Valur í Meistaradeild en æfingabann og leikjaleysi setur strik í reikninginn Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2020 12:30 Sjö leikmenn Vals eru með landsliðinu í Svíþjóð og því fámennt á æfingum á Hlíðarenda þessa dagana, þar sem þar að auki þarf að fylgja ströngum sóttvarnareglum. vísir/vilhelm Ríkjandi Íslandsmeistarar Vals í knattspyrnu kvenna fá að vita á morgun hvort þær leika á heima- eða útivelli, og gegn hvaða liði, í fyrri umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Ljóst er að Valskonur spila 3. eða 4. nóvember, á Íslandi í Finnlandi eða í Færeyjum, en íþróttir með snertingu eru bannaðar á höfuðborgarsvæðinu til 3. nóvember og hafa verið bannaðar síðustu tvær vikur. Það gerir undirbúning Valsliðsins erfiðan, sem og sú staðreynd að sjö leikmanna liðsins eru nú komnir með íslenska landsliðinu til Svíþjóðar og verða þar fram yfir landsleikinn í Gautaborg 27. október. Eiður Benedikt Eiríksson, aðstoðarþjálfari Vals, tekur undir að undirbúningur fyrir Meistaradeildarleikina sé snúinn. Hann bendir á að mánuður verði liðinn frá síðasta leik Vals þegar liðið leikur í Meistaradeildinni. „Þetta er hálfömurleg staða að vera í. Við höfum verið að æfa með alla leikmenn í sitt hvoru laginu. Þær fengu bara bolta heim og sinna sínu heimaprógrammi. Í gær gat hópurinn komið saman á Hlíðarenda, þó hann telji núna aðeins um tíu leikmenn vegna landsleiksins, en við þurftum að fara eftir reglum um tveggja metra reglu og annað slíkt. Þetta er ekki besti undirbúningurinn en við reynum að gera gott út úr þessu.“ Mæta HJK Helsinki eða KÍ Klaksvík Dregist hefur á langinn að hefja undankeppni Meistaradeildarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Ákveðið var að breyta undankeppninni svo að í henni verða leiknar tvær stuttar umferðir, með stökum útsláttarleikjum í stað þess að leika heima og að heiman. Valur þarf því að vinna tvo leiki (og slá þar með út tvo andstæðinga) til að komast í 32-liða úrslitin. Þangað stefna Valskonur fullum fetum, segir Eiður. Seinni umferð undankeppninnar er 18. og 19. nóvember (þá verður keppni væntanlega hafin að nýju í Pepsi Max-deildinni) og 32-liða úrslitin í jólamánuðinum, 8.-9. og 15.-16. desember. Valskonur eru ríkjandi Íslandsmeistarar en töpuðu fyrir Breiðabliki í toppslagnum 3. október. Síðan þá hefur liðið ekki getað spilað vegna íþróttabanns á höfuðborgarsvæðinu.vísir/hulda margrét Dregið verður í fyrri umferðina á morgun og hefur UEFA skipt liðunum 40 í tíu hópa eftir því hvar í Evrópu þau eru staðsett. Innan hvers hóps eru svo tvö sterkari lið, sem ekki geta mæst, og tvö lægra skrifuð lið. Valur og Vålerenga frá Noregi eru í efri styrkleikaflokki og geta dregist gegn HJK Helsinki frá Finnlandi eða KÍ Klaksvík frá Færeyjum. Sömuleiðis er dregið um það hvaða lið fá heimaleiki. Saman á hóteli í Reykjavík eða úti Eiður segir ljóst að ef Valskonur fái ekki að æfa með hefðbundnum hætti fram til 3. nóvember þá fari liðið í vinnusóttkví á Íslandi verði leikurinn hér, eða til Finnlands eða Færeyja eins fljótt og auðið er. „Ef að við fengjum leik heima á Íslandi hugsa ég að við færum saman á hótel og æfðum saman í „búbblu“ eins og landsliðin hafa verið að gera. Landsliðskonurnar gætu þá komið strax til móts við okkur þar. Sama yrði uppi á teningnum ef við færum í útileik. Þá myndu þær sem eru í landsliðinu hugsanlega koma beint þangað frá Svíþjóð,“ segir Eiður. Þurfa ekki að hætta við eins og handboltaliðin Valur dró handknattleikslið sín úr Evrópukeppnum vegna kórónuveirufaraldursins nú í haust. Eiður segir hins vegar ekkert annað hafa komið til greina en að knattspyrnukonur félagsins myndu spila í Meistaradeildinni. Það sé enda staðreynd að vegna peninga frá UEFA komi Valur svo að segja út á sléttu við að taka þátt í keppninni, og hagnist af þátttöku komist liðið í 16-liða úrslit, en að þátttaka í handboltakeppnunum kosti aftur á móti nokkrar milljónir. Meistaradeild Evrópu Valur Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Fleiri fréttir Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sjá meira
Ríkjandi Íslandsmeistarar Vals í knattspyrnu kvenna fá að vita á morgun hvort þær leika á heima- eða útivelli, og gegn hvaða liði, í fyrri umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Ljóst er að Valskonur spila 3. eða 4. nóvember, á Íslandi í Finnlandi eða í Færeyjum, en íþróttir með snertingu eru bannaðar á höfuðborgarsvæðinu til 3. nóvember og hafa verið bannaðar síðustu tvær vikur. Það gerir undirbúning Valsliðsins erfiðan, sem og sú staðreynd að sjö leikmanna liðsins eru nú komnir með íslenska landsliðinu til Svíþjóðar og verða þar fram yfir landsleikinn í Gautaborg 27. október. Eiður Benedikt Eiríksson, aðstoðarþjálfari Vals, tekur undir að undirbúningur fyrir Meistaradeildarleikina sé snúinn. Hann bendir á að mánuður verði liðinn frá síðasta leik Vals þegar liðið leikur í Meistaradeildinni. „Þetta er hálfömurleg staða að vera í. Við höfum verið að æfa með alla leikmenn í sitt hvoru laginu. Þær fengu bara bolta heim og sinna sínu heimaprógrammi. Í gær gat hópurinn komið saman á Hlíðarenda, þó hann telji núna aðeins um tíu leikmenn vegna landsleiksins, en við þurftum að fara eftir reglum um tveggja metra reglu og annað slíkt. Þetta er ekki besti undirbúningurinn en við reynum að gera gott út úr þessu.“ Mæta HJK Helsinki eða KÍ Klaksvík Dregist hefur á langinn að hefja undankeppni Meistaradeildarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Ákveðið var að breyta undankeppninni svo að í henni verða leiknar tvær stuttar umferðir, með stökum útsláttarleikjum í stað þess að leika heima og að heiman. Valur þarf því að vinna tvo leiki (og slá þar með út tvo andstæðinga) til að komast í 32-liða úrslitin. Þangað stefna Valskonur fullum fetum, segir Eiður. Seinni umferð undankeppninnar er 18. og 19. nóvember (þá verður keppni væntanlega hafin að nýju í Pepsi Max-deildinni) og 32-liða úrslitin í jólamánuðinum, 8.-9. og 15.-16. desember. Valskonur eru ríkjandi Íslandsmeistarar en töpuðu fyrir Breiðabliki í toppslagnum 3. október. Síðan þá hefur liðið ekki getað spilað vegna íþróttabanns á höfuðborgarsvæðinu.vísir/hulda margrét Dregið verður í fyrri umferðina á morgun og hefur UEFA skipt liðunum 40 í tíu hópa eftir því hvar í Evrópu þau eru staðsett. Innan hvers hóps eru svo tvö sterkari lið, sem ekki geta mæst, og tvö lægra skrifuð lið. Valur og Vålerenga frá Noregi eru í efri styrkleikaflokki og geta dregist gegn HJK Helsinki frá Finnlandi eða KÍ Klaksvík frá Færeyjum. Sömuleiðis er dregið um það hvaða lið fá heimaleiki. Saman á hóteli í Reykjavík eða úti Eiður segir ljóst að ef Valskonur fái ekki að æfa með hefðbundnum hætti fram til 3. nóvember þá fari liðið í vinnusóttkví á Íslandi verði leikurinn hér, eða til Finnlands eða Færeyja eins fljótt og auðið er. „Ef að við fengjum leik heima á Íslandi hugsa ég að við færum saman á hótel og æfðum saman í „búbblu“ eins og landsliðin hafa verið að gera. Landsliðskonurnar gætu þá komið strax til móts við okkur þar. Sama yrði uppi á teningnum ef við færum í útileik. Þá myndu þær sem eru í landsliðinu hugsanlega koma beint þangað frá Svíþjóð,“ segir Eiður. Þurfa ekki að hætta við eins og handboltaliðin Valur dró handknattleikslið sín úr Evrópukeppnum vegna kórónuveirufaraldursins nú í haust. Eiður segir hins vegar ekkert annað hafa komið til greina en að knattspyrnukonur félagsins myndu spila í Meistaradeildinni. Það sé enda staðreynd að vegna peninga frá UEFA komi Valur svo að segja út á sléttu við að taka þátt í keppninni, og hagnist af þátttöku komist liðið í 16-liða úrslit, en að þátttaka í handboltakeppnunum kosti aftur á móti nokkrar milljónir.
Meistaradeild Evrópu Valur Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Fleiri fréttir Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sjá meira