Enn enginn sigurvegari og Biden þarf að treysta á „bláa vegginn“ Kjartan Kjartansson skrifar 4. nóvember 2020 05:34 Starfsmenn kjörstjórnar í Portland í Oregon tæma kassa með atkvæðum. Enn eru mörg atkvæðin ótalin um öll Bandaríkin. AP/Paula Bronstein Endanleg úrslit í bandarísku forsetakosningunum liggja enn ekki fyrir. Donald Trump forseti virðist hafa sigrað í öllum þeim ríkjum þar sem munaði litlu á honum og Joe Biden í könnunum. Biden þarf nú að treysta á ríkin í norðanverðu landinu sem voru lykillinn að sigri Trump fyrir fjórum árum. Fjöldi póst- og utankjörfundaratkvæða vegna kórónuveirufaraldursins þýðir að talning atkvæða heldur líklega áfram víða um Bandaríkin fram á miðvikudag. Mun fleiri demókratar en repúblikanar greiða atkvæði með pósti og því gætu þessi atkvæði breytt töluverðu um úrslit í einstökum ríkjum, ekki síst í nokkrum lykilríkjanna. Skoðanakannanir bentu til þess að Biden væri með tæplega átta prósentustiga forskot á Trump á landsvísu síðustu dagana fyrir kosningarnar. Munurinn var þó minni í nokkrum lykilríkjum eins og Flórída, Norður-Karólínu, Georgíu og Ohio sem Trump vann árið 2016. Trump virðist hafa landað sigri í öllum þessum ríkjum. AP-fréttastofan lýsti hann sigurvegara í Flórída um klukkan hálf sex að íslenskum tíma og þá féll Ohio Trump aftur í skaut. Biden hafði mælst með naumt forskot í könnunum í Flórída. Stjórnarmálaskýrendur hafa rakið árangur Trump í Flórída til góðs gengis á meðal kjósenda af rómönskum ættum. President Trump wins Florida and its 29 electoral votes, the biggest prize among the perennial battlegrounds. The state is crucial to his reelection hopes. #APracecall #Election2020 https://t.co/M4cPzrMyPx— The Associated Press (@AP) November 4, 2020 Biden hefur aftur á móti þegar verið lýstur sigurvegari í Arizona og New Hampshire, tveimur ríkjum sem Trump vann fyrir fjórum árum. Hann sigraði einnig í Minnesota. Í Georgíu virtist Trump á sigurbraut en enn gæti brugðið til beggja vona þar. Biden líst vel á blikuna Öll augu beinast nú að miðvesturríkjunum sem Trump vann með naumindum árið 2016 og tryggðu honum forsetastólinn: Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin. Þau höfðu verið vígi demókrata fyrir það og voru þess vegna gjarnan kölluð „blái veggurinn“. Biden hefur mælst með forskot í þeim öllum í könnunum, minnst þó í Pennsylvaníu sem hefur flesta kjörmenn. Að því gefnu að Trump haldi velli í hinum lykilríkjunum sem hann vann árið 2016 þarf Biden nauðsynlega að sigra Pennsylvaníu og annað hvort Michigan eða Wisconsin. Ekki var búist við því að úrslit ættu eftir að liggja fyrir í Pennsylvaníu eða Wisconsin strax vegna mikils fjölda póst- og utankjörfundaratkvæða þar. Í Wisconsin vonaðist Tony Evers, ríkisstjóri, til þess að úrslit gætu legið fyrir síðar á miðvikudag. Varað hefur verið við því að talningin í Pennsylvaníu gæti dregist enn lengur ef mjótt verður á munum þar. „Okkur líður vel með hvar við erum. Ég er hér til að segja ykkur í kvöld að við erum á leið að sigra,“ sagði Biden þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í Delaware nú á sjötta tímanum í morgun. Úrslitin sagði hann geta legið fyrir í fyrramálið að bandarískum tíma en það gæti tekið lengri tíma. Trump hefur ekki tjáð sig formlega en boðaði yfirlýsingu fljótlega á Twitter um sex leytið. Tísti hann um að reynt væri að „stela kosningunum“. Twitter merkti tístið vegna mögulega misvísandi fullyrðinga. Tvísýnt í þingkosningunum Nær öruggt er talið að demókratar haldi fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir kosningarnar í gær. Vonir þeirra um að vinna meirihluta í öldungadeildinni hafa aftur á móti dofnað eftir því sem liðið hefur á kosninganótt. Nú á sjötta tímanum á íslenskum tíma höfðu demókratar unnið öldungadeildarþingsæti í Colorado og Arizona en töpuðu einu í Alabama. Þeim tókst ekki að velta tveimur þungavigtarmönnum repúblikana úr sessi þrátt fyrir að kosningabaráttan hefði hlotið mikla athygli. Þannig hélt Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni velli í Kentucky gegn Amy McGrath og Lindsey Graham, náinn bandamaður Trump, bar sigurorð af Jaime Harrison í Suður-Karólínu.
Endanleg úrslit í bandarísku forsetakosningunum liggja enn ekki fyrir. Donald Trump forseti virðist hafa sigrað í öllum þeim ríkjum þar sem munaði litlu á honum og Joe Biden í könnunum. Biden þarf nú að treysta á ríkin í norðanverðu landinu sem voru lykillinn að sigri Trump fyrir fjórum árum. Fjöldi póst- og utankjörfundaratkvæða vegna kórónuveirufaraldursins þýðir að talning atkvæða heldur líklega áfram víða um Bandaríkin fram á miðvikudag. Mun fleiri demókratar en repúblikanar greiða atkvæði með pósti og því gætu þessi atkvæði breytt töluverðu um úrslit í einstökum ríkjum, ekki síst í nokkrum lykilríkjanna. Skoðanakannanir bentu til þess að Biden væri með tæplega átta prósentustiga forskot á Trump á landsvísu síðustu dagana fyrir kosningarnar. Munurinn var þó minni í nokkrum lykilríkjum eins og Flórída, Norður-Karólínu, Georgíu og Ohio sem Trump vann árið 2016. Trump virðist hafa landað sigri í öllum þessum ríkjum. AP-fréttastofan lýsti hann sigurvegara í Flórída um klukkan hálf sex að íslenskum tíma og þá féll Ohio Trump aftur í skaut. Biden hafði mælst með naumt forskot í könnunum í Flórída. Stjórnarmálaskýrendur hafa rakið árangur Trump í Flórída til góðs gengis á meðal kjósenda af rómönskum ættum. President Trump wins Florida and its 29 electoral votes, the biggest prize among the perennial battlegrounds. The state is crucial to his reelection hopes. #APracecall #Election2020 https://t.co/M4cPzrMyPx— The Associated Press (@AP) November 4, 2020 Biden hefur aftur á móti þegar verið lýstur sigurvegari í Arizona og New Hampshire, tveimur ríkjum sem Trump vann fyrir fjórum árum. Hann sigraði einnig í Minnesota. Í Georgíu virtist Trump á sigurbraut en enn gæti brugðið til beggja vona þar. Biden líst vel á blikuna Öll augu beinast nú að miðvesturríkjunum sem Trump vann með naumindum árið 2016 og tryggðu honum forsetastólinn: Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin. Þau höfðu verið vígi demókrata fyrir það og voru þess vegna gjarnan kölluð „blái veggurinn“. Biden hefur mælst með forskot í þeim öllum í könnunum, minnst þó í Pennsylvaníu sem hefur flesta kjörmenn. Að því gefnu að Trump haldi velli í hinum lykilríkjunum sem hann vann árið 2016 þarf Biden nauðsynlega að sigra Pennsylvaníu og annað hvort Michigan eða Wisconsin. Ekki var búist við því að úrslit ættu eftir að liggja fyrir í Pennsylvaníu eða Wisconsin strax vegna mikils fjölda póst- og utankjörfundaratkvæða þar. Í Wisconsin vonaðist Tony Evers, ríkisstjóri, til þess að úrslit gætu legið fyrir síðar á miðvikudag. Varað hefur verið við því að talningin í Pennsylvaníu gæti dregist enn lengur ef mjótt verður á munum þar. „Okkur líður vel með hvar við erum. Ég er hér til að segja ykkur í kvöld að við erum á leið að sigra,“ sagði Biden þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í Delaware nú á sjötta tímanum í morgun. Úrslitin sagði hann geta legið fyrir í fyrramálið að bandarískum tíma en það gæti tekið lengri tíma. Trump hefur ekki tjáð sig formlega en boðaði yfirlýsingu fljótlega á Twitter um sex leytið. Tísti hann um að reynt væri að „stela kosningunum“. Twitter merkti tístið vegna mögulega misvísandi fullyrðinga. Tvísýnt í þingkosningunum Nær öruggt er talið að demókratar haldi fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir kosningarnar í gær. Vonir þeirra um að vinna meirihluta í öldungadeildinni hafa aftur á móti dofnað eftir því sem liðið hefur á kosninganótt. Nú á sjötta tímanum á íslenskum tíma höfðu demókratar unnið öldungadeildarþingsæti í Colorado og Arizona en töpuðu einu í Alabama. Þeim tókst ekki að velta tveimur þungavigtarmönnum repúblikana úr sessi þrátt fyrir að kosningabaráttan hefði hlotið mikla athygli. Þannig hélt Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni velli í Kentucky gegn Amy McGrath og Lindsey Graham, náinn bandamaður Trump, bar sigurorð af Jaime Harrison í Suður-Karólínu.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira