Enski boltinn

Pep ver Agüero eftir atvik gærdagsins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Atvikið sem um er ræðir. 
Atvikið sem um er ræðir.  Michael Regan/Getty Images

Í leik Manchester City og Arsenal í gær kom upp atvik sem hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum. Sergio Agüero, leikmaður Man City, tók þá í öxl aðstoðardómarans Sian Massey-Ellis eftir að hún dæmdi ekki argentíska framherjanum í hag. 

Mikil umræða myndaðist hvort Aguero hefði gert slíkt hið sama ef Massey væri karlkyns. Pep Guardiola, þjálfari Man City, kom hinum 32 ára gamla Agüero til varnar eftir leik.

„Sergio er ein besta manneskja sem ég hef kynnst á ævi minni. Ekki vera að leita að vandamálum þar sem það eru engin,“ sagði Guardiola eftir leik.

Skoðun Guardiola skiptir þó litlu hér þar sem það stendur skýrt í reglunum að leikmenn megi ekki snerta dómara. Agüero slapp því með skrekkinn.

Micah Richards, fyrrum leikmaður Manchester City, Aston Villa og núverandi starfsmaðru Sky Sports, sagði að Agüero vissi upp á sig sökina og ætti að vita betur. Þó hrósaði hann Massey-Ellis fyrir viðbrögð sín en hún lyfti einfaldlega upp hendinni og benti svo Aguero á að ganga í burtu.

Hvað leikinn varðar þá vann City 1-0 sigur á Arsenal þökk sé Raheem Sterling. Það er eflaust sá aðili sem Aguero ætti að vera taka utan um frekar en dómara leiksins.


Tengdar fréttir

City með mikilvægan sigur á Arsenal

Manchester City vann góðan 1-0 sigur á Arsenal í dag. Pep Guardiola hjá Manchester City sigraði þar með sinn gamla lærisvein Mikel Arteta, stjóra Arsenal.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.