Vilja meira frá Elínu Mettu og Hlín í stóru leikjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2020 15:01 Hlín Eiríksdóttir í baráttunni við Blikastúlkuna Heiðdísi Lillýardóttur í leiknum á laugardaginn en Elín Metta Jensen fylgist með úr fjarlægð. Vísir/Hulda Margrét Valskonunum Elínu Mettu Jensen og Hlín Eiríksdóttur tókst ekki að skora í tveimur leikjum Vals og Breiðabliks í sumar ekki frekar en liðsfélögum þeirra. Blikastúlkur unnu báða leiki með hreinu marki og eru þess vegna með níu fingur á Íslandsmeistaratitlinum. Pepsi Max mörk kvenna ræddu sóknarleik Vals þar sem farið var yfir toppslag Vals og Breiðabliks frá því um helgina. Umræðan barst að tveimur markahæstu leikmönnum Valsliðsins í sumar. „Elín Metta sást varla í leiknum og Hlín var ekki að spila sinn besta leik,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir og Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir skaut inn í. Hlýtur að mega kalla eftir því „Mér finnst allt í lagi að kalla eftir því að þær stigi upp í þessum stóru leikjum,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og nefnir til hvernig Agla María Albertsdóttir steig fram í þessum leik með því að skora sigurmarkið og Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði þrennu í fyrri leiknum þar sem Agla María var með þrjár stoðsendingar. „Það hlýtur að mega fara að kalla eftir því að þessar stelpur fari að skilja á milli liðanna,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir. Bára vildi sjá Elín Mettu nýta sér það betur að vera kominn með Mist Edvardsdóttur inn á miðjuna til að flikka boltanum inn fyrir Blikavörnina. Elín Metta Jensen fagnar einu af 13 mörkum sínum í Pepsi Max deild kvenna í sumar.Vísir/Vilhelm „Elín Metta kemur svo neðarlega í vinnslu en hefði mátt vera meira upp í línunni til að fá þessa bolta inn fyrir frá Mist. Það koma aðrir vinklar og hún þarf ekki að fara í þessa bolta því hún er kominn með leikmann sem þjónustar hana í þessu,“ sagði Bára. Hafa reitt sig mikið á þær í sóknarleiknum í sumar „Styrkleikar Elínar Mettu og Hlínar fengu ekki að njóta sín í þessum leik. Einhvern veginn náðu þær því ekki fram og þær náðu því heldur ekki fram í fyrri leiknum á Kópavogsvelli. Það munar um minna fyrir Valsliðið af því að þær hafa reitt sig svolítið á þessa tvo leikmenn í sóknarleiknum í sumar. Þess vegna skiptir svo miklu máli í svona leik að þessir stjörnuleikmenn blómstri og klári leikina fyrir liðið,“ sagði Margrét Lára. „Kannski er ósanngjarnt af okkur að setja þessa kröfu en þessar stelpur eru bara komnar á þann stall og orðnar það góðar,“ sagði Margrét Lára. „Maður veltir því fyrir sér af því að við vitum að þetta er ekki tengt hæfileikum af því að við vitum hvað þær geta. Ég veit ekki hvort að þetta sé kallað að taka meiri ábyrgð í þessum leik,“ sagði Bára. Blikavörnin virkilega góð „Mér finnst það samt mikilvægt að það komi fram að Breiðabliksvörnin var virkilega góð. Kristín Dís og Heiðdís stóðu sig ótrúlega vel í miðri vörninni og bakverðirnir tveir, sem eru ungar efnilegar stelpur, hafa í rauninni aldrei spilað svona stóran leik. Fyrir mér þá stóðust þær prófið fullkomlega,“ sagði Margrét Lára. Það má sjá umfjöllun Pepsi Max markanna um sóknarleik Vals hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi mörk kvenna: Umræða um toppslag Vals og Breiðabliks Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Sjá meira
Valskonunum Elínu Mettu Jensen og Hlín Eiríksdóttur tókst ekki að skora í tveimur leikjum Vals og Breiðabliks í sumar ekki frekar en liðsfélögum þeirra. Blikastúlkur unnu báða leiki með hreinu marki og eru þess vegna með níu fingur á Íslandsmeistaratitlinum. Pepsi Max mörk kvenna ræddu sóknarleik Vals þar sem farið var yfir toppslag Vals og Breiðabliks frá því um helgina. Umræðan barst að tveimur markahæstu leikmönnum Valsliðsins í sumar. „Elín Metta sást varla í leiknum og Hlín var ekki að spila sinn besta leik,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir og Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir skaut inn í. Hlýtur að mega kalla eftir því „Mér finnst allt í lagi að kalla eftir því að þær stigi upp í þessum stóru leikjum,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og nefnir til hvernig Agla María Albertsdóttir steig fram í þessum leik með því að skora sigurmarkið og Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði þrennu í fyrri leiknum þar sem Agla María var með þrjár stoðsendingar. „Það hlýtur að mega fara að kalla eftir því að þessar stelpur fari að skilja á milli liðanna,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir. Bára vildi sjá Elín Mettu nýta sér það betur að vera kominn með Mist Edvardsdóttur inn á miðjuna til að flikka boltanum inn fyrir Blikavörnina. Elín Metta Jensen fagnar einu af 13 mörkum sínum í Pepsi Max deild kvenna í sumar.Vísir/Vilhelm „Elín Metta kemur svo neðarlega í vinnslu en hefði mátt vera meira upp í línunni til að fá þessa bolta inn fyrir frá Mist. Það koma aðrir vinklar og hún þarf ekki að fara í þessa bolta því hún er kominn með leikmann sem þjónustar hana í þessu,“ sagði Bára. Hafa reitt sig mikið á þær í sóknarleiknum í sumar „Styrkleikar Elínar Mettu og Hlínar fengu ekki að njóta sín í þessum leik. Einhvern veginn náðu þær því ekki fram og þær náðu því heldur ekki fram í fyrri leiknum á Kópavogsvelli. Það munar um minna fyrir Valsliðið af því að þær hafa reitt sig svolítið á þessa tvo leikmenn í sóknarleiknum í sumar. Þess vegna skiptir svo miklu máli í svona leik að þessir stjörnuleikmenn blómstri og klári leikina fyrir liðið,“ sagði Margrét Lára. „Kannski er ósanngjarnt af okkur að setja þessa kröfu en þessar stelpur eru bara komnar á þann stall og orðnar það góðar,“ sagði Margrét Lára. „Maður veltir því fyrir sér af því að við vitum að þetta er ekki tengt hæfileikum af því að við vitum hvað þær geta. Ég veit ekki hvort að þetta sé kallað að taka meiri ábyrgð í þessum leik,“ sagði Bára. Blikavörnin virkilega góð „Mér finnst það samt mikilvægt að það komi fram að Breiðabliksvörnin var virkilega góð. Kristín Dís og Heiðdís stóðu sig ótrúlega vel í miðri vörninni og bakverðirnir tveir, sem eru ungar efnilegar stelpur, hafa í rauninni aldrei spilað svona stóran leik. Fyrir mér þá stóðust þær prófið fullkomlega,“ sagði Margrét Lára. Það má sjá umfjöllun Pepsi Max markanna um sóknarleik Vals hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi mörk kvenna: Umræða um toppslag Vals og Breiðabliks
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Sjá meira