Van Dijk ætlar að snúa aftur sterkari en nokkru sinni Sindri Sverrisson skrifar 19. október 2020 07:31 Virgil van Dijk mun ekki spila með Liverpool næstu mánuðina eftir þessa tæklingu Jordan Pickford. Getty/Laurence Griffiths Óvíst er hvort Virgil van Dijk spili meira með Liverpool á leiktíðinni vegna meiðsla en hann ætlar sér að snúa til baka betri og sterkari en nokkru sinni fyrr. Hollenski landsliðsmiðvörðurinn meiddist við slæma tæklingu Jordan Pickford í Bítlaborgarslagnum í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Meiðslin eru í fremra krossbandi í hné en Liverpool vill bíða með að áætla hve lengi hann verði frá keppni þar til að lokinni aðgerð. Van Dijk hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann greinir frá því að nú hafi hann í samvinnu við sérfræðing útbúið áætlun um endurhæfingu sína. „Ég er núna algjörlega einbeittur að bataferlinu og mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að snúa til baka eins fljótt og auðið er. Þrátt fyrir hin augljósu vonbrigði þá trúi ég því að í öllum erfiðleikum felist tækifæri og með Guðs hjálp ætla ég að snúa til baka betri, hraustari og sterkari en nokkru sinni fyrr,“ skrifaði Van Dijk. „Ég tel að í fótbolta eins og í lífinu sjálfu þá sé ástæða fyrir öllu sem gerist og að það sé mikilvægt að halda haus í gegnum bæði það góða og það slæma. Með stuðningi konu minnar, barna, fjölskyldu og allra hjá Liverpool þá er ég tilbúinn í þá áskorun sem framundan er,“ skrifaði Van Dijk og þakaði fyrir stuðninginn sem hann hefur fengið síðustu daga. View this post on Instagram A post shared by Virgil van Dijk (@virgilvandijk) on Oct 18, 2020 at 1:59pm PDT Enski boltinn Tengdar fréttir Vilja að enska úrvalsdeildin skoði ákvarðanir myndbandsdómara Englandsmeistarar Liverpool eru vægast sagt ósáttir með 2-2 jafntefli sitt gegn Everton í gær. Skiljanlega þar sem tvö atvik féllu þeim alls ekki í hag eftir að þau höfðu verið skoðuð betur af myndbandsdómara leiksins. 18. október 2020 10:25 Jafntefli niðurstaðan í ótrúlegum leik Everton og Liverpool Það VAR mikil dramatík í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er erkifjendurnir Everton og Liverpool mættust. Lokatölur 2-2 eftir að mark var dæmt af Englandsmeisturum Liverpool í uppbótartíma. 17. október 2020 13:30 Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Óvíst er hvort Virgil van Dijk spili meira með Liverpool á leiktíðinni vegna meiðsla en hann ætlar sér að snúa til baka betri og sterkari en nokkru sinni fyrr. Hollenski landsliðsmiðvörðurinn meiddist við slæma tæklingu Jordan Pickford í Bítlaborgarslagnum í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Meiðslin eru í fremra krossbandi í hné en Liverpool vill bíða með að áætla hve lengi hann verði frá keppni þar til að lokinni aðgerð. Van Dijk hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann greinir frá því að nú hafi hann í samvinnu við sérfræðing útbúið áætlun um endurhæfingu sína. „Ég er núna algjörlega einbeittur að bataferlinu og mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að snúa til baka eins fljótt og auðið er. Þrátt fyrir hin augljósu vonbrigði þá trúi ég því að í öllum erfiðleikum felist tækifæri og með Guðs hjálp ætla ég að snúa til baka betri, hraustari og sterkari en nokkru sinni fyrr,“ skrifaði Van Dijk. „Ég tel að í fótbolta eins og í lífinu sjálfu þá sé ástæða fyrir öllu sem gerist og að það sé mikilvægt að halda haus í gegnum bæði það góða og það slæma. Með stuðningi konu minnar, barna, fjölskyldu og allra hjá Liverpool þá er ég tilbúinn í þá áskorun sem framundan er,“ skrifaði Van Dijk og þakaði fyrir stuðninginn sem hann hefur fengið síðustu daga. View this post on Instagram A post shared by Virgil van Dijk (@virgilvandijk) on Oct 18, 2020 at 1:59pm PDT
Enski boltinn Tengdar fréttir Vilja að enska úrvalsdeildin skoði ákvarðanir myndbandsdómara Englandsmeistarar Liverpool eru vægast sagt ósáttir með 2-2 jafntefli sitt gegn Everton í gær. Skiljanlega þar sem tvö atvik féllu þeim alls ekki í hag eftir að þau höfðu verið skoðuð betur af myndbandsdómara leiksins. 18. október 2020 10:25 Jafntefli niðurstaðan í ótrúlegum leik Everton og Liverpool Það VAR mikil dramatík í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er erkifjendurnir Everton og Liverpool mættust. Lokatölur 2-2 eftir að mark var dæmt af Englandsmeisturum Liverpool í uppbótartíma. 17. október 2020 13:30 Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Vilja að enska úrvalsdeildin skoði ákvarðanir myndbandsdómara Englandsmeistarar Liverpool eru vægast sagt ósáttir með 2-2 jafntefli sitt gegn Everton í gær. Skiljanlega þar sem tvö atvik féllu þeim alls ekki í hag eftir að þau höfðu verið skoðuð betur af myndbandsdómara leiksins. 18. október 2020 10:25
Jafntefli niðurstaðan í ótrúlegum leik Everton og Liverpool Það VAR mikil dramatík í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er erkifjendurnir Everton og Liverpool mættust. Lokatölur 2-2 eftir að mark var dæmt af Englandsmeisturum Liverpool í uppbótartíma. 17. október 2020 13:30