuðningsmanna hans og Biden en, eins og áður segir, hefur lítið heyrst af slíku.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira