Forsætisráðherra í þriðja sinn og heitir umbótum Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2020 19:20 Saad Hariri, forsætisráðherra Líbanon, segist ætla að mynda nýja ríkisstjórn fljótt. AP/Hussein Malla Ráðamenn í Líbanon hafa skipað Saad Hariri aftur í embætti forsætisráðherra. Hann sagði af sér í byrjun þessa árs vegna umfangsmikilla mótmæla í landinu og ákalla eftir lýðræðisumbótum. Hariri gegndi einnig embættinu á árunum 2009 til 2011. Líbanon gengur nú í gegnum margskonar krísur og vandræði sem má að miklu leyti rekja til spillingar og vanstjórnar. Efnahagur landsins stendur verulega höllum fæti og það sama má segja um stjórnkerfi landsins. Við það bætist svo veruleg andstaða íbúa Líbanon við ráðandi fylkingar þar í landi, sem hafa stjórnað um áraskeið. Þær sömu ráðandi fylkingar og hafa nú gert hinn fimmtíu ára gamla Hariri forsætisráðherra í þriðja skiptið en þetta er í fjórða sinn sem hann myndar ríkisstjórn. Í ræðu Hariri eftir að hann var skipaður í embætti sagðist hann fljótt ætla að stofna ríkisstjórn skipaða sérfræðingum eða tæknikrötum. Hann sagði það nauðsynlegt því tíminn væri að renna út fyrir Líbanon og þetta væri mögulega síðasta tækifærið til að bjarga ríkinu, samkvæmt frétt CNN. Hann sagði að ríkisstjórn hans yrði ekki pólitísk og markmið hennar væri að gera umfangsmiklar umbætur. Þingmeirihluti landsins, sem nýtur stuðnings Hezbollah, hefur lýst sig mótfallinn því að stofna ríkisstjórn tæknikrata. Hassan Diab, síðasti forsætisráðherra Líbanon, sagði af sér í sumar eftir að gríðarstór og mannskæð sprenging varð í höfn Beirút. Þegar Diab sagði af sér sagðist hann hafa komist að þeirri niðurstöðu að spillingin í Líbanon væri „stærri en ríkið“. Hariri er súnnímúslimi, en samkvæmt samkomulagi um valdaskiptingu í landinu skal forseti landsins vera kristinn, forsætisráðherrann súnnímúslimi og forseti þingsins sjíamúslimi. Þessi skipting er meðal þess sem mótmælendur í Líbanon hafa krafist að verði breytt. Köllum íbúa eftir umbótum hefur hingað til ekki verið svarað. Samkvæmt frétt Guardian hafa ráðandi öfl í landinu frekar þráast við og sett sig gegn umbótum, bæði efnahagslegum og stjórnarfarslegum. Staða landsins hefur versnað töluvert frá því í sumar. Ríkið hefur ekki getað borgað afborganir af miklum lánum sínum og skortur hefur myndast á ýmsum nauðsynjum eins og eldsneyti og hveiti. Þar að auki hefur gjaldmiðill landsins tapað um 80 prósentum af verðmæti sínu og óðaverðbólga hefur leitt til mikilla verðhækkana. Líbanon Tengdar fréttir Ísrael og Líbanon hefja viðræður um umdeilt hafsvæði Yfirvöld í Ísrael og Líbanon hafa samþykkt að hefja viðræður sem ætlað er að binda enda á deilur um lögsögu ríkjanna. 1. október 2020 16:53 Ríkisstjórnarmyndun í Líbanon farin út um þúfur Tilraunir til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Líbanon eru farnar út um þúfur eftir að Mustapha Adib, tilnefndur forsætisráðherra, sagðist ekki vilja leiða ríkisstjórn sem væri dæmd til þess að springa. 26. september 2020 13:58 Konur í Beirút berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi Konur og stúlkur í Líbanon berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi. Sprengingarnar í Beirút , COVID-19 og djúpstæð efnahagskreppa veikja stöðu kvenna og stúlkna. 4. september 2020 14:00 Macron biðlar til Líbanon að mynda ríkisstjórn í flýti Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur biðlað til nýs forsætisráðherra Líbanon að mynda nýja ríkisstjórn í flýti. 31. ágúst 2020 23:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Ráðamenn í Líbanon hafa skipað Saad Hariri aftur í embætti forsætisráðherra. Hann sagði af sér í byrjun þessa árs vegna umfangsmikilla mótmæla í landinu og ákalla eftir lýðræðisumbótum. Hariri gegndi einnig embættinu á árunum 2009 til 2011. Líbanon gengur nú í gegnum margskonar krísur og vandræði sem má að miklu leyti rekja til spillingar og vanstjórnar. Efnahagur landsins stendur verulega höllum fæti og það sama má segja um stjórnkerfi landsins. Við það bætist svo veruleg andstaða íbúa Líbanon við ráðandi fylkingar þar í landi, sem hafa stjórnað um áraskeið. Þær sömu ráðandi fylkingar og hafa nú gert hinn fimmtíu ára gamla Hariri forsætisráðherra í þriðja skiptið en þetta er í fjórða sinn sem hann myndar ríkisstjórn. Í ræðu Hariri eftir að hann var skipaður í embætti sagðist hann fljótt ætla að stofna ríkisstjórn skipaða sérfræðingum eða tæknikrötum. Hann sagði það nauðsynlegt því tíminn væri að renna út fyrir Líbanon og þetta væri mögulega síðasta tækifærið til að bjarga ríkinu, samkvæmt frétt CNN. Hann sagði að ríkisstjórn hans yrði ekki pólitísk og markmið hennar væri að gera umfangsmiklar umbætur. Þingmeirihluti landsins, sem nýtur stuðnings Hezbollah, hefur lýst sig mótfallinn því að stofna ríkisstjórn tæknikrata. Hassan Diab, síðasti forsætisráðherra Líbanon, sagði af sér í sumar eftir að gríðarstór og mannskæð sprenging varð í höfn Beirút. Þegar Diab sagði af sér sagðist hann hafa komist að þeirri niðurstöðu að spillingin í Líbanon væri „stærri en ríkið“. Hariri er súnnímúslimi, en samkvæmt samkomulagi um valdaskiptingu í landinu skal forseti landsins vera kristinn, forsætisráðherrann súnnímúslimi og forseti þingsins sjíamúslimi. Þessi skipting er meðal þess sem mótmælendur í Líbanon hafa krafist að verði breytt. Köllum íbúa eftir umbótum hefur hingað til ekki verið svarað. Samkvæmt frétt Guardian hafa ráðandi öfl í landinu frekar þráast við og sett sig gegn umbótum, bæði efnahagslegum og stjórnarfarslegum. Staða landsins hefur versnað töluvert frá því í sumar. Ríkið hefur ekki getað borgað afborganir af miklum lánum sínum og skortur hefur myndast á ýmsum nauðsynjum eins og eldsneyti og hveiti. Þar að auki hefur gjaldmiðill landsins tapað um 80 prósentum af verðmæti sínu og óðaverðbólga hefur leitt til mikilla verðhækkana.
Líbanon Tengdar fréttir Ísrael og Líbanon hefja viðræður um umdeilt hafsvæði Yfirvöld í Ísrael og Líbanon hafa samþykkt að hefja viðræður sem ætlað er að binda enda á deilur um lögsögu ríkjanna. 1. október 2020 16:53 Ríkisstjórnarmyndun í Líbanon farin út um þúfur Tilraunir til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Líbanon eru farnar út um þúfur eftir að Mustapha Adib, tilnefndur forsætisráðherra, sagðist ekki vilja leiða ríkisstjórn sem væri dæmd til þess að springa. 26. september 2020 13:58 Konur í Beirút berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi Konur og stúlkur í Líbanon berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi. Sprengingarnar í Beirút , COVID-19 og djúpstæð efnahagskreppa veikja stöðu kvenna og stúlkna. 4. september 2020 14:00 Macron biðlar til Líbanon að mynda ríkisstjórn í flýti Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur biðlað til nýs forsætisráðherra Líbanon að mynda nýja ríkisstjórn í flýti. 31. ágúst 2020 23:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Ísrael og Líbanon hefja viðræður um umdeilt hafsvæði Yfirvöld í Ísrael og Líbanon hafa samþykkt að hefja viðræður sem ætlað er að binda enda á deilur um lögsögu ríkjanna. 1. október 2020 16:53
Ríkisstjórnarmyndun í Líbanon farin út um þúfur Tilraunir til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Líbanon eru farnar út um þúfur eftir að Mustapha Adib, tilnefndur forsætisráðherra, sagðist ekki vilja leiða ríkisstjórn sem væri dæmd til þess að springa. 26. september 2020 13:58
Konur í Beirút berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi Konur og stúlkur í Líbanon berskjaldaðar fyrir kynbundnu ofbeldi. Sprengingarnar í Beirút , COVID-19 og djúpstæð efnahagskreppa veikja stöðu kvenna og stúlkna. 4. september 2020 14:00
Macron biðlar til Líbanon að mynda ríkisstjórn í flýti Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur biðlað til nýs forsætisráðherra Líbanon að mynda nýja ríkisstjórn í flýti. 31. ágúst 2020 23:00