Sakaði ríkisstjóra Virgínu ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2020 15:04 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór í tvö löng símaviðtöl á Fox í gær og ummæli hans í þeim báðum hafa vakið mikla furðu. AP/Alex Brandon Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. Ummælin lét Trump falla þegar hann var að tala um Joe Biden, mótframbjóðanda sinn. Hann sagði Biden hafa lýst yfir stuðningi við Northam. „Hann lýsti yfir stuðningi við ríkisstjóra Virgíníu sem tók ekki bara barn af lífi, þungunarrof seint á meðgöngu, heldur tók hann barn af lífi því það barn getur fæðst og þá getur þú myrt barnið,“ sagði Trump og hélt áfram. „Hann er alfarið hlynntur því.“ Ekki er alveg ljóst hvað Trump er að tala um í þessu viðtali en líklegast er hann að vísa í útvarpsviðtal sem Northam fór í í fyrra, þar sem hann var spurður út í lagafrumvarp varðandi þungunarrof. Vísað er til þess í frétt Newsweek en Northam var að reyna að útskýra hvernig frumvarpið myndi gera konum auðveldara að fara í þungunarrof seint á meðgöngu og þá vegna verulegar afmyndunar eða í tilfellum þar sem fóstrinu verði ekki bjargað. Sean Hannity leiðrétti forsetann ekki og sagði ekki að það væri rangt að Northam hefði tekið ungbarn af lífi. Þetta var annað símaviðtal Trump á Fox í gær. Það fyrra var einnig umdeilt. Sjá einnig: Var heitt í hamsi og kallaði Harris „skrímsli“ og „kommúnista“ Hér má hlusta á ummæli Trump um Northam. Apparently, per Trump, Virginia Gov. Ralph Northam "executed a baby."(Northam has, in fact, not executed babies.) pic.twitter.com/pz8TSVM5ny— Justin Baragona (@justinbaragona) October 9, 2020 Trump kom víða við í viðtalinu við Hannity. Meðal annars gagnrýndi Trump Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, fyrir að hafa ekki þakkað honum persónulega fyrir að Alríkislögregla Bandaríkjanna stöðvaði ráðabrugg öfgamanna um að ræna henni og rétta yfir henni fyrir landráð. Sjá einnig: Setti ráðabruggið í samhengi við orðræðu Trumps Hann gagnrýndi ráðamenn í Kaliforníu einnig fyrir það að vatn þar flæði til sjávar. Hann sagði vatnið sent til sjávar til að gagnast litlum fiskum sem standi höllum fæti án vatns. "California is gonna have to ration water. You wanna know why? Because they send millions of gallons of water out to sea, out to the Pacific. Because they want to take care of certain little tiny fish, that aren't doing very well without water." -- Trump pic.twitter.com/g0PrXZRgOq— Aaron Rupar (@atrupar) October 9, 2020 Þá neitaði Trump að segja til um hvenær hann hefði greinst laus við Covid-19. Trump won't tell Hannity if he's had a negative coronavirus test. He just ignores the question and starts ranting. pic.twitter.com/GOtYbRCDqv— Aaron Rupar (@atrupar) October 9, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. Ummælin lét Trump falla þegar hann var að tala um Joe Biden, mótframbjóðanda sinn. Hann sagði Biden hafa lýst yfir stuðningi við Northam. „Hann lýsti yfir stuðningi við ríkisstjóra Virgíníu sem tók ekki bara barn af lífi, þungunarrof seint á meðgöngu, heldur tók hann barn af lífi því það barn getur fæðst og þá getur þú myrt barnið,“ sagði Trump og hélt áfram. „Hann er alfarið hlynntur því.“ Ekki er alveg ljóst hvað Trump er að tala um í þessu viðtali en líklegast er hann að vísa í útvarpsviðtal sem Northam fór í í fyrra, þar sem hann var spurður út í lagafrumvarp varðandi þungunarrof. Vísað er til þess í frétt Newsweek en Northam var að reyna að útskýra hvernig frumvarpið myndi gera konum auðveldara að fara í þungunarrof seint á meðgöngu og þá vegna verulegar afmyndunar eða í tilfellum þar sem fóstrinu verði ekki bjargað. Sean Hannity leiðrétti forsetann ekki og sagði ekki að það væri rangt að Northam hefði tekið ungbarn af lífi. Þetta var annað símaviðtal Trump á Fox í gær. Það fyrra var einnig umdeilt. Sjá einnig: Var heitt í hamsi og kallaði Harris „skrímsli“ og „kommúnista“ Hér má hlusta á ummæli Trump um Northam. Apparently, per Trump, Virginia Gov. Ralph Northam "executed a baby."(Northam has, in fact, not executed babies.) pic.twitter.com/pz8TSVM5ny— Justin Baragona (@justinbaragona) October 9, 2020 Trump kom víða við í viðtalinu við Hannity. Meðal annars gagnrýndi Trump Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, fyrir að hafa ekki þakkað honum persónulega fyrir að Alríkislögregla Bandaríkjanna stöðvaði ráðabrugg öfgamanna um að ræna henni og rétta yfir henni fyrir landráð. Sjá einnig: Setti ráðabruggið í samhengi við orðræðu Trumps Hann gagnrýndi ráðamenn í Kaliforníu einnig fyrir það að vatn þar flæði til sjávar. Hann sagði vatnið sent til sjávar til að gagnast litlum fiskum sem standi höllum fæti án vatns. "California is gonna have to ration water. You wanna know why? Because they send millions of gallons of water out to sea, out to the Pacific. Because they want to take care of certain little tiny fish, that aren't doing very well without water." -- Trump pic.twitter.com/g0PrXZRgOq— Aaron Rupar (@atrupar) October 9, 2020 Þá neitaði Trump að segja til um hvenær hann hefði greinst laus við Covid-19. Trump won't tell Hannity if he's had a negative coronavirus test. He just ignores the question and starts ranting. pic.twitter.com/GOtYbRCDqv— Aaron Rupar (@atrupar) October 9, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Sjá meira