Enski boltinn

Mynd­bands­dómgæsla í aðal­hlut­verki á Goodi­son Park

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Það var nóg af umdeildum atvikum í leik Everton og Liverpool.
Það var nóg af umdeildum atvikum í leik Everton og Liverpool. John Powell/Getty Images

Everton og Liverpool gerðu 2-2 jafntefli í hreint út sagt ótrúlegum leik í ensku úrvalsdeildinni í dag. Myndbandsdómgæsla heldur áfram að spila stóran þátt en Jordan Henderson - fyrirliði Englandsmeistara Liverpool - hélt að hann hefði tryggt liði sínu sigur í uppbótartíma.

Þess í stað var markið dæmt af og lokatölur 2-2 á Goodison Park í dag. Var þetta annað atvik leiksins þar sem myndbandsdómgæsla spilaði stóran þátt. Jordan Pickford, markvörður Everton, hefði fengið rautt spjald fyrir tæklingu á Virgil van Dijk ef ekki hefði verið dæmd rangstaða eftir að atvikið var skoðað.

Gylfi Þór Sigurðsson spilaði hálftíma í liði Everton í dag.

Hér að neðan má sjá umræðu um leikinn á samfélagsmiðlinum Twitter.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.