Chelsea með sannfærandi sigur gegn Jóhannslausum Burnley-mönnum

Chelsea er á góðu skriði þessa daganna.
Chelsea er á góðu skriði þessa daganna. getty/Molly Darlington

Chelsea vann góðan sigur á Burnley á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag, 3-0. Jóhann Berg Guðmundsson spilaði ekki með Burnley vegna meiðsla.

Hakim Ziyech skoraði fyrsta mark Chelsea á 27. mínútu og staðan 1-0 í hálfleik. Varnarmaðurinn Kurt Zouma bætti við öðru marki Chelsea í seinni hálfleik og Timo Werner innsiglaði öruggan sigur Chelsea á 70. mínútu.

Chelsea komst með sigrinum upp í 4. sæti og er liðið með tólf stig eftir sjö leiki. Burnley er með eitt stig í 18. sæti eftir sex leiki.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.