Veður

Gular við­varanir enn í gildi fram eftir morgni

Atli Ísleifsson skrifar
Spákortið fyrir klukkan 10, eins og það leit út í morgun. Blautt og vindasamt er á suðurhelmingi landsins.
Spákortið fyrir klukkan 10, eins og það leit út í morgun. Blautt og vindasamt er á suðurhelmingi landsins. Veðurstofan

Veðurstofan spáir allhvassri eða hvassri austanátt og sums staðar stormi syðst og víða dálítilli rigningu eða slyddu. Þó er gert ráð fyrir heldur hægari suðaustanvindi og eftir hádegi.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings, en þar er vakin athygli á að gular viðvaranir vegna vinds og vindhviða við fjöll séu enn í gild á suðurhelmingi landsins fram eftir morgni.

Hitinn verður á bilinu tvö til tíu stig, mildast við suðurströndina.

„Austantrekkingur og væta í flestum landshlutum framan af morgundegi, en síðan hægari suðlæg átt og birtir smám saman til fyrir norðan. Suðvestlæg átt með skúrum eða slydduéljum á laugardag, en bjart með köflum norðaustan til og á sunnudag má reikna með að hann leggist í norðan- eða norðvestanáttir með úrkomu, einkum á norðurhelming landsins. Áfram tiltölulega milt í veðri yfir daginn fram yfir helgi.“

Vindakortið fyrir klukkan 8. Hvasst er á Suðurlandi.

Veðurhorfur næstu daga

Á föstudag: Sunnan og suðaustan 8-15 m/s, en norðaustan 5-10 á Vestfjörðum. Rigning víða um land, en styttir upp fyrir norðan síðdegis. Hiti 1 til 8 stig, hlýjast syðst.

Á laugardag: Suðlæg átt, 5-13 m/s og rigning með köflum, en líkur á vaxandi norðnátt með rigningu eða slyddu A-lands seinni partinn. Hiti 1 til 6 stig.

Á sunnudag: Ákveðin norðvestlæg átt og rigning eða slydda með köflum, en hægara og bjartviðri syðra og heldur kólnar í veðri.

Á mánudag: Stíf vestan- og suðvestanátt og skúrir eða slydduél, en þurrt SA-til. Hiti nærri frostmarki.

Á þriðjudag: Líklega norðvestanátt með slyddu eða rigningu fyrir norðan, en bjartviðri syðra og svalt í veðri.

Á miðvikudag: Búast má við vaxandi suðvestanátt með rigningu og hlýnandi veðri.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.