Innkastsþjálfarinn tengir liðin í riðli Liverpool Sindri Sverrisson skrifar 19. október 2020 11:01 Thomas Grönnemark segir leikmönnum Liverpool til á æfingu. Getty/Nick Taylor Thomas Grönnemark hefur starfað fyrir þrjú af fjórum liðum í D-riðli Meistaradeildar Evrópu en keppni í riðlinum hefst á miðvikudag. Hann var í bíltúr með fjölskyldu sinni í Danmörku sumarið 2018 þegar hann fékk óvænt símtal frá Jürgen Klopp. Grönnemark er ekki sérlega þekktur í knattspyrnuheiminum en þessi danski „innkastssérfræðingur“ á þó sinn þátt í gríðarlegri velgengni Liverpool á síðustu árum. Klopp hafði samband við hann eftir að hafa lesið grein í þýsku blaði um að með hjálp Grönnemark hefði Andreas Poulsen, bakvörður Borussia Mönchengladbach, lengt innköstin sín um 14 metra. Ekki svo að skilja að Klopp hafi viljað eignast sinn eigin Rory Delap og fara að gera út á löng innköst. Nei, innkastsfræðin eru flóknari en svo, segir Grönnemark. Klopp hafi hins vegar sagt að Liverpool missti boltann of oft eftir innköst. Hann réði því Danann til starfa og það hefur borið árangur. Innköst Andy Robertson lengdust um átta metra Grönnemark á sjálfur heimsmetið þegar kemur að lengd innkasta, með 51,33 metra heljarstökksinnkasti árið 2010. En hann hefur kennt leikmönnum Liverpool fleira en að kasta lengra, nefnilega að kasta fastar og sýna meiri kænsku. Hann segir Andy Robertson, sem hafi aðeins getað kastað 19 metra þegar þeir kynntust en geti nú kastað 27 metra, og Trent Alexander-Arnold vera þá bestu í heiminum þegar kemur að innköstum. Jürgen Klopp og Thomas Grönnemark.@ThomasThrowin Grönnemark hefur starfað fyrir fleiri félög en Liverpool og þannig vill til að hann hefur unnið hjá þremur af fjórum liðum í D-riðli Meistaradeildarinnar. Grönnemark hefur nefnilega einnig hjálpað leikmönnum Midtjylland í Danmörku og Ajax í Hollandi að útfæra innköst sín betur, og spurning hvort það kemur til með að bitna á fjórða liðinu í riðlinum, Atalanta. Keppni í riðlinum hefst á miðvikudagskvöld. Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni. Fyrstu leikirnir í beinni verða Dynamo Kiev-Juventus (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 16.45) og PSG-Manchester United (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 18.50). Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Handbolti Fleiri fréttir Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Sjá meira
Thomas Grönnemark hefur starfað fyrir þrjú af fjórum liðum í D-riðli Meistaradeildar Evrópu en keppni í riðlinum hefst á miðvikudag. Hann var í bíltúr með fjölskyldu sinni í Danmörku sumarið 2018 þegar hann fékk óvænt símtal frá Jürgen Klopp. Grönnemark er ekki sérlega þekktur í knattspyrnuheiminum en þessi danski „innkastssérfræðingur“ á þó sinn þátt í gríðarlegri velgengni Liverpool á síðustu árum. Klopp hafði samband við hann eftir að hafa lesið grein í þýsku blaði um að með hjálp Grönnemark hefði Andreas Poulsen, bakvörður Borussia Mönchengladbach, lengt innköstin sín um 14 metra. Ekki svo að skilja að Klopp hafi viljað eignast sinn eigin Rory Delap og fara að gera út á löng innköst. Nei, innkastsfræðin eru flóknari en svo, segir Grönnemark. Klopp hafi hins vegar sagt að Liverpool missti boltann of oft eftir innköst. Hann réði því Danann til starfa og það hefur borið árangur. Innköst Andy Robertson lengdust um átta metra Grönnemark á sjálfur heimsmetið þegar kemur að lengd innkasta, með 51,33 metra heljarstökksinnkasti árið 2010. En hann hefur kennt leikmönnum Liverpool fleira en að kasta lengra, nefnilega að kasta fastar og sýna meiri kænsku. Hann segir Andy Robertson, sem hafi aðeins getað kastað 19 metra þegar þeir kynntust en geti nú kastað 27 metra, og Trent Alexander-Arnold vera þá bestu í heiminum þegar kemur að innköstum. Jürgen Klopp og Thomas Grönnemark.@ThomasThrowin Grönnemark hefur starfað fyrir fleiri félög en Liverpool og þannig vill til að hann hefur unnið hjá þremur af fjórum liðum í D-riðli Meistaradeildarinnar. Grönnemark hefur nefnilega einnig hjálpað leikmönnum Midtjylland í Danmörku og Ajax í Hollandi að útfæra innköst sín betur, og spurning hvort það kemur til með að bitna á fjórða liðinu í riðlinum, Atalanta. Keppni í riðlinum hefst á miðvikudagskvöld. Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni. Fyrstu leikirnir í beinni verða Dynamo Kiev-Juventus (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 16.45) og PSG-Manchester United (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 18.50).
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Handbolti Fleiri fréttir Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn