Átta milljónir kórónuveirusmita í Bandaríkjunum Sylvía Hall skrifar 17. október 2020 07:52 Faraldurinn er í töluverðum vexti vestanhafs um þessar mundir og hefur metfjöldi tilfella verið staðfestur í mörgum ríkjum Bandaríkjanna undanfarna daga. Vísir/Getty Fjöldi staðfestra smita í Bandaríkjunum fór yfir átta milljónir á föstudag og fer þeim ört fjölgandi. Að meðaltali hafa 53 þúsund smit greinst á hverjum degi undanfarna vikuna og er það 55 prósent aukning undanfarin mánuð að því er fram kemur á vef CNN. Þar er vísað til tölfræði John Hopkins-háskólans en samkvæmt tölum gærdagsins var um metfjölda smita að ræða í fjórum ríkjum; Idaho, Illinois, Norður-Karólínu og Wyoming. Ólíkt fyrri bylgjum faraldursins er fjölgunin að eiga sér stað í öllum landshlutum. Þannig voru fleiri tilfelli staðfest í þrjátíu ríkjum þessa vikuna samanborið við vikuna áður. Fjórtán ríki náðu nýjum hæðum í fjölda greindra og þurftu fleiri á sjúkrahúsinnlögn að halda. Hátt í 220 þúsund hafa látist af völdum kórónuveirunnar vestanhafs. Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, er uggandi yfir þróuninni.AP/Alex Brandon Óttast fleiri smit yfir vetrartímann Dr. Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna og einn helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, segir þróunina uggvænlega fyrir komandi vetur. „Við erum á vondum stað núna. Við verðum að snúa þessari þróun við.“ Hann segist hafa trú á bandarísku þjóðinni og telur hana átta sig á því að stórt vandamál sé fyrir höndum. Til þess að geta haldið samfélaginu gangandi þurfi fólk að huga að sóttvörnum. Fauci nefnir fimm hluti sem geta skipt sköpum í baráttunni við veiruna. Telur hann nauðsynlegt að fólk noti andlitsgrímur á almannafæri, viðhaldi fjarlægð frá öðrum, forðist hópamyndun, stundi útivist og þvo sér reglulega um hendurnar. Þannig sé hægt að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar. „Þetta vandamál er of mikilvægt. Ég hef helgað lífi mínu í að berjast gegn smitsjúkdómum. Þetta er faraldur af sögulegri stærð sem við höfum ekki séð í 102 ár,“ sagði Fauci, sem ætlar sér að halda áfram baráttunni óháð því hver vinnur forsetakosningarnar í nóvember næstkomandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Hefja tilraunir með nýtt bóluefni í einum skammti Stærsta alþjóðlega tilraunin með bóluefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, til þessa er hafin í Bandaríkjunum. 23. september 2020 16:30 Kompás: Hvenær verður lífið eðlilegt aftur? Hvenær fáum við bóluefni við kórónuveirunni? Þetta er spurning sem brunnið hefur á heimsbyggðinni frá því faraldurinn hófst. Þrátt fyrir stífar sóttvarnaaðgerðir er veiran enn þá á fleygiferð og eru vonir bundnar við að bóluefni muni geta fært líf okkar aftur í eðlilegra horf. 15. október 2020 09:01 Ósáttur við að hafa verið slitinn úr samhengi í auglýsingu Trumps 11. október 2020 23:00 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Fjöldi staðfestra smita í Bandaríkjunum fór yfir átta milljónir á föstudag og fer þeim ört fjölgandi. Að meðaltali hafa 53 þúsund smit greinst á hverjum degi undanfarna vikuna og er það 55 prósent aukning undanfarin mánuð að því er fram kemur á vef CNN. Þar er vísað til tölfræði John Hopkins-háskólans en samkvæmt tölum gærdagsins var um metfjölda smita að ræða í fjórum ríkjum; Idaho, Illinois, Norður-Karólínu og Wyoming. Ólíkt fyrri bylgjum faraldursins er fjölgunin að eiga sér stað í öllum landshlutum. Þannig voru fleiri tilfelli staðfest í þrjátíu ríkjum þessa vikuna samanborið við vikuna áður. Fjórtán ríki náðu nýjum hæðum í fjölda greindra og þurftu fleiri á sjúkrahúsinnlögn að halda. Hátt í 220 þúsund hafa látist af völdum kórónuveirunnar vestanhafs. Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, er uggandi yfir þróuninni.AP/Alex Brandon Óttast fleiri smit yfir vetrartímann Dr. Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna og einn helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, segir þróunina uggvænlega fyrir komandi vetur. „Við erum á vondum stað núna. Við verðum að snúa þessari þróun við.“ Hann segist hafa trú á bandarísku þjóðinni og telur hana átta sig á því að stórt vandamál sé fyrir höndum. Til þess að geta haldið samfélaginu gangandi þurfi fólk að huga að sóttvörnum. Fauci nefnir fimm hluti sem geta skipt sköpum í baráttunni við veiruna. Telur hann nauðsynlegt að fólk noti andlitsgrímur á almannafæri, viðhaldi fjarlægð frá öðrum, forðist hópamyndun, stundi útivist og þvo sér reglulega um hendurnar. Þannig sé hægt að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar. „Þetta vandamál er of mikilvægt. Ég hef helgað lífi mínu í að berjast gegn smitsjúkdómum. Þetta er faraldur af sögulegri stærð sem við höfum ekki séð í 102 ár,“ sagði Fauci, sem ætlar sér að halda áfram baráttunni óháð því hver vinnur forsetakosningarnar í nóvember næstkomandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Hefja tilraunir með nýtt bóluefni í einum skammti Stærsta alþjóðlega tilraunin með bóluefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, til þessa er hafin í Bandaríkjunum. 23. september 2020 16:30 Kompás: Hvenær verður lífið eðlilegt aftur? Hvenær fáum við bóluefni við kórónuveirunni? Þetta er spurning sem brunnið hefur á heimsbyggðinni frá því faraldurinn hófst. Þrátt fyrir stífar sóttvarnaaðgerðir er veiran enn þá á fleygiferð og eru vonir bundnar við að bóluefni muni geta fært líf okkar aftur í eðlilegra horf. 15. október 2020 09:01 Ósáttur við að hafa verið slitinn úr samhengi í auglýsingu Trumps 11. október 2020 23:00 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Hefja tilraunir með nýtt bóluefni í einum skammti Stærsta alþjóðlega tilraunin með bóluefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, til þessa er hafin í Bandaríkjunum. 23. september 2020 16:30
Kompás: Hvenær verður lífið eðlilegt aftur? Hvenær fáum við bóluefni við kórónuveirunni? Þetta er spurning sem brunnið hefur á heimsbyggðinni frá því faraldurinn hófst. Þrátt fyrir stífar sóttvarnaaðgerðir er veiran enn þá á fleygiferð og eru vonir bundnar við að bóluefni muni geta fært líf okkar aftur í eðlilegra horf. 15. október 2020 09:01