Mótmæltu lokunum með gríðarlegu magni af ísmolum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2020 17:47 Skoskir starfsmenn í veitingageiranum er ekki sáttir Getty/Ewan Bootman Starfsmenn kráa, veitingastaða og hótela í Glasgow í Skotlandi mótmæltu sóttvarnaðgerðum yfirvalda í Skotlandi í gær með því að hella niður gríðarlegu magni af ísmolum fyrir utan skoska þingið. Mótmælin fóru einnig fram fyrir framan ráðhúsið í Glasgow en starfsmennirnir voru að mótmæla því að krám í Glasgow og nágrenni borgarinanrhefur verið gert að loka næstu sextán dagana vegna kórónuveirufaraldursins. Krár og veitingastaðar á svæðinu mega enn selja mat til þeirra sem vilja taka hann með sér en starfsmönnunum virðist ekki þykja það nóg og því var gripið til þess ráðs að hella þessu mikla magni af ísmolum niður fyrir framan þinghúsið og ráðhúsið. Aðgerðirnar sem var verið að mótmæla eru hluti af hertum aðgerðum yfirvalda í Skotlandi gegn kórónuveirufaraldrinum þar sem tilfellum hefur farið fjölgandi að undanförnu. Starfsmaður hótels í Glasgow sem BBC ræddi við segir að mótmælin hafi verið til þess minna stjórnvöld á að aðgerðir þeirra skapi mikla óvissu um störf og afkomu þeirra sem starfi í veitingageiranum. Annar mótmælandi segir að verið sé að hengja bakara fyrir smið, ekki sé hægt að kenna veitingastöðum og krám um aukningu í smitum, horfa ætti frekar til þeirra sem hist hafa í stórum stíl í heimahúsum. Myndband af mótmælunum má sjá hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skotland Tengdar fréttir Bannar áfengissölu inni á veitingastöðum og knæpum næstu tvær vikurnar Nicola Sturgeon, leiðtogi skosku heimastjórnarinnar, hefur svo gott sem bannað áfengissölu á öldurhúsum Skotlands til að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Bannið tekur gildi næsta föstudag og mun gilda til 25. október. Bannið gildir um alla veitingastaði, knæpur og kaffihús. 7. október 2020 15:35 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Starfsmenn kráa, veitingastaða og hótela í Glasgow í Skotlandi mótmæltu sóttvarnaðgerðum yfirvalda í Skotlandi í gær með því að hella niður gríðarlegu magni af ísmolum fyrir utan skoska þingið. Mótmælin fóru einnig fram fyrir framan ráðhúsið í Glasgow en starfsmennirnir voru að mótmæla því að krám í Glasgow og nágrenni borgarinanrhefur verið gert að loka næstu sextán dagana vegna kórónuveirufaraldursins. Krár og veitingastaðar á svæðinu mega enn selja mat til þeirra sem vilja taka hann með sér en starfsmönnunum virðist ekki þykja það nóg og því var gripið til þess ráðs að hella þessu mikla magni af ísmolum niður fyrir framan þinghúsið og ráðhúsið. Aðgerðirnar sem var verið að mótmæla eru hluti af hertum aðgerðum yfirvalda í Skotlandi gegn kórónuveirufaraldrinum þar sem tilfellum hefur farið fjölgandi að undanförnu. Starfsmaður hótels í Glasgow sem BBC ræddi við segir að mótmælin hafi verið til þess minna stjórnvöld á að aðgerðir þeirra skapi mikla óvissu um störf og afkomu þeirra sem starfi í veitingageiranum. Annar mótmælandi segir að verið sé að hengja bakara fyrir smið, ekki sé hægt að kenna veitingastöðum og krám um aukningu í smitum, horfa ætti frekar til þeirra sem hist hafa í stórum stíl í heimahúsum. Myndband af mótmælunum má sjá hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skotland Tengdar fréttir Bannar áfengissölu inni á veitingastöðum og knæpum næstu tvær vikurnar Nicola Sturgeon, leiðtogi skosku heimastjórnarinnar, hefur svo gott sem bannað áfengissölu á öldurhúsum Skotlands til að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Bannið tekur gildi næsta föstudag og mun gilda til 25. október. Bannið gildir um alla veitingastaði, knæpur og kaffihús. 7. október 2020 15:35 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Bannar áfengissölu inni á veitingastöðum og knæpum næstu tvær vikurnar Nicola Sturgeon, leiðtogi skosku heimastjórnarinnar, hefur svo gott sem bannað áfengissölu á öldurhúsum Skotlands til að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Bannið tekur gildi næsta föstudag og mun gilda til 25. október. Bannið gildir um alla veitingastaði, knæpur og kaffihús. 7. október 2020 15:35