Ekki viss um að Valsliðið geti æft saman fyrir Meistaradeildarleikinn Anton Ingi Leifsson skrifar 22. október 2020 19:32 Pétur Pétursson á hliðarlínunni fyrr í sumar. vísir/vilhelm Pétur Pétursson, þjálfari kvennaliðs Vals, er ekki viss um að liðið geti æft saman fyrir leikinn gegn HJK Helsinki í 1. umferð Meistaradeildar kvenna. Dregið var í dag og gátu Valsstúlkur, ríkjandi Íslandsmeistarar, annað hvort mætt HJK Helsinki eða KÍ Klaksvík frá Færeyjum. Valur fékk heimaleik gegn HJK og leikið verður annað hvort 3. eða 4. nóvember. „Við gátum fengið Færeyjar eða Helsinki og þetta voru tvö lið sem við teljum henta okkur ágætlega. Þetta var góð niðurstaða,“ „Ég veit ekkert um þetta lið og hef ekkert séð það. Við þurfum að kynna okkur það. Þetta eru allt erfiðir leikir og út frá því að við höfum ekkert fengið að æfa.“ Margar úr Valsliðinu eru nú með íslenska kvennalandsliðinu þar sem liðið undirbýr sig fyrir leik gegn Svíum en Valsstúlkur fá ekki mikinn undirbúning saman fyrir Meistaradeildarleikinn. „Landsliðið er úti og þær koma ekki heim fyrr en 28. eða 29. október og þá þurfa þær hugsanlega í sóttkví. Ég er ekki viss um að við getum æft neitt fyrir þennan leik.“ „Þetta er staðan og við tökum á þessu eins og þetta er. Við förum eftir þeim reglum sem settar eru og hvað við megum gera. Þetta er spennandi verkefni fyrir okkur.“ Pétur finnur til með leikmönnunum sem hafa verið að æfa einar að undanförnu en segir að æfingarnar horfi til betri vegar. „Þetta er frekar leiðinlegt fyrir leikmennina. Þær hafa verið í sitt hvoru horninu að æfa einar, meira og minna, og sem betur fer getum við mætt núna saman og sparkað aðeins í boltann sem er mikill munur. Þetta er örugglega búið að vera erfitt fyrir leikmenn á Íslandi.“ Klippa: Sportpakkinn - Pétur um möguleika Vals Meistaradeild Evrópu Valur Tengdar fréttir Valskonur fá finnsku meistarana í heimsókn Valur lenti á móti finnsku meisturunum í HJK Helsinki þegar dregið var í fyrstu umferð Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu i dag. 22. október 2020 10:23 Valur í Meistaradeild en æfingabann og leikjaleysi setur strik í reikninginn Ríkjandi Íslandsmeistarar Vals í knattspyrnu kvenna spila í Meistaradeild Evrópu í byrjun nóvember, um það leyti sem æfingabanni á höfuðborgarsvæðinu lýkur. 21. október 2020 12:30 Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira
Pétur Pétursson, þjálfari kvennaliðs Vals, er ekki viss um að liðið geti æft saman fyrir leikinn gegn HJK Helsinki í 1. umferð Meistaradeildar kvenna. Dregið var í dag og gátu Valsstúlkur, ríkjandi Íslandsmeistarar, annað hvort mætt HJK Helsinki eða KÍ Klaksvík frá Færeyjum. Valur fékk heimaleik gegn HJK og leikið verður annað hvort 3. eða 4. nóvember. „Við gátum fengið Færeyjar eða Helsinki og þetta voru tvö lið sem við teljum henta okkur ágætlega. Þetta var góð niðurstaða,“ „Ég veit ekkert um þetta lið og hef ekkert séð það. Við þurfum að kynna okkur það. Þetta eru allt erfiðir leikir og út frá því að við höfum ekkert fengið að æfa.“ Margar úr Valsliðinu eru nú með íslenska kvennalandsliðinu þar sem liðið undirbýr sig fyrir leik gegn Svíum en Valsstúlkur fá ekki mikinn undirbúning saman fyrir Meistaradeildarleikinn. „Landsliðið er úti og þær koma ekki heim fyrr en 28. eða 29. október og þá þurfa þær hugsanlega í sóttkví. Ég er ekki viss um að við getum æft neitt fyrir þennan leik.“ „Þetta er staðan og við tökum á þessu eins og þetta er. Við förum eftir þeim reglum sem settar eru og hvað við megum gera. Þetta er spennandi verkefni fyrir okkur.“ Pétur finnur til með leikmönnunum sem hafa verið að æfa einar að undanförnu en segir að æfingarnar horfi til betri vegar. „Þetta er frekar leiðinlegt fyrir leikmennina. Þær hafa verið í sitt hvoru horninu að æfa einar, meira og minna, og sem betur fer getum við mætt núna saman og sparkað aðeins í boltann sem er mikill munur. Þetta er örugglega búið að vera erfitt fyrir leikmenn á Íslandi.“ Klippa: Sportpakkinn - Pétur um möguleika Vals
Meistaradeild Evrópu Valur Tengdar fréttir Valskonur fá finnsku meistarana í heimsókn Valur lenti á móti finnsku meisturunum í HJK Helsinki þegar dregið var í fyrstu umferð Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu i dag. 22. október 2020 10:23 Valur í Meistaradeild en æfingabann og leikjaleysi setur strik í reikninginn Ríkjandi Íslandsmeistarar Vals í knattspyrnu kvenna spila í Meistaradeild Evrópu í byrjun nóvember, um það leyti sem æfingabanni á höfuðborgarsvæðinu lýkur. 21. október 2020 12:30 Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira
Valskonur fá finnsku meistarana í heimsókn Valur lenti á móti finnsku meisturunum í HJK Helsinki þegar dregið var í fyrstu umferð Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu i dag. 22. október 2020 10:23
Valur í Meistaradeild en æfingabann og leikjaleysi setur strik í reikninginn Ríkjandi Íslandsmeistarar Vals í knattspyrnu kvenna spila í Meistaradeild Evrópu í byrjun nóvember, um það leyti sem æfingabanni á höfuðborgarsvæðinu lýkur. 21. október 2020 12:30