Vestri nær varla að manna lið í síðustu leikjunum | Bjarni Jó hættir eftir tímabilið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. október 2020 07:01 Hér sjást leikmenn Vestra fagna einu marka sinna í 3-1 útisigri gegn ÍBV í sumar. Stöð 2 Sport Vestri frá Ísafirði og Bolungarvík í Lengjudeild karla í knattspyrnu er eflaust það lið sem er með hvað flesta útlendinga á sínum snærum Leikmenn liðsins fara nær allir heim á næstu dögum og því óvíst hvað gerist ef Lengjudeildin verður kláruð undir lok október eða í byrjun nóvember. Þetta sagði Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokks karla hjá félaginu, í viðtali við RÚV í gær. Þá staðfesti félagið einnig í dag að Bjarni Jóhannsson, þjálfari liðsins, mun hætta þjálfun þess eftir farsæl þrjú ár. „Mikil ánægja hefur verið með störf Bjarna frá því hann kom vestur 2018, en hann kom liðinu okkar upp úr 2. deildinni og skilur það eftir í góðum málum í 1. deildinni. Bjarna verður sárt saknað fyrir vestan, enda eins og sagði, unnið mikið og gott starf fyrir klúbbinn. Knattspyrnudeild Vestra þakkar Bjarna fyrir árin þrjú og óskum við honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur,“ segir í tilkynningu á vef félagsins. „Allir erlendir leikmenn Vestra yfirgefa landið 19. október þar sem mótið átti náttúrulega að klárast 17. október. Við sýnum að sjálfsögðu þeim liðum skilning sem hafa að einhverju að keppa. Við erum hólpnir og siglum lygnan sjó í deildinni. Ég geri mér samt fulla grein fyrir því að þau lið sem eru að berjast á botni og toppi vilji klára mótið,“ sagði Samúel, eða Sammi eins og hann er nær alltaf kallaður, við RÚV í gær. Dragist Íslandsmótið í fótbolta mikið lengur eru lið eins og Vestri í bobba. Þar hafa verið 10 erlendir leikmenn í ár. Allir nema tveir fara heim á mánudag og hinir um mánaðamótin. @SSamelsson formaður meistaraflokksráðs Vestra var í viðtali um stöðuna.https://t.co/MabiulvkZx— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 14, 2020 Vestri á að mæta Magna frá Grenivík í næstsíðustu umferð mótsins. Magni er ásamt Þrótti Reykjavík og Leikni Fáskrúðsfirði í harðri fallbaráttu. Öll þrjú liðin eru með 12 stig sem stendur og gæti það hjálpað Magna verulega ef Vestri verður án allt að tíu erlendra leikmanna í þeim leik. „Við munum aldrei fá sanngjarna niðurstöðu í mótið úr því sem komið er. En því verður ekki breytt að okkar leikmenn muni yfirgefa landið 19. október og við verðum mjög fámennir eftir það.“ Hafa lánað unga leikmenn í 4. deildarlið Harðar „Við náðum að framlengja samningum við tvo erlenda leikmenn fram að mánaðamótum en ekki við fleiri. Við lögðum ekkert gríðarlega mikið kapp á það. Við erum að hugsa um okkur sjálfa í þessu, ég verð nú að viðurkenna það. Við erum hólpnir í deildinni og sjáum ekki neinn tilgang í því að fara að bæta við kostnaði á þetta tímabil,“ sagði Samúel. „Við eigum í lið fram að mánaðamótum, en hópurinn er ekki stór. Við höfum lánað marga af okkar yngri leikmönnum í 4. deildarlið Harðar. Þannig þeir eru þar að leiðandi bundnir þar. Þannig við getum ekki kallað þá til baka á þessum tímapunkti. Ég sé fyrir mér að við getum spilað þessa leiki ef mótið klárast fyrir mánaðamót. En ef þetta dregst lengur að þá verðum við bara í þeirri stöðu að þurfa að spila mjög ungum leikmönnum,“ sagði Samúel en hann telur það ekki gera neinum greiða að stilla upp liði nær eingöngu skipað mönnum úr 3. flokki félagsins. Vestri á einn heimaleik eftir í Lengjudeildinni og fer hann líklega fram á gervigrasvellinum á Dalvík vegna veðurs á Ísafirði. „Það er nú yfirleitt gott veður hérna fyrir vestan. En þegar við erum komin inn í nóvember, jafnvel þó það yrði ekki kominn snjór, heldur bara um leið og það kemur frost í völlinn er hann óleikhæfur,“ sagði Samúel að lokum í viðtali við RÚV. Viðtal RÚV má lesa í heild sinni hér. Þar má einnig finna upptöku af viðtali Samma við RÚV. Fótbolti Lengjudeildin Ísafjarðarbær Bolungarvík Íslenski boltinn Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós Sjá meira
Vestri frá Ísafirði og Bolungarvík í Lengjudeild karla í knattspyrnu er eflaust það lið sem er með hvað flesta útlendinga á sínum snærum Leikmenn liðsins fara nær allir heim á næstu dögum og því óvíst hvað gerist ef Lengjudeildin verður kláruð undir lok október eða í byrjun nóvember. Þetta sagði Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokks karla hjá félaginu, í viðtali við RÚV í gær. Þá staðfesti félagið einnig í dag að Bjarni Jóhannsson, þjálfari liðsins, mun hætta þjálfun þess eftir farsæl þrjú ár. „Mikil ánægja hefur verið með störf Bjarna frá því hann kom vestur 2018, en hann kom liðinu okkar upp úr 2. deildinni og skilur það eftir í góðum málum í 1. deildinni. Bjarna verður sárt saknað fyrir vestan, enda eins og sagði, unnið mikið og gott starf fyrir klúbbinn. Knattspyrnudeild Vestra þakkar Bjarna fyrir árin þrjú og óskum við honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur,“ segir í tilkynningu á vef félagsins. „Allir erlendir leikmenn Vestra yfirgefa landið 19. október þar sem mótið átti náttúrulega að klárast 17. október. Við sýnum að sjálfsögðu þeim liðum skilning sem hafa að einhverju að keppa. Við erum hólpnir og siglum lygnan sjó í deildinni. Ég geri mér samt fulla grein fyrir því að þau lið sem eru að berjast á botni og toppi vilji klára mótið,“ sagði Samúel, eða Sammi eins og hann er nær alltaf kallaður, við RÚV í gær. Dragist Íslandsmótið í fótbolta mikið lengur eru lið eins og Vestri í bobba. Þar hafa verið 10 erlendir leikmenn í ár. Allir nema tveir fara heim á mánudag og hinir um mánaðamótin. @SSamelsson formaður meistaraflokksráðs Vestra var í viðtali um stöðuna.https://t.co/MabiulvkZx— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 14, 2020 Vestri á að mæta Magna frá Grenivík í næstsíðustu umferð mótsins. Magni er ásamt Þrótti Reykjavík og Leikni Fáskrúðsfirði í harðri fallbaráttu. Öll þrjú liðin eru með 12 stig sem stendur og gæti það hjálpað Magna verulega ef Vestri verður án allt að tíu erlendra leikmanna í þeim leik. „Við munum aldrei fá sanngjarna niðurstöðu í mótið úr því sem komið er. En því verður ekki breytt að okkar leikmenn muni yfirgefa landið 19. október og við verðum mjög fámennir eftir það.“ Hafa lánað unga leikmenn í 4. deildarlið Harðar „Við náðum að framlengja samningum við tvo erlenda leikmenn fram að mánaðamótum en ekki við fleiri. Við lögðum ekkert gríðarlega mikið kapp á það. Við erum að hugsa um okkur sjálfa í þessu, ég verð nú að viðurkenna það. Við erum hólpnir í deildinni og sjáum ekki neinn tilgang í því að fara að bæta við kostnaði á þetta tímabil,“ sagði Samúel. „Við eigum í lið fram að mánaðamótum, en hópurinn er ekki stór. Við höfum lánað marga af okkar yngri leikmönnum í 4. deildarlið Harðar. Þannig þeir eru þar að leiðandi bundnir þar. Þannig við getum ekki kallað þá til baka á þessum tímapunkti. Ég sé fyrir mér að við getum spilað þessa leiki ef mótið klárast fyrir mánaðamót. En ef þetta dregst lengur að þá verðum við bara í þeirri stöðu að þurfa að spila mjög ungum leikmönnum,“ sagði Samúel en hann telur það ekki gera neinum greiða að stilla upp liði nær eingöngu skipað mönnum úr 3. flokki félagsins. Vestri á einn heimaleik eftir í Lengjudeildinni og fer hann líklega fram á gervigrasvellinum á Dalvík vegna veðurs á Ísafirði. „Það er nú yfirleitt gott veður hérna fyrir vestan. En þegar við erum komin inn í nóvember, jafnvel þó það yrði ekki kominn snjór, heldur bara um leið og það kemur frost í völlinn er hann óleikhæfur,“ sagði Samúel að lokum í viðtali við RÚV. Viðtal RÚV má lesa í heild sinni hér. Þar má einnig finna upptöku af viðtali Samma við RÚV.
Fótbolti Lengjudeildin Ísafjarðarbær Bolungarvík Íslenski boltinn Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn