Hefja tilraunir með nýtt bóluefni í einum skammti Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2020 16:30 Bóluefnið sem Johnson & Johnson er með í þróun er aðeins gefið í einum skammti. AP/Cheryl Gerber/Johnson & Johnson Stærsta alþjóðlega tilraunin með bóluefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, til þessa er hafin í Bandaríkjunum. Til stendur að fá sextíu þúsund sjálfboðaliða til að taka þátt í rannsókninni á bóluefninu sem er það eina sem er í þróun í Bandaríkjunum sem er gefið í einum skammti. Rannsóknin er á vegum stórfyrirtækisins Johnson & Johnson, að sögn AP-fréttastofunnar. Donald Trump Bandaríkjaforseti er afar spenntur fyrir henni og hefur tíst og áframtíst ítrekað um hana síðasta sólarhringinn. Krafðist hann þess að Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefði hraðar hendur. Ásakanir hafa verið um að Trump og ríkisstjórn hans reyni nú að blása upp möguleikann á að bóluefni við veikinni sé á næsta leiti í aðdraganda forsetakosninga í nóvember. Stephen Hahn, forstjóri FDA, fullyrðir að það verði vísindamenn en ekki stjórnmálamenn sem ákveði hvort að bóluefni standist kröfur um öryggi og virkni. „Vísindin munu lýsa okkur veginn. FDA mun ekki leyfa nokkurn þrýsting frá nokkrum sem breytir því. Ég mun setja hagsmuni bandarísku þjóðarinnar ofar öllum öðrum,“ segir Hahn. Trump hefur beitt stofnanir alríkisins miklum þrýstingi vegna bóluefnis og faraldursins almennt að undanförnu. Þannig setti hann ofan í við forstjóra Sóttvarnastofnunarinnar um mikilvægi grímunotkunar og hvenær bóluefni gæti verið væntanlegt á dögunum. Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur ríkisstjórnar Trump, segist hóflega bjartsýnn á að öruggt og virkt bóluefni sé væntanlegt þó að ekki sé á vísan að róa með það. Staðhæfir hann að menn muni ekki stytta sér leið við tilraunir með möguleg bóluefni. Fleiri bandarísk lyfjafyrirtæki vinna að þróun bóluefnis, þar á meðal AstraZeneca. Þau bóluefni eru gefin í tveimur skömmtum. Mögulegt bóluefni Johnson & Johnson er aðeins gefið í einum skammti og er sagt byggja á grunni ebólubóluefnis. Paul Stoffels, aðalvísindamaður Johnson & Johnson, segir að niðurstöður gætu legið fyrir snemma á næsta ári. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Baðst afsökunar á ummælum um blóðvökvameðferð Stephen Hahn, yfirmaður Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (FDA) hefur beðist afsökunar á því að hafa talað of frjálslega um kosti blóðvökva þeirra sem hafa jafnað sig af Covid-19. 25. ágúst 2020 16:44 Draga til baka umdeilda breytingu á leiðbeiningum um sýnatöku Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur á nýjan leik breytt opinberum ráðleggingum sínum til bandarísks almennings hvað varðar kórónuveirufaraldurinn. 18. september 2020 22:46 Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. 17. september 2020 06:52 Ráðgjafar Trump gerðu tilraunir til að breyta skýrslum um framgang faraldursins Samskiptaráðgjafar í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem skipaðir voru af Donald Trump Bandaríkjaforseta, hafa óskað eftir því að fá að fara yfir og gera breytingar á vikulegum skýrslum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna um þróun kórónuveirufaraldursins. 12. september 2020 10:04 Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51 Segja ríkjum að búa sig undir bóluefni rétt fyrir kosningar Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefur sagt heilbrigðisyfirvöldum í öllum ríkjum og stærstu borgum landsins að búa sig undir að dreifa bóluefni gegn Covid-19 til tiltekinna hópa strax í lok október eða byrjun nóvember, rétt fyrir kosningar. 2. september 2020 22:30 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Stærsta alþjóðlega tilraunin með bóluefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, til þessa er hafin í Bandaríkjunum. Til stendur að fá sextíu þúsund sjálfboðaliða til að taka þátt í rannsókninni á bóluefninu sem er það eina sem er í þróun í Bandaríkjunum sem er gefið í einum skammti. Rannsóknin er á vegum stórfyrirtækisins Johnson & Johnson, að sögn AP-fréttastofunnar. Donald Trump Bandaríkjaforseti er afar spenntur fyrir henni og hefur tíst og áframtíst ítrekað um hana síðasta sólarhringinn. Krafðist hann þess að Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefði hraðar hendur. Ásakanir hafa verið um að Trump og ríkisstjórn hans reyni nú að blása upp möguleikann á að bóluefni við veikinni sé á næsta leiti í aðdraganda forsetakosninga í nóvember. Stephen Hahn, forstjóri FDA, fullyrðir að það verði vísindamenn en ekki stjórnmálamenn sem ákveði hvort að bóluefni standist kröfur um öryggi og virkni. „Vísindin munu lýsa okkur veginn. FDA mun ekki leyfa nokkurn þrýsting frá nokkrum sem breytir því. Ég mun setja hagsmuni bandarísku þjóðarinnar ofar öllum öðrum,“ segir Hahn. Trump hefur beitt stofnanir alríkisins miklum þrýstingi vegna bóluefnis og faraldursins almennt að undanförnu. Þannig setti hann ofan í við forstjóra Sóttvarnastofnunarinnar um mikilvægi grímunotkunar og hvenær bóluefni gæti verið væntanlegt á dögunum. Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur ríkisstjórnar Trump, segist hóflega bjartsýnn á að öruggt og virkt bóluefni sé væntanlegt þó að ekki sé á vísan að róa með það. Staðhæfir hann að menn muni ekki stytta sér leið við tilraunir með möguleg bóluefni. Fleiri bandarísk lyfjafyrirtæki vinna að þróun bóluefnis, þar á meðal AstraZeneca. Þau bóluefni eru gefin í tveimur skömmtum. Mögulegt bóluefni Johnson & Johnson er aðeins gefið í einum skammti og er sagt byggja á grunni ebólubóluefnis. Paul Stoffels, aðalvísindamaður Johnson & Johnson, segir að niðurstöður gætu legið fyrir snemma á næsta ári.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Baðst afsökunar á ummælum um blóðvökvameðferð Stephen Hahn, yfirmaður Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (FDA) hefur beðist afsökunar á því að hafa talað of frjálslega um kosti blóðvökva þeirra sem hafa jafnað sig af Covid-19. 25. ágúst 2020 16:44 Draga til baka umdeilda breytingu á leiðbeiningum um sýnatöku Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur á nýjan leik breytt opinberum ráðleggingum sínum til bandarísks almennings hvað varðar kórónuveirufaraldurinn. 18. september 2020 22:46 Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. 17. september 2020 06:52 Ráðgjafar Trump gerðu tilraunir til að breyta skýrslum um framgang faraldursins Samskiptaráðgjafar í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem skipaðir voru af Donald Trump Bandaríkjaforseta, hafa óskað eftir því að fá að fara yfir og gera breytingar á vikulegum skýrslum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna um þróun kórónuveirufaraldursins. 12. september 2020 10:04 Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51 Segja ríkjum að búa sig undir bóluefni rétt fyrir kosningar Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefur sagt heilbrigðisyfirvöldum í öllum ríkjum og stærstu borgum landsins að búa sig undir að dreifa bóluefni gegn Covid-19 til tiltekinna hópa strax í lok október eða byrjun nóvember, rétt fyrir kosningar. 2. september 2020 22:30 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Baðst afsökunar á ummælum um blóðvökvameðferð Stephen Hahn, yfirmaður Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (FDA) hefur beðist afsökunar á því að hafa talað of frjálslega um kosti blóðvökva þeirra sem hafa jafnað sig af Covid-19. 25. ágúst 2020 16:44
Draga til baka umdeilda breytingu á leiðbeiningum um sýnatöku Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur á nýjan leik breytt opinberum ráðleggingum sínum til bandarísks almennings hvað varðar kórónuveirufaraldurinn. 18. september 2020 22:46
Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. 17. september 2020 06:52
Ráðgjafar Trump gerðu tilraunir til að breyta skýrslum um framgang faraldursins Samskiptaráðgjafar í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem skipaðir voru af Donald Trump Bandaríkjaforseta, hafa óskað eftir því að fá að fara yfir og gera breytingar á vikulegum skýrslum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna um þróun kórónuveirufaraldursins. 12. september 2020 10:04
Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51
Segja ríkjum að búa sig undir bóluefni rétt fyrir kosningar Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefur sagt heilbrigðisyfirvöldum í öllum ríkjum og stærstu borgum landsins að búa sig undir að dreifa bóluefni gegn Covid-19 til tiltekinna hópa strax í lok október eða byrjun nóvember, rétt fyrir kosningar. 2. september 2020 22:30