Sakaði ríkisstjóra Virgínu ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2020 15:04 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór í tvö löng símaviðtöl á Fox í gær og ummæli hans í þeim báðum hafa vakið mikla furðu. AP/Alex Brandon Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. Ummælin lét Trump falla þegar hann var að tala um Joe Biden, mótframbjóðanda sinn. Hann sagði Biden hafa lýst yfir stuðningi við Northam. „Hann lýsti yfir stuðningi við ríkisstjóra Virgíníu sem tók ekki bara barn af lífi, þungunarrof seint á meðgöngu, heldur tók hann barn af lífi því það barn getur fæðst og þá getur þú myrt barnið,“ sagði Trump og hélt áfram. „Hann er alfarið hlynntur því.“ Ekki er alveg ljóst hvað Trump er að tala um í þessu viðtali en líklegast er hann að vísa í útvarpsviðtal sem Northam fór í í fyrra, þar sem hann var spurður út í lagafrumvarp varðandi þungunarrof. Vísað er til þess í frétt Newsweek en Northam var að reyna að útskýra hvernig frumvarpið myndi gera konum auðveldara að fara í þungunarrof seint á meðgöngu og þá vegna verulegar afmyndunar eða í tilfellum þar sem fóstrinu verði ekki bjargað. Sean Hannity leiðrétti forsetann ekki og sagði ekki að það væri rangt að Northam hefði tekið ungbarn af lífi. Þetta var annað símaviðtal Trump á Fox í gær. Það fyrra var einnig umdeilt. Sjá einnig: Var heitt í hamsi og kallaði Harris „skrímsli“ og „kommúnista“ Hér má hlusta á ummæli Trump um Northam. Apparently, per Trump, Virginia Gov. Ralph Northam "executed a baby."(Northam has, in fact, not executed babies.) pic.twitter.com/pz8TSVM5ny— Justin Baragona (@justinbaragona) October 9, 2020 Trump kom víða við í viðtalinu við Hannity. Meðal annars gagnrýndi Trump Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, fyrir að hafa ekki þakkað honum persónulega fyrir að Alríkislögregla Bandaríkjanna stöðvaði ráðabrugg öfgamanna um að ræna henni og rétta yfir henni fyrir landráð. Sjá einnig: Setti ráðabruggið í samhengi við orðræðu Trumps Hann gagnrýndi ráðamenn í Kaliforníu einnig fyrir það að vatn þar flæði til sjávar. Hann sagði vatnið sent til sjávar til að gagnast litlum fiskum sem standi höllum fæti án vatns. "California is gonna have to ration water. You wanna know why? Because they send millions of gallons of water out to sea, out to the Pacific. Because they want to take care of certain little tiny fish, that aren't doing very well without water." -- Trump pic.twitter.com/g0PrXZRgOq— Aaron Rupar (@atrupar) October 9, 2020 Þá neitaði Trump að segja til um hvenær hann hefði greinst laus við Covid-19. Trump won't tell Hannity if he's had a negative coronavirus test. He just ignores the question and starts ranting. pic.twitter.com/GOtYbRCDqv— Aaron Rupar (@atrupar) October 9, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. Ummælin lét Trump falla þegar hann var að tala um Joe Biden, mótframbjóðanda sinn. Hann sagði Biden hafa lýst yfir stuðningi við Northam. „Hann lýsti yfir stuðningi við ríkisstjóra Virgíníu sem tók ekki bara barn af lífi, þungunarrof seint á meðgöngu, heldur tók hann barn af lífi því það barn getur fæðst og þá getur þú myrt barnið,“ sagði Trump og hélt áfram. „Hann er alfarið hlynntur því.“ Ekki er alveg ljóst hvað Trump er að tala um í þessu viðtali en líklegast er hann að vísa í útvarpsviðtal sem Northam fór í í fyrra, þar sem hann var spurður út í lagafrumvarp varðandi þungunarrof. Vísað er til þess í frétt Newsweek en Northam var að reyna að útskýra hvernig frumvarpið myndi gera konum auðveldara að fara í þungunarrof seint á meðgöngu og þá vegna verulegar afmyndunar eða í tilfellum þar sem fóstrinu verði ekki bjargað. Sean Hannity leiðrétti forsetann ekki og sagði ekki að það væri rangt að Northam hefði tekið ungbarn af lífi. Þetta var annað símaviðtal Trump á Fox í gær. Það fyrra var einnig umdeilt. Sjá einnig: Var heitt í hamsi og kallaði Harris „skrímsli“ og „kommúnista“ Hér má hlusta á ummæli Trump um Northam. Apparently, per Trump, Virginia Gov. Ralph Northam "executed a baby."(Northam has, in fact, not executed babies.) pic.twitter.com/pz8TSVM5ny— Justin Baragona (@justinbaragona) October 9, 2020 Trump kom víða við í viðtalinu við Hannity. Meðal annars gagnrýndi Trump Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, fyrir að hafa ekki þakkað honum persónulega fyrir að Alríkislögregla Bandaríkjanna stöðvaði ráðabrugg öfgamanna um að ræna henni og rétta yfir henni fyrir landráð. Sjá einnig: Setti ráðabruggið í samhengi við orðræðu Trumps Hann gagnrýndi ráðamenn í Kaliforníu einnig fyrir það að vatn þar flæði til sjávar. Hann sagði vatnið sent til sjávar til að gagnast litlum fiskum sem standi höllum fæti án vatns. "California is gonna have to ration water. You wanna know why? Because they send millions of gallons of water out to sea, out to the Pacific. Because they want to take care of certain little tiny fish, that aren't doing very well without water." -- Trump pic.twitter.com/g0PrXZRgOq— Aaron Rupar (@atrupar) October 9, 2020 Þá neitaði Trump að segja til um hvenær hann hefði greinst laus við Covid-19. Trump won't tell Hannity if he's had a negative coronavirus test. He just ignores the question and starts ranting. pic.twitter.com/GOtYbRCDqv— Aaron Rupar (@atrupar) October 9, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira