Veður

Víða hálku­blettir á götum og gang­stéttum

Atli Ísleifsson skrifar
Spáð er hægum vindum og víða léttskýjuðu í dag, en síðan gangi í suðvestankalda með skúrum eða éljum norðvestan til eftir hádegi.
Spáð er hægum vindum og víða léttskýjuðu í dag, en síðan gangi í suðvestankalda með skúrum eða éljum norðvestan til eftir hádegi. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan hefur vakið athygli á að frost sé víða um land nú í morgunsárið sem þýði að víða geti leynst hálkublettir á götum og gangstéttum.

Spáð er hægum vindum og víða léttskýjuðu í dag, en síðan gangi í suðvestankalda með skúrum eða éljum norðvestan til eftir hádegi.

„Á morgun myndast grunn lægð á Grænlandshafi og gengur í suðaustankalda með rigningu eða slyddu á vestanverðu landinu. Önnur og dýpri lægð nálgast á fimmtudag og hvessir þá talsvert úr eystri og rignir dálítil sunnan til. Hiti yfirleitt 1 til 6 stig að deginum.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Suðlæg átt, 5-10 m/s og dálítil rigning eða slydda á vesturhelmingi landsins og hiti 1 til 6 stig. Hægari og bjartviðri eystra með hita kringum frostmark.

Á fimmtudag: Gengur í suðaustan og austan 13-20 m/s með rigningu víða á landinu, hvassst syðst, en hægara og þurrt norðanlands og hlýnar í veðri.

Á föstudag: Allhvöss eða hvöss austan- og norðaustanátt með talsverðri rigningu S- og A-lands, en annars úrkomuminna. Hiti 1 til 8 stig, mildast syðst.

Á laugardag (fyrsti vetrardagur): Útlit fyrir norðaustanhvassviðri, jafn vel storm með talsverðri rigningu víða á landinu, en úrkomuminna á V-landi. Fremur hlýtt í veðri.

Á sunnudag: Stíf norðaustanátt NV-til, en annars mun hægari vindar og væta í flestum landshlutum. Áfram hlýtt í veðri.

Á mánudag: Líklega norðanátt með éljum á N-verðu landinu, en bjartviðri syðra og kólnar heldur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.