Kjördagur með rólegasta móti þvert á spár um átök og ringulreið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. nóvember 2020 07:29 Frá kjörstað í Kenosha í Wisconsin. AP Photo/Wong Maye-E Kjördagur í Bandaríkjunum gekk í langflestum tilfellum vel fyrir sig, þvert á spár um að komið gæti til átaka og ringulreiðar á kjörstöðum, bæði vegna kórónuveirufaraldursins og misvísandi upplýsinga um að því er virtist síbreytilegar kosningarreglur en ekki síður vegna mikillar spennu í kosningunum. Þegar þetta er skrifað hefur Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, tryggt sér 220 kjörmenn en Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er með 213 kjörmenn samkvæmt CNN. Trump hefur meðal annars tryggt sér sigur í hinu mjög svo mikilvæga sveifluríki Flórída sem og í Ohio. Biden þarf því að treysta á ríkin í norðanverðu landinu sem voru lykillinn að sigri Trumps fyrir fjórum árum; Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin. Ekki var búist við því að úrslit ættu eftir að liggja fyrir í Pennsylvaníu eða Wisconsin strax vegna mikils fjölda póst- og utankjörfundaratkvæða þar. Í Wisconsin vonaðist Tony Evers, ríkisstjóri, til þess að úrslit gætu legið fyrir síðar á miðvikudag. Varað hefur verið við því að talningin í Pennsylvaníu gæti dregist enn lengur ef mjótt verður á munum þar. Aldrei hafa fleiri greitt atkvæði með pósti eða utan kjörfundar en fyrir forsetakosningarnar nú. Alls greiddu um 103 milljónir manna atkvæði fyrir kjördag og hefur fjöldi póst- og utankjörfundaratkvæða aldrei verið meiri. Meginástæðan fyrir þessum mikla fjölda er kórónuveirufaraldurinn og að fólk vildi forðast fjölmenni á kjörstöðum vegna hættunnar á smiti. Bjuggu sig undir það versta Í umfjöllun AP-fréttastofunnar um kjördag og hvernig hann gekk fyrir sig segir að þessi metfjöldi póst- og utankjörfundaratkvæða hafi létt ákveðnu álagi af kjörstöðum. Almennt hafi raðir verið stuttar og jafnvel engar. Vissulega hafa birst myndir af löngum röðum við tiltekna kjörstaði en þá má hafa það í huga að raðir á tímum kórónuveirunnar virðast lengri vegna fjarlægðar á milli fólks í þeim, sem ekki var eins hugað að fyrir faraldurinn. Það fylgja því auðvitað alltaf einhver vandræði þegar tugir milljóna manna greiða atkvæði á sama tíma í fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna. Sérfræðingar prísa sig þó sæla með kjördaginn í ár þar sem það komu upp tiltölulega fá vandamál. „Við vorum búin undir það versta og þetta kom okkur þægilega á óvart,“ segir Kristen Clarke hjá Nefnd lögfræðinga um borgaraleg réttindi sem fylgst hefur með framkvæmd kosninganna. Mögulega lognið á undan storminum Í frétt Guardian segir að í einstaka tilfellum hafi frést af vandræðum með kosningavélar, misvísandi upplýsingum eða því að kjósendum hafi verið ógnað. Tilkynningar um slíkt eru þó mun færri en búist var að sögn Clarke. „Við fáum kvartanir [um að kjósendum hafi verið ógnað] en í flestum tilfellum eru þetta einhverjir sem eru einir, kannski tveir saman, en ekki stórir hópar sem myndu þá hafa mun meiri hræðsluáhrif á kjósendur en raun ber vitni,“ segir Clarke. Hún varar þó við að þetta sé lognið á undan storminum því þótt kjördagur hafi verið rólegur er ekki loku fyrir það skotið að lagaþrætur setji mark sitt á talningu atkvæða. Trump hefur til að mynda nú þegar hótað því að fara fyrir dómstóla til að koma í veg fyrir að atkvæði sem berast eftir kjördag verði talin en talning slíkra atkvæða er leyfð í sumum ríkjum. Þá eyddi Trump miklu púðri í það í kosningabaráttu sinni að sá efasemdarfræjum um talninguna og póstatkvæðin. Sú orðræða hans var talin geta leitt til átaka á kjörstöðum á milli stuðningsmanna hans og Biden en, eins og áður segir, hefur lítið heyrst af slíku. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Kjördagur í Bandaríkjunum gekk í langflestum tilfellum vel fyrir sig, þvert á spár um að komið gæti til átaka og ringulreiðar á kjörstöðum, bæði vegna kórónuveirufaraldursins og misvísandi upplýsinga um að því er virtist síbreytilegar kosningarreglur en ekki síður vegna mikillar spennu í kosningunum. Þegar þetta er skrifað hefur Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, tryggt sér 220 kjörmenn en Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er með 213 kjörmenn samkvæmt CNN. Trump hefur meðal annars tryggt sér sigur í hinu mjög svo mikilvæga sveifluríki Flórída sem og í Ohio. Biden þarf því að treysta á ríkin í norðanverðu landinu sem voru lykillinn að sigri Trumps fyrir fjórum árum; Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin. Ekki var búist við því að úrslit ættu eftir að liggja fyrir í Pennsylvaníu eða Wisconsin strax vegna mikils fjölda póst- og utankjörfundaratkvæða þar. Í Wisconsin vonaðist Tony Evers, ríkisstjóri, til þess að úrslit gætu legið fyrir síðar á miðvikudag. Varað hefur verið við því að talningin í Pennsylvaníu gæti dregist enn lengur ef mjótt verður á munum þar. Aldrei hafa fleiri greitt atkvæði með pósti eða utan kjörfundar en fyrir forsetakosningarnar nú. Alls greiddu um 103 milljónir manna atkvæði fyrir kjördag og hefur fjöldi póst- og utankjörfundaratkvæða aldrei verið meiri. Meginástæðan fyrir þessum mikla fjölda er kórónuveirufaraldurinn og að fólk vildi forðast fjölmenni á kjörstöðum vegna hættunnar á smiti. Bjuggu sig undir það versta Í umfjöllun AP-fréttastofunnar um kjördag og hvernig hann gekk fyrir sig segir að þessi metfjöldi póst- og utankjörfundaratkvæða hafi létt ákveðnu álagi af kjörstöðum. Almennt hafi raðir verið stuttar og jafnvel engar. Vissulega hafa birst myndir af löngum röðum við tiltekna kjörstaði en þá má hafa það í huga að raðir á tímum kórónuveirunnar virðast lengri vegna fjarlægðar á milli fólks í þeim, sem ekki var eins hugað að fyrir faraldurinn. Það fylgja því auðvitað alltaf einhver vandræði þegar tugir milljóna manna greiða atkvæði á sama tíma í fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna. Sérfræðingar prísa sig þó sæla með kjördaginn í ár þar sem það komu upp tiltölulega fá vandamál. „Við vorum búin undir það versta og þetta kom okkur þægilega á óvart,“ segir Kristen Clarke hjá Nefnd lögfræðinga um borgaraleg réttindi sem fylgst hefur með framkvæmd kosninganna. Mögulega lognið á undan storminum Í frétt Guardian segir að í einstaka tilfellum hafi frést af vandræðum með kosningavélar, misvísandi upplýsingum eða því að kjósendum hafi verið ógnað. Tilkynningar um slíkt eru þó mun færri en búist var að sögn Clarke. „Við fáum kvartanir [um að kjósendum hafi verið ógnað] en í flestum tilfellum eru þetta einhverjir sem eru einir, kannski tveir saman, en ekki stórir hópar sem myndu þá hafa mun meiri hræðsluáhrif á kjósendur en raun ber vitni,“ segir Clarke. Hún varar þó við að þetta sé lognið á undan storminum því þótt kjördagur hafi verið rólegur er ekki loku fyrir það skotið að lagaþrætur setji mark sitt á talningu atkvæða. Trump hefur til að mynda nú þegar hótað því að fara fyrir dómstóla til að koma í veg fyrir að atkvæði sem berast eftir kjördag verði talin en talning slíkra atkvæða er leyfð í sumum ríkjum. Þá eyddi Trump miklu púðri í það í kosningabaráttu sinni að sá efasemdarfræjum um talninguna og póstatkvæðin. Sú orðræða hans var talin geta leitt til átaka á kjörstöðum á milli stuðningsmanna hans og Biden en, eins og áður segir, hefur lítið heyrst af slíku.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira