Enski boltinn

Hlógu að Dananum í hálf­leik og kölluðu hann Zi­da­ne

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pierre-Emile Højbjerg í leiknum í gær. Næsti Zidane?
Pierre-Emile Højbjerg í leiknum í gær. Næsti Zidane? Adam Davy/PA Images

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, sagði að Daninn Pierre-Emile Højberg hafi fengið viðurnefnið Zidane í hálfleiknum í 3-0 sigri Tottenham á LASK í Evrópudeildinni í gær.

Daninn var frábær í leiknum í gær og sást m.a. taka svokallaðan „Zidane snúning“ í tvígang rétt fyrir utan vítateig Tottenham. Það vakti mikla kátínu í búningsklefa Tottenam í hálfleik.

„Við vorum að hlægja að honum í hálfleik og vorum að kalla hann Zidane. Mjög vel gert en ekki gera þetta aftur, Pierre!“ sagði Mourinho léttur á blaðamannafundinum eftir leikinn.

Højberg hefur verið frábær eftir komuna til Lundúnarliðsins í sumar en hann kom frá Southampton. Mourinho reif upp fimmtán milljónir punda til að borga fyrir Danann og hann hefur heldur betur borgað það til baka.

„Hann er mjög góður leikmaður, mikill leiðtogi og fyrirliði án fyrirliðabands,“ sagði Mourinho eftir leikinn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.