Enski boltinn

Segir Arteta gera lítið úr Lacazette með liðsvali sínu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lacazette og Arteta ræða saman í leik gegn Leicester.
Lacazette og Arteta ræða saman í leik gegn Leicester. Stuart MacFarlane/Arsenal FC

Andy Cole, fyrrum framherji Manchester United og nú spekingur BT Sport, segir að Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hafi gert lítið úr framherjanum Alexandre Lacazette með að byrja með hann á bekknum um helgina.

Arsenal tapaði 1-0 fyrir Manchester City á útivelli en í stað þess að byrja með framherjann Lacazette sem fremsta mann þá veðjaði Arteta á vængmanninn Willian til að byrja sem fremsta mann.

Það skilaði ekki til áætluðum árangri og leikurinn endaði eins og áður segir með 1-0 sigri heimamanna í City.

„Þetta er vanvirðing varðandi Lacazette. Willian er ekki framherji,“ sagði Cole í samtali við TalkSport.

„Þú ert með framherja á bekknum sem er þinn helsti markaskorari og þú snýrð þér við og segir: Sjáðu, ég er að fara spila Willian sem fremsta manni. Þú situr á bekknum og horfir á hann spila.“

„Þetta er vanvirðing,“ bætti Cole við.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.