Macron biðlar til Líbanon að mynda ríkisstjórn í flýti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2020 23:00 Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Mustapha Adib, sem tilnefndur hefur verið til embættis forsætisráðherra Líbanon. Getty/Pool/LEBANESE PRESIDENCY Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur biðlað til nýs forsætisráðherra Líbanon að mynda nýja ríkisstjórn í flýti. Mustapha Adib var í dag tilnefndur til embættis forsætisráðherra en hann hefur verið sendiherra landsins í Þýskalandi undanfarin misseri. Adib hefur hlotið stuðning flestra þingmanna líbanska þingsins auk fjögurra fyrrverandi forsætisráðherra Líbanon. Allir helstu stjórnspekingar Líbanon segja afskipti Macron hafa leikið lykilhlutverk í því að einhugur næðist hvað varðar tilnefningu Adib. Ríkisstjórn landsins sagði af sér í kjölfar mannskæðrar sprengingar sem varð í Beirút, höfuðborg landsins, þann 4. ágúst síðastliðinn. Minnst tvö hundruð létust í sprengingunni og allt að þrjú hundruð þúsund misstu heimili sín. Macron kom til Beirút í dag, mánudag, í annað sinn eftir sprenginguna mannskæðu. Á meðan á heimsókn hans stendur er talið að hann muni þrýsta á líbanska stjórnmálamenn til þess að þeir beiti sér gegn spillingu og sólundun fjármuna. Þá sagði hann í samtali við fréttamenn að nýja ríkisstjórn þyrfti að mynda í snarhasti, sem Adib hefur þegar lofað. Hann hefur þó ekki mætt algerum einhug í ferð sinni en í Beirút mættu honum mótmælendur, sem kyrjuðu „enginn Adib,“ sem margir telja merki þess að almenningur landsins sjái tilnefningu Adib sem tilraun til að halda áfram í rótgrónar stjórnmálahefðir landsins. Frá því í október 2019 hafa mótmæli staðið yfir í landinu og hafa mótmælendur kallað eftir því að stjórnkerfi landsins verði endurskipulagt. Mótmælin hafa aðeins færst í aukana frá því sprengingin varð í ágúst sem er sögð vera til marks um opinbera vanrækslu og sinnuleysi yfirvalda. Hassan Diab, fyrrverandi forsætisráðherra landsins sem sagði af sér í kjölfar sprengingarinnar, tók við embættinu af Saad Hariri í desember á síðasta ári en Hariri sagði af sér vegna fyrrnefndra mótmæla. Ráðandi fylkingar í Líbanon deildu um margra mánaða skeið áður en Diab var skipaður í embætti en ríkisstjórn hans hlaut stuðning Hezbollah samtakanna, sem samanstanda af stjórnmálaflokki og vopnuðum sveitum shía-múslima. Skipting stjórnkerfisins í Líbanon, sem mótmælendur eru svo mótfallnir, gerir ráð fyrir því að forsætisráðherrann sé alltaf súnní-múslimi, forsetinn sé alltaf kristinnar trúar og forseti þingsins shía-múslimi. Þá eru mörg störf í landinu einnig skipuð samkvæmt þessari trúarskiptu hefð. Mótmælendur hafa sakað stjórnmálafólk landsins um frændhygli, pólitískt veitingarvald og landlæga spillingu. Líbanon Frakkland Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Líklegt að sendiherra verði næsti forsætisráðherra Líbanon Mustapha Adib, sendiherra Líbanon í Þýskalandi, er reiðbúinn til þess að taka við forsætisráðherrastólnum í Líbanon. 30. ágúst 2020 23:30 Einn fundinn sekur um morðið á Hariri Sérstakur dómstóll, sem nýtur stuðnings Sameinuðu þjóðanna, hefur sakfellt einn af þeim fjórum sem ákærðir voru fyrir aðild að morðinu á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, í Beirút árið 2005. 18. ágúst 2020 13:56 Líbanski herinn fær aukin völd Líbanska þingið hefur framlengt neyðarástandið landinu sem felur meðal annars í sér að herinn fær nú aukin völd. 13. ágúst 2020 12:15 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur biðlað til nýs forsætisráðherra Líbanon að mynda nýja ríkisstjórn í flýti. Mustapha Adib var í dag tilnefndur til embættis forsætisráðherra en hann hefur verið sendiherra landsins í Þýskalandi undanfarin misseri. Adib hefur hlotið stuðning flestra þingmanna líbanska þingsins auk fjögurra fyrrverandi forsætisráðherra Líbanon. Allir helstu stjórnspekingar Líbanon segja afskipti Macron hafa leikið lykilhlutverk í því að einhugur næðist hvað varðar tilnefningu Adib. Ríkisstjórn landsins sagði af sér í kjölfar mannskæðrar sprengingar sem varð í Beirút, höfuðborg landsins, þann 4. ágúst síðastliðinn. Minnst tvö hundruð létust í sprengingunni og allt að þrjú hundruð þúsund misstu heimili sín. Macron kom til Beirút í dag, mánudag, í annað sinn eftir sprenginguna mannskæðu. Á meðan á heimsókn hans stendur er talið að hann muni þrýsta á líbanska stjórnmálamenn til þess að þeir beiti sér gegn spillingu og sólundun fjármuna. Þá sagði hann í samtali við fréttamenn að nýja ríkisstjórn þyrfti að mynda í snarhasti, sem Adib hefur þegar lofað. Hann hefur þó ekki mætt algerum einhug í ferð sinni en í Beirút mættu honum mótmælendur, sem kyrjuðu „enginn Adib,“ sem margir telja merki þess að almenningur landsins sjái tilnefningu Adib sem tilraun til að halda áfram í rótgrónar stjórnmálahefðir landsins. Frá því í október 2019 hafa mótmæli staðið yfir í landinu og hafa mótmælendur kallað eftir því að stjórnkerfi landsins verði endurskipulagt. Mótmælin hafa aðeins færst í aukana frá því sprengingin varð í ágúst sem er sögð vera til marks um opinbera vanrækslu og sinnuleysi yfirvalda. Hassan Diab, fyrrverandi forsætisráðherra landsins sem sagði af sér í kjölfar sprengingarinnar, tók við embættinu af Saad Hariri í desember á síðasta ári en Hariri sagði af sér vegna fyrrnefndra mótmæla. Ráðandi fylkingar í Líbanon deildu um margra mánaða skeið áður en Diab var skipaður í embætti en ríkisstjórn hans hlaut stuðning Hezbollah samtakanna, sem samanstanda af stjórnmálaflokki og vopnuðum sveitum shía-múslima. Skipting stjórnkerfisins í Líbanon, sem mótmælendur eru svo mótfallnir, gerir ráð fyrir því að forsætisráðherrann sé alltaf súnní-múslimi, forsetinn sé alltaf kristinnar trúar og forseti þingsins shía-múslimi. Þá eru mörg störf í landinu einnig skipuð samkvæmt þessari trúarskiptu hefð. Mótmælendur hafa sakað stjórnmálafólk landsins um frændhygli, pólitískt veitingarvald og landlæga spillingu.
Líbanon Frakkland Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Líklegt að sendiherra verði næsti forsætisráðherra Líbanon Mustapha Adib, sendiherra Líbanon í Þýskalandi, er reiðbúinn til þess að taka við forsætisráðherrastólnum í Líbanon. 30. ágúst 2020 23:30 Einn fundinn sekur um morðið á Hariri Sérstakur dómstóll, sem nýtur stuðnings Sameinuðu þjóðanna, hefur sakfellt einn af þeim fjórum sem ákærðir voru fyrir aðild að morðinu á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, í Beirút árið 2005. 18. ágúst 2020 13:56 Líbanski herinn fær aukin völd Líbanska þingið hefur framlengt neyðarástandið landinu sem felur meðal annars í sér að herinn fær nú aukin völd. 13. ágúst 2020 12:15 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira
Líklegt að sendiherra verði næsti forsætisráðherra Líbanon Mustapha Adib, sendiherra Líbanon í Þýskalandi, er reiðbúinn til þess að taka við forsætisráðherrastólnum í Líbanon. 30. ágúst 2020 23:30
Einn fundinn sekur um morðið á Hariri Sérstakur dómstóll, sem nýtur stuðnings Sameinuðu þjóðanna, hefur sakfellt einn af þeim fjórum sem ákærðir voru fyrir aðild að morðinu á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, í Beirút árið 2005. 18. ágúst 2020 13:56
Líbanski herinn fær aukin völd Líbanska þingið hefur framlengt neyðarástandið landinu sem felur meðal annars í sér að herinn fær nú aukin völd. 13. ágúst 2020 12:15