John Lennon hefði orðið áttræður í dag Heimir Már Pétursson skrifar 9. október 2020 12:05 Feðgarnir John og Sean og Yoko fyrir utan Dakota bygginguna þar sem fjölskyldan bjó í New York. Getty/Vinnie Zuffante/Michael Ochs Archives John Lennon hefði orðið áttræður í dag og er þess minnst með margs konar hætti víða um heim. Sean sonur hans hefur meðal annars birt ábreiðu af einu lagi föður síns á YouTube í tilefni dagsins. Fáir rokktónlistarmenn hafa haft eins mikil pólitísk áhrif og John Lennon sem ýfði svo fjaðrirnar á Nixon Bandaríkjaforseta að hann lét FBI fylgjast náið með honum og hlera síma hans.Getty/Gijsbert Hanekroot John Winston Lennon fæddist í Liverpool hinn 9. október árið 1940 og verður að teljast stofnandi og leiðtogi The Beatles sem lagði heiminn að fótum sér árið 1963. The Beatles er án efa frægasta hljómsveit heims og er enn með söluhæstu hljómsveitum allra tíma. Lennon tók síðar upp ættarnafn eiginikonu sinnar árið 1969 og hét eftir það John Ono Lennon. Áður en Bítlarnir hættu formlega snemma árs 1970 hafði Lennon gefið út þrjár tilraunakenndar plötur með fjöllistakonunni Yoko Ono sem hann kynntist í Lundúnum árið 1966. En fyrsta hefðbundna sólóplatan „John Lennon/Plastic Ono Band" kom út í desember 1969. Eftir það gaf hann út fimm sólóplötur fram til ársins 1975. Ein af síðustu ljósmyndunum sem teknar voru af John áður en hann dó. Þessi mynd af honum og Yoko var tekin 2. nóvember 1980.Getty/Jack Mitchell Það ár fæddist Sean sonur hans og Yoko á afmælisdegi föður síns sem þann sama daga fékk einnig varanlegt dvalarleyfi í Bandaríkjunum eftir áralanga baráttu við bandarísk stjórnvöld. En Richard Nixon þáverandi forseta var mjög í nöp við Lennon og beitti sér gegn því að hann fengi dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Forsetinn lét Alríkislögregluna fylgjast með ferðum hans og hlera síma hans. Hinn 17. nóvember 1980 gáfu þau hjónin síðan út „Double Fantasy" en nokkrum vikum síðar, hinn 8. desember, var hann myrtur fyrir utan heimili sitt í New York. Fjórum árum síðar gaf Yoko út „Milk and Honey" með upptökum eins og þær voru daginn sem hann var myrtur. En platan átti að koma út snemma árs 1981 sem undanfari tónleikaferðalags hjónanna um Evrópu. Í viðtali við Stöð 2 staðfesti Yoko að þau hafi hugsað sér að fara til borga sem þau hefðu ekki komið til áður og tónleikaferðalagið hafi átt að byrja í Reykjavík. Það skýrir ef til vill þær sterku taugar sem Yoko hefur til Reykjavíkur. Framkvæmdir við Friðarsúluna, Imagine Peace Tower, einstakt listaverk Yoko hófst þegar Lennon hefði orðið 66 ára hinn 9. október árið 2006. Hún var svo vígð á afmælisdegi hans ári síðar og logar árlega fram að dánardegi hans. Hún verður tendruð í Viðey klukkan 21:00 í kvöld og verður streymt beint frá því á Vísi, vef borgarinnar og á vef listaverksins. Vegna kórónuveirufaraldursins verður athöfnin sjálf látlaus. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri flytur stutt ávarp og svo verður tendrað á súlunni í fjórtánda sinn. Sean Lennon fæddist á afmælisdegi föður síns árið 1975 og hefur oft fylgt móður sinni til Íslands.Getty Images/Gustavo Caballero Sean Lennon hefur líka birt ábreiðu á YouTube af lagi föður síns „Isolation", eða einangrun, sem á mjög vel við í kórónufaraldrinum. Þá verður Harpa lýst með bláuum lit í dag til heiðurs Lennon áttræðum. Reykjavík Tónlist Friðarsúlan í Viðey Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
John Lennon hefði orðið áttræður í dag og er þess minnst með margs konar hætti víða um heim. Sean sonur hans hefur meðal annars birt ábreiðu af einu lagi föður síns á YouTube í tilefni dagsins. Fáir rokktónlistarmenn hafa haft eins mikil pólitísk áhrif og John Lennon sem ýfði svo fjaðrirnar á Nixon Bandaríkjaforseta að hann lét FBI fylgjast náið með honum og hlera síma hans.Getty/Gijsbert Hanekroot John Winston Lennon fæddist í Liverpool hinn 9. október árið 1940 og verður að teljast stofnandi og leiðtogi The Beatles sem lagði heiminn að fótum sér árið 1963. The Beatles er án efa frægasta hljómsveit heims og er enn með söluhæstu hljómsveitum allra tíma. Lennon tók síðar upp ættarnafn eiginikonu sinnar árið 1969 og hét eftir það John Ono Lennon. Áður en Bítlarnir hættu formlega snemma árs 1970 hafði Lennon gefið út þrjár tilraunakenndar plötur með fjöllistakonunni Yoko Ono sem hann kynntist í Lundúnum árið 1966. En fyrsta hefðbundna sólóplatan „John Lennon/Plastic Ono Band" kom út í desember 1969. Eftir það gaf hann út fimm sólóplötur fram til ársins 1975. Ein af síðustu ljósmyndunum sem teknar voru af John áður en hann dó. Þessi mynd af honum og Yoko var tekin 2. nóvember 1980.Getty/Jack Mitchell Það ár fæddist Sean sonur hans og Yoko á afmælisdegi föður síns sem þann sama daga fékk einnig varanlegt dvalarleyfi í Bandaríkjunum eftir áralanga baráttu við bandarísk stjórnvöld. En Richard Nixon þáverandi forseta var mjög í nöp við Lennon og beitti sér gegn því að hann fengi dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Forsetinn lét Alríkislögregluna fylgjast með ferðum hans og hlera síma hans. Hinn 17. nóvember 1980 gáfu þau hjónin síðan út „Double Fantasy" en nokkrum vikum síðar, hinn 8. desember, var hann myrtur fyrir utan heimili sitt í New York. Fjórum árum síðar gaf Yoko út „Milk and Honey" með upptökum eins og þær voru daginn sem hann var myrtur. En platan átti að koma út snemma árs 1981 sem undanfari tónleikaferðalags hjónanna um Evrópu. Í viðtali við Stöð 2 staðfesti Yoko að þau hafi hugsað sér að fara til borga sem þau hefðu ekki komið til áður og tónleikaferðalagið hafi átt að byrja í Reykjavík. Það skýrir ef til vill þær sterku taugar sem Yoko hefur til Reykjavíkur. Framkvæmdir við Friðarsúluna, Imagine Peace Tower, einstakt listaverk Yoko hófst þegar Lennon hefði orðið 66 ára hinn 9. október árið 2006. Hún var svo vígð á afmælisdegi hans ári síðar og logar árlega fram að dánardegi hans. Hún verður tendruð í Viðey klukkan 21:00 í kvöld og verður streymt beint frá því á Vísi, vef borgarinnar og á vef listaverksins. Vegna kórónuveirufaraldursins verður athöfnin sjálf látlaus. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri flytur stutt ávarp og svo verður tendrað á súlunni í fjórtánda sinn. Sean Lennon fæddist á afmælisdegi föður síns árið 1975 og hefur oft fylgt móður sinni til Íslands.Getty Images/Gustavo Caballero Sean Lennon hefur líka birt ábreiðu á YouTube af lagi föður síns „Isolation", eða einangrun, sem á mjög vel við í kórónufaraldrinum. Þá verður Harpa lýst með bláuum lit í dag til heiðurs Lennon áttræðum.
Reykjavík Tónlist Friðarsúlan í Viðey Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira