Veður

Gular við­varanir víðast hvar vegna vinds

Atli Ísleifsson skrifar
Gular viðvaranir eru í gildi á norðanverðu og austanverðu landinu.
Gular viðvaranir eru í gildi á norðanverðu og austanverðu landinu.

Veðurstofan spáir suðvestan hvassviðri eða stormi á norðan- og austanverðu landinu í dag, en heldur hægari vindi suðvestantil. Víða verður rigning og talsverð sums staðar á norðvestan- og vestanverðu landinu, en styttir upp austantil er líður á daginn.

Gular veðurviðvaranir eru í gildi vegna vinds í flestum landshlutum í dag.

„Seint í kvöld og í nótt dregur úr vindi en gengur aftur í suðvestan hvassviðri eða storm á öllu landinu á morgun. Rigning með köflum en þurrt að kalla norðaustanlands.

Dregur hægt úr vindi á föstudaginn en áfram verður úrkoma viðloðandi Suður- og Vesturland. Á laugardaginn er síðan von á enn einni lægðinni með suðvestanátt og rigningu en nokkuð minni veðurhæð en sólarhringarnir á undan,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.

Vindasamt verður víðast hvar á landinu í dag samkvæmt spá Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Gengur í suðvestan hvassviðri eða storm þegar kemur fram á daginn. Rigning, einkum sunnanlands, en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti 7 til 12 stig.

Á föstudag: Suðvestan 5-13 m/s og skúrir eða él, en léttskýjað austantil. Hiti 0 til 4 stig.

Á laugardag: Gengur í sunnan og suðvestan 5-13 m/s með rigningu, en þurrt norðan- og austanlands. Hiti 2 til 7 stig, en vægt frost í innsveitum norðaustantil.

Á sunnudag: Suðlæg átt og stöku skúrir, en víða bjart norðan- og austanlands. Hiti breytist lítið.

Á mánudag og þriðjudag: Útlit fyrir suðaustlæga átt með rigningu, einkum sunnanlands. Hlýnandi veður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×