Sáu enga liðsheild eða liðsanda hjá KR Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. október 2020 16:37 KR hefur tapað fjórum leikjum í röð í Pepsi Max-deild kvenna. vísir/hulda margrét KR steinlá fyrir Þrótti, 5-0, í fallbaráttuslag í Pepsi Max-deild kvenna á sunnudaginn. Þróttarar voru 4-0 yfir í hálfleik. KR er í neðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar og Margrét Lára Viðarsdóttir og Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingar Pepsi Max marka kvenna, eiga erfitt með að sjá Vesturbæjarliðið bjarga sér frá falli, jafnvel þótt það eigi tvo leiki inni. Þær segja að liðsheildin hjá KR sé ekki sterk, eða það sjáist allavega ekki. „Þegar þú ert í þessari stöðu í deildinni finnst mér að það eigi að vera næg hvatning. Þær eiga leiki inni og geta gert sér mat úr þessu. En miðað við hvernig þær eru að spila og mæta í þennan leik sé ég þær ekki stíga allt í einu upp og spila blússandi bolta. Þetta hefur bara verið slakt í sumar,“ sagði Bára í Pepsi Max mörkum kvenna í gær. Margrét Lára segir að samstaðan hjá KR-liðinu hafi ekki verið sýnileg í leiknum gegn Þrótti. „Það er von- og trúleysi yfir þessu. Maður sá þegar leikmenn gengu af velli að það fór enginn til hver annars til að hvetja. Þegar flautað var af löbbuðu allir í sitt hvora áttina. Maður sá enga liðsheild eða liðsanda. Maður reynir að hjálpa félaganum og það hefur örugglega gerst eitthvað inni í klefa eftir leik,“ sagði Margret Lára. „Maður vill taka utan um félagann og segja að þetta verði allt í lagi. Það er svo ofboðslega óþægilegt að finna að maður sé einn í þessu og lítil samstaða. Nú er maður að geta í eyðurnar. Það getur vel verið að það sé samstaða þarna en tilfinningin sem maður fær er lán- og vonleysi og svolítil uppgjöf, því miður. Maður finnur til með þeim. Þetta er erfið staða að vera í, ekki spurning, en það er engin önnur leið fyrir þær en upp á við.“ KR er með tíu stig í tíunda og neðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar, sjö stigum frá öruggu sæti. KR-ingar eiga fjóra leiki eftir en öll hin liðin í fallbaráttunni tvo. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Umræða um KR Pepsi Max-deild kvenna KR Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Margrét Lára og Bára vilja sjá meira frá Elínu Mettu og Hlín í stóru leikjunum Pepsi mörk kvenna voru ekki ánægðar með frammistöðu markadrottninga Valsliðsins í stóru leikjum sumarsins eftir 180 markalausar mínútur Valsliðsins í tveimur leikjum á móti Breiðabliki í sumar. 7. október 2020 15:01 Umfjöllun og viðtöl: Þróttur 5-0 KR | Þróttur slátraði KR í Laugardalnum Þróttur rústaði KR 5-0 í Pepsi Max deild kvenna. 4. október 2020 16:45 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
KR steinlá fyrir Þrótti, 5-0, í fallbaráttuslag í Pepsi Max-deild kvenna á sunnudaginn. Þróttarar voru 4-0 yfir í hálfleik. KR er í neðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar og Margrét Lára Viðarsdóttir og Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingar Pepsi Max marka kvenna, eiga erfitt með að sjá Vesturbæjarliðið bjarga sér frá falli, jafnvel þótt það eigi tvo leiki inni. Þær segja að liðsheildin hjá KR sé ekki sterk, eða það sjáist allavega ekki. „Þegar þú ert í þessari stöðu í deildinni finnst mér að það eigi að vera næg hvatning. Þær eiga leiki inni og geta gert sér mat úr þessu. En miðað við hvernig þær eru að spila og mæta í þennan leik sé ég þær ekki stíga allt í einu upp og spila blússandi bolta. Þetta hefur bara verið slakt í sumar,“ sagði Bára í Pepsi Max mörkum kvenna í gær. Margrét Lára segir að samstaðan hjá KR-liðinu hafi ekki verið sýnileg í leiknum gegn Þrótti. „Það er von- og trúleysi yfir þessu. Maður sá þegar leikmenn gengu af velli að það fór enginn til hver annars til að hvetja. Þegar flautað var af löbbuðu allir í sitt hvora áttina. Maður sá enga liðsheild eða liðsanda. Maður reynir að hjálpa félaganum og það hefur örugglega gerst eitthvað inni í klefa eftir leik,“ sagði Margret Lára. „Maður vill taka utan um félagann og segja að þetta verði allt í lagi. Það er svo ofboðslega óþægilegt að finna að maður sé einn í þessu og lítil samstaða. Nú er maður að geta í eyðurnar. Það getur vel verið að það sé samstaða þarna en tilfinningin sem maður fær er lán- og vonleysi og svolítil uppgjöf, því miður. Maður finnur til með þeim. Þetta er erfið staða að vera í, ekki spurning, en það er engin önnur leið fyrir þær en upp á við.“ KR er með tíu stig í tíunda og neðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar, sjö stigum frá öruggu sæti. KR-ingar eiga fjóra leiki eftir en öll hin liðin í fallbaráttunni tvo. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Umræða um KR
Pepsi Max-deild kvenna KR Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Margrét Lára og Bára vilja sjá meira frá Elínu Mettu og Hlín í stóru leikjunum Pepsi mörk kvenna voru ekki ánægðar með frammistöðu markadrottninga Valsliðsins í stóru leikjum sumarsins eftir 180 markalausar mínútur Valsliðsins í tveimur leikjum á móti Breiðabliki í sumar. 7. október 2020 15:01 Umfjöllun og viðtöl: Þróttur 5-0 KR | Þróttur slátraði KR í Laugardalnum Þróttur rústaði KR 5-0 í Pepsi Max deild kvenna. 4. október 2020 16:45 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Margrét Lára og Bára vilja sjá meira frá Elínu Mettu og Hlín í stóru leikjunum Pepsi mörk kvenna voru ekki ánægðar með frammistöðu markadrottninga Valsliðsins í stóru leikjum sumarsins eftir 180 markalausar mínútur Valsliðsins í tveimur leikjum á móti Breiðabliki í sumar. 7. október 2020 15:01
Umfjöllun og viðtöl: Þróttur 5-0 KR | Þróttur slátraði KR í Laugardalnum Þróttur rústaði KR 5-0 í Pepsi Max deild kvenna. 4. október 2020 16:45