Erlent

Fjögurra ára stúlku bjargað úr húsa­rústum í Izmir

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Gríðarlega öflugur jarðskjálfti reið yfir Tyrkland og Grikkland á föstudag. Upptök sjálftans voru nærri eyjunni Samos í Eyjahafi.
Gríðarlega öflugur jarðskjálfti reið yfir Tyrkland og Grikkland á föstudag. Upptök sjálftans voru nærri eyjunni Samos í Eyjahafi. AP/Emrah Gurel

Björgunarmenn í Izmir í Tyrklandi björguðu í dag fjögurra ára stúlku á lífi úr húsarústum í borginni, fjórum dögum eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir Tyrkland og Grikkland. Stúlkan hafði verið grafin undir rústunum í 91 klukkutíma áður en henni var bjargað.

Stúlkan, Ayla Gezgin, var vafin í hitateppi og flutt í sjúkrabíl eftir að henni var bjargað. Nusret Aksoy, einn af þeim sem kom að björgun stúlkunnar, lýsti því fyrir fréttamönnum hvernig hann hefði heyrt öskur í barni áður en hann fann stúlkuna við hliðina á uppþvottavél.

Hann sagði Aylu hafa veifað sér, sagt sér hvað hún héti og að það væri í lagi með hana.

Í gær var tveimur öðrum stúlkum, þriggja og fjórtán ára bjargað úr rústunum. Að minnsta kosti 102 létust skjálftanum sem samkvæmt Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna mældist sjö að stærð.

Meirihluti þeirra sem fundist hafa látnir eftir skjálftann og þeirra þúsund sem slösuðust voru í Izmir. Þá létust tveir og nítján slösuðust á grísku eyjunni Samos sem er nálægt upptökum skjálftans í Eyjahafi.


Tengdar fréttir

Fjöldi látinna heldur á­fram að hækka

Björgunarlið heldur áfram að leita í rústum átta bygginga í tyrknesku hafnarborgarinnar Izmir eftir skjálftans öfluga sem reið yfir á föstudaginn. 79 eru nú látnir vegna skjálftans í Tyrklandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×